Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 8
_______________í Félagstíöindi SFR j_ Punktar um EB Félagsmál Eitt af slagorðum fram- kvæmdastjómar EB er “Evrópa borgaranna” en í raun er átt við “Evrópu launþeganna.” Margar ástæður eru Ifka til að tala um “Evrópu karlanna” þrátt fyrir allar jafnréttisreglugerðir. “Fé- lagssáttmáli” EB tekur fyrst og fremst mið af launþegum í föst- um stöðum. Spurningin er, hvað um alla aðra? Hvað um þá sem verða undir í samkeppninni eða þá sem óska ekki eftir að keppa? í stuttu máli sagt, hvað um velferðarkerfið? Viljum við í framtíðinni leggja almannatryggingar af og koma á einkatryggingum og/eða tryggingum í tengslum við ráðningarsamninga launa- manna? Hvað um þá sem ekki hafa ráð á einkatryggingu eða eru ekki í fastri launavinnu? Viljum við koma á meiri ójöfn- uði en nú er varðandi eftirlaun og sjúkratryggingar? Eiga einkarekin sjúkrahús og viðlíka þjónustustofnanir að stéttskipta heilsugæslunni og umönnun sjúkra og aldraðra? Afstaðan til EB mun hafa mikil áhrif á þró- un þessara mála. Ef við stönd- um utan EB höfum við betri möguleika á að glíma við mis- réttið með aðgerðum stjóm- valda og fjárstuðningi hins op- inbera. Ef við kjósum opna markaðinn bjóðast okkur fjöl- mörg tilboð, einnig á umönnun- arsviðinu, en við verðum þá líka að borga það sem upp er sett. Menningarmál EB býður margs konar færi í sambandi við menntun og rannsóknir, menningarsamstarf og námskeið og ráðstefnur. A þessu eigum við völ hvort sem við gerumst aðilar eða ekki en til að nýta möguleikana til fulls verðum við að gerast aðilar að EB. Framkvæmdastjórn EB leggur mikla áherslu á mennt- un, segir Evrópumenn hafa dregist aftur úr öðmm tækni- þróuðum ríkjum í menntunar- málum, einkum Japan og Bandaríkjunum, og hún vill efla kennslu í raun- og tæknigrein- um til að tryggja iðnaðinum hæft starfsfólk. I danskri skýrslu um mennt- unarmál í EB kemur fram að einstakar stofnanir (skólar) verða að uppfylla ákveðinn gæðastaðal til að fá nemendur. Afleiðingin af aukinni sam- keppni verður trúlega sú að skólunum verður raðað eftir gæðum kennslunnar og vitnis- burði nemendanna líkt og í Bandaríkjunum. Þetta kann að hafa þann kost að kennslan skáni á sumum stöðum en hefur líka þann ágalla að fólk verður dregið í dilka jafnvel áður en það hefur lokið námi sínu. Það er líklegt að menntunin í EB taki stöðugt meira mið af þörfum atvinnulífsins. Nem- endur verða frá upphafi að þjálfa sig í að standast sam- keppnina. Það verður á kostnað “gamaldags” hugmynda um al- menna menntun. I sam- ræmi við þarfir atvinnu- lífsins verður byrjað að sía fólk fyrr úr í skólun- um en verið hefur. Fyrir- tæki munu einnig í vax- andi mæli styðja á- kveðna skóla og nem- endur fjárhagslega til að tryggja sér nýtt og sam- keppnishæft vinnuafl. Umhverfismál Akvarðanir í mikil- vægum umhverfismál- um þurfa einhliða sam- þykki í ráðherraráðinu til að öðlast gildi og þá eru þær einungis lágmarks- lausnir. Norðurlönd geta kannski viðhaldið þeim náttúruverndarlögum og reglum, sem þau hafa sett, ef við höfum ráð á því í vaxandi samkeppni, en ekki er unnt að banna innflutn- ing á vörum sem talin eru spilla umhverfinu ef þau eru leyfð í einhverju EB-ríki. Stærsti umhverfisvandinn í EB stafar þó ekki fyrst og fremst af slappri umhverfislög- gjöf