Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Blaðsíða 1
Starfsmannafélags ríkisstofnana -10. tbl. - 34. árg. - desember 1992 Þessi mynd var tekinn af kór SFR þegar hann skemmti fundarmönnum á ársfundi Uppsögn kjarasamninga Ályktun stjórnar og launamálaróös SFR 30. nóv I992. Stórn og launamálaráð SFR telur að grundvöllur samninga sé brostinn vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar að fella gengið um 6%. í 15. grein kjarasamningsins, sem tók gildi 1. maí 1992, segir svo: “Forsenda samningsins er að gengi íslensku krón- unnar verði stöðugt á samningstíman- um ella verður hann uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara.” í þessum kjarasamningi fólst lítil sem engin launahækkun en verkalýðshreyf- ingin gekkst inn á hann vegna þess að tryggja átti stöðugleika í þjóðfélaginu og gefa atvinnurekendum og ríkisstjórn frið til að vinna bug á efnahagsvandanum. Við það hefur ekki verið staðið og efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar koma illa við launafólk. Vegna þeirra og gengis- fellingarinnar eru forsendur samningsins brostnar. Því leggur Starfsmannafélag rík- isstofnana það til að þessum kjarasamn- ingi verði sagt upp hið fyrsta og skorar á önnur félög í BSRB að gera slíkt hið sama. Launamálaráð mun leggja það í hendur stjómar SFR að tímasetja uppsögn samningsins sem verði gerð í samráði við önnur félög í BSRB. Stjórn SFR sagði síðan samningnum upp 1. desember og tekur uppsögnin gildi 1. janúar 1993. Friöur og rœttlœti bls. 2 Fram til sigurs bls. 3 Vinnustofa Kópavogs- hœlis heimsótt bls.4 Einka- vœöing bls 8

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.