Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Qupperneq 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Qupperneq 2
Réttlœti gefur af frið Enn eru að koma jól. Mitt í svartasta skammdeginu færist ævintýraleg birta yfir byggðina og þrátt fyrir kalsaveður fer hlýr straumur um hjartaræturna ur langar tii að gleðja, njóta, En hvað er á bak við þessar kenndir okkar, hvað er það se gerir þessa hátíð sí-ferska í um okkar? Jú, það er þráin eftir friði. Friður! Fá orð hafa jafn altæka merkingu, fá orð hafa jafn mikinn kraft í máli okkar. í okkar kristna menningararfi á þetta orð rætur að rekja til hebreska orðsins Sjalóm”. Þaðan sækir þetta orð okkar kraftinn. Gyðingar líta á frið- arhutak sitt sem óaðskiljanlegan hluta réttlætis og jafnvægis. An réttlætis og jafnvægis getur ekki orðið friður. Við getum lesið um þetta í spámannaritum gamla testamentisins. Spámenn gyðinga voru andófsmenn síns tíma sem neituðu að horfa framhjá óréttlæti gagnvart einstaka hópum í samfé- laginu enda þótt þjóðfélagið virtist, sgi, 'fnálamiðl- un, engin skammtímalausn. engin sátt gagnvart óréttlætinu. Þann 30. nóvember s.l. ákvað launamálaráð SFR að segja upp, þegar í stað, samningi þeim sem þá var í gildi varðandi kaup og kjör. Ástæðan var gengisfelling uppá 6% sem hafði leitt af sér kjaraskerðingu og þar af leiðandi ójafnvægi milli þess sem samið var um og raunveruleika félags- manna í SFR. Að ætlast til þess að launafólk héldi fast í samning sem viðsemjandinn hafði í raun rift væri óréttlæti. “Friður á vinnu- markaðnum” við þessar aðsæður hefði ekki staðið undir nafni, slíkur i.^w,.afskræming á pl|W því sem orðið friður stendur orðsfriður þjóðfélags em ekki gætir hagsmuf«|.allra inna þegna jafnt grefur undan því og getur aðeins endað með upp- lausn og vonleysi. Til þess að raunverulegur friður komist á þarf að vinna að réttlæti. Við höldum jól t.þ.a. minnast komu frelsarans til okkar mann- anna og minnast þess friðar sem hann færði okkur. Þráin eftir sönn- um friði fékk þannig nokkurs kon- ar vítamínsprautu við þau fyrirheit sem Kristur flutti okkur. Friðarboð- skapur jólanna talar til okkar hér og nú í þeim aðstæðum sem við erum í hverju sinni. Við skulum því sameinast um að vinna að raun- verulegum friði sem byggist á rétt- læti. Gleðileg friðarjól Páll Heimir Einarsson Afsláttarkort fyrir félagsmenn Eins og félagsmenn væntanlega tóku eftir, þá fylgdi afsláttarkort með síðasta blaði. Það átti að sjálf- sögðu að fylgja með skýring á kort- inu en það slys varð að útskýringarn- ar féllu úr blaðinu. Forsaga málsins er sú að launa- málaráð samþykkti tillögu til stjórnar um að athuga hvort fyrirtæki væru til- búin að veita félagsmönnum SFR sér- stakan afslátt af vöru og þjónustu sinni. Afrakstur þeirrar athugunar er að finna á þessu korti, þar sem félags- mönnum er boðið upp á afslátt hjá fjöl- mörgum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki eru því miður flest á Reykjavíkur- svæðinu, því fyrirtæki á landsbyggð- inni voru mun tregari til að veita af- slátt. Vonandi koma þessi kort sér vel. núna rétt fyrir jólin. Félagsmenn skrifa nafn sitt og kennitölu á kortið, og þá á það vera tilbúið til notkunar. Þetta kort gildir til 1. september 1993 og verður þá væntanlega endurnýjað ef það reyn- ist vel. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa fengið kortið, geta snúið sér til skrif- stofu félagsins á Grettisgötu 89.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.