heldur af hugmyndafræði EB. Markmið eins og aukinn vöxtur og aukin neysla ganga þvert á hugmyndir um sjálfbæra þróun. Hugmyndafræði EB hef- ur í för með sér að enn harðar verður gengið á takmarkaðar náttúruauðlindir jarðar, aukinni neyslu fylgir aukin mengun af völdum úrgangs og auknir vöruflutningar landa milli þýða fleiri hraðbrautir og meiri mengun vegna útblásturs bif- reiða sem þegar er víða komin upp undir hættumörk. Nei við EB 1. Nei við EB af stjómmála- legum ástæðum. Af því það verður jafnvel ennþá lengra til miðstjómarinn- ar en þegar Danir fóru með völd. Af því valdakerfið í EB er ólýðræðislega byggt upp svo fulltrúar almennings hafa lítil sem engin raunveruleg völd. Af því skrifstofubáknið í EB er svo flókið að ógerlegt er að öðlast innsýn í starfsemi þess. 2. Nei við EB af félagsleg- um ástæðum. Af því velferðarkerfið eyði- leggst ef við göngum í EB því þar byggjast félagsleg réttindi á verktakasamningum og einka- tryggingum. Hér eiga allir að njóta félagslegs öryggis og við viljum viðhalda velferðarkerf- inu. Af því að aukin samkeppni hefur í för með sér fleiri tapara og leiðir til þess að hlutfall fá- tækra í EB hækkar. Af því atvinnuleysið er hluti af hagstjóm EB. 3. Nei við EB vegna um- hverfisins. Vegna þess að af sam- keppnishamlandi ástæðum bannar EB að setja aðvörunar- merki á margar vörar um að þær innihaldi efni sem valdið geti sjúkdómum. Þessar reglur EB brjóta í bága við tilmæli Al- þjóða heilbrigðisráðsins. Af því EB-samstarfið hefur í för með sér aukna vöruflutn- inga með bifreiðum en af því leiðir mengun, hávaða og heilsutjón og auk þess reynir EB ekkert til að draga úr koltví- sýringsmengun. Af því að aukin framleiðsla og aukin samkeppni hefur í för með sér að gengið er á auðlind- irnar, vaxandi mengun í náttúr- unni, aukið álag á mannfólkið og lakari heilsu bama. Af því að umhverfispólitík EB er lágmarkspólitík og geng- ur of skammt til að vernda fólk og náttúru. 4. Nei við EB vegna byggðasjónarmiða. Af því að fjórfrelsið í EB er á kostnað hinna dreifðu byggða, sem eiga í vök að verj- ast, og láglaunastarfanna. Af því að búrekstur sjálf- stæðra bænda, bændamenning og sveitasiðir munu ekki lifa EB-aðildina af. Af því hánýtingarbúrekstur, þar sem mold og dýr eru þraut- pýnd til hámarksafurða, gengur þvert á sjálfbæra þróun. 5. Nei við EB af hagfræði- legum ástæðum. Af því að óheftur flutningur fjármagns þýðir að völdin í hagkerfinu þjappast á færri hendur svo kerfið verður æ miðstýrðara. A miðlægum svæðum verða þensluvandamál en atvinnuleysi og vaxandi fá- tækt á jaðarsvæðum. Af því að aukin samkeppni veikir launakjör kvenna, veldur því að konur verðar fjárhags- lega háðar öðrum og þrengir möguleika kvenna á þátttöku í stjórnmálum og fagfélögum. Ef Noregur gerist aðili að EB er líklegt að norskar konur upplifi viðlíka reynslu og belgískar konur hafa orðið að þola. Ef þær yfir höfuð fá laun- aða vinnu er það alfarið á for- sendum sem em atvinnurek- andanum í hag. Það er að segja þær fá hlutavinnu, árstíma- bundna vinnu, sveigjanlega vinnu og heimavinnu. Þannig skal það að vera því atvinnurek- endumir þurfa að keppa við aðra og reka fyrirtækin sín af ýtrustu hagkvæmni. Byggt á bókinn Kvinner og EB sem norska kvennahreyfingin gaf út.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.