Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.12.1991, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.12.1991, Blaðsíða 3
3 Rafmagnsveitumar að hlutafélagi sé unnt að búa betur að starfsmönnum. Þetta gæti reynst mikil blekking þegar til kastanna kemur. Lögmálið er yfirleitt það þegar ríkisfyrirtæki eru seld að yfirmenn hækka í launum en almennir starfsmenn sitja á sama bekk og áður. í öllu talinu um að selja ríkisfyrirtæki er hagræðing mjög höfð á oddinum. Það hefur komið fram að samninganefnd ríkisins vill setja alla ríkisstarfsmenn á einhvers konar flæðilínur og koma á launahvetjandi kerfi. Vitanlega er enginn á móti því að hagræða í rekstri þjónustufyrirtækja og margt má vissulega betur fara. En við sem vinnum hjá ríkinu vitum það öll að víðast hvar er vinnuálagið of mikið og að það vantar frekar starfsfólk en að það sé of margt. Þrátt fyrir allt hagræðingartalið virðist sem lítil stefnumörkun hafi átt sér stað í þeim málum hjá ríkisstjóminni og ekki hafa enn verið bornar fram neinar mótaðar tillögur um hagræðingu á einstökum vinnustöðum í þeim viðræðum sem við höfum átt við samninganefnd ríkisins. í haust hafa verið haldnir nokkrir samráðsfundnir með BSRB og ASÍ en því miður hefur lítið komið út úr þeim. ASÍ hefur ekki viljað setja sömu kröfur og við á oddinn í kjarakröfum sínum og er það vissulega miður. ASÍ er t.d. þessa dagana Félagstíöindi SFR Frá vinnustaðafundi í Tryggingarstofnun ríkisins, en stjórn og samninganefnd SFR hefur að undanförnu gengist fyrir vinnustaðafundum til að kynna sér viðhorf félagsmanna til væntanlegra aðgerða til að knýja á um að ríkisvaldið gangi til samninga við fétagið. að ræða við vinnuveitendur og sveitarstjórnir ásamt ríkisvaldinu um breytingu á fjárlagafrumvarpinu og niðurskurð á aðstöðugjöldum sveitarfélaga. Þar virðist, samkvæmt viðtali við Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdarstjóra VSI, að þeir séu nokkuð sammála. Ein af tillögum ASÍ og VSÍ er að lækka kostnað fyrirtækja vegna aðstöðugjalda um allt að 900 milljónir króna á næsta ári, þau til að þau geti tryggt atvinnu. Þetta þýðir einfaldlega að sveitarfélög verða að reyna að hækka aðra tekjustofna sína, draga úr framkvæmdum hjá sér eða minnka þjónustuna en það þýðir að þau muni segja upp fólki og hvað hefur þá unnist fyrir heildina? Samningaviðræður á almenna vinnumarkaðinum virðast ekki ganga vel en þó hafa einstök félög fengið fram nokkra hækkun á kaupi, farmenn fengu um 3% kauphækkun fyrir nokkru og starfsfólk í mjólkursamlögum norðanlands náði fram um 5% kauphækkun fyrir fólk sem hafði farið í ákveðin námskeið. Á móti virðist koma að það eigi að hagræða á vinnustöðum en ekki hefur komið fram neins staðar hvernig á að haga þeirri hagræðingu. Hagræðing á vissulega rétt á sér, ef hún verður ekki eingöngu til þess að auka vinnuálag starfsfólksins. Hér hefur gangur samningaviðræðnanna undanfarna þrjá mánuði verið reifaður stuttlega. Nú þurfum við að taka ákvörðun um næstu skref og hvaða leiðir eru okkur færar til að skapa þrýsting á samningsaðila Leiðari Nú standa yfir samningaviöræöur milli félaga innan BSRB og samninganefndar ríkisins (SNR). Þaö sem okkur er boðið upp á í tillögum SNR er í stórum dráttum þaö aö viö afsölum okkur hinum ýmsu réttindum hvaö varðar lífeyrissjóöinn, svo og skeröingu á veikindarétti og fæöingarorlofi. Lífeyrissjóöurinn hefur allt fram á þennan dag verið sá þáttur af réttindum okkar sem flestir aörir hafa öfundað okkur af. Reyndar hefur sú öfund náö að hafa áhrif á kjarasamninga okkar við ríkið þar sem viö höfum sæst á lægri laun vegna þessa sterka lífeyrissjóðs. Nú bregður hins vegar svo við aö nú á aö fara að svipta ríkisstarfsmenn framtíðarinnar aögengi aö þessum sjóöi. Ástæöan, jú þaö er orðið svo dýrt aö borga sjóösþegum úr sjóönum! Hér er greinilega ekki ætlast til aö viö ríkisstarfsmenn séum með þaö á hreinu hvaðan þeir peningar koma sem eru í títtnefndum sjóöi. Halda mennirnir virkilega aö við höldum aö áunnar greiöslur úr lífeyrissjóöi ríkisstarfsmanna séu ölmusugjafir frá heildarríkisapparatinu? Viö ríkisstarfsmenn vitum auövitað að lífeyrissjóöurinn okkar er ekkert annaö en okkar greiöslur í hann. Það, aö nú séu áhöld um aö sjóðurinn geti staðið viö greiðslurtil núverandi/tilvonandi ellilífeyrisþega, er ekki vegna þess aö viö séum farin aö greiða minna í hann af launum okkar, þaö er öllum Ijóst, jafnvel SNR hlýtur aö vita þaö. Hvaö hefur þá brugöist? Spyr sá sem ekki veit. Og þó. Nú er það ekkert leyndarmál aö ríkið (þ.e. ríkisstjórn á hverjum tíma) hefur aögang aö þessum sjóöi okkar til aö lána til húsnæðismála. Ábyrgö ríkisins er mikil (eins og allra sem sjá um fjármuni annarra) að sjá um aö réttir vextir séu borgaðir af lánum þessum þannig aö lífeyrissjóðurinn beri ekki skarðan hlut frá boröi. Hafi yfirvöld fjárfest í óaröbærum framkvæmdum meö okkar peningum og þannig ekki getaö fengiö lánin greidd meö fullum vöxtum þá er þaö einfaldlega ekki okkar vandamál. Þetta veröum viö aö hafa á hreinu. Ríkiö hefur gengist í ábyrgö fyrir þessum peningum okkar og ber því aö standa viö sínar skuldbindingar. Klúður undangenginna ríkisstjórna á ekki aö bæta meö réttindaskerðingu þeirra sem eiga, og hafa lánaö, þessa peninga. Þetta skiljum viö vel og vitum. En þaö er ekki nóg. Nú, frekar en nokkru sinni fyrr þurfum við ríkisstarfsmenn aö tala opinskátt um viðhorf okkar í lífeyrissjóösmálum. Viö verðum aö upplýsa almenning um sjónarmið okkar og þannig eyða öllum bábiljum um aö viö séum aö krefjast einhvers sem ekki sé okkar. Hvert og eitt okkar veröur aö vera vakandi og nota hvert tækifæri til þess aö koma þessu á framfæri, í umræðum, í blöðum, já, jafnvel við eldhúsborðið. Þaö er okkar mál þegar okkar peningar og okkar réttur á aö skeröast. Þaö er undir okkur komiö hvernig þeirri orustu lyktar. Með baráttukveðju. okkar. Páll Heimir Einarsson Guöfræöingur.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.