Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Síða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Síða 3
3 Félagstíðindi SFR Skálmöld, Þjóða-ósómi Bræður berjast í Júgóslafíu Afríku og Sri Lanka í heilagri Jerúsalem er barist um fyrirheitna landið Kynkvíslum er útrýmt Palistínumenn hraktir burt Á ég að gæta bróður míns? Feður, bræður og synir særðir og limlestir falla um aldur fram Ungviði fæðist vanskapað af geislavirkni frá Hiroshima og Chernónbyl Selir og hvalir í sárum verða sjálfdauðir mengun að bráð Heimur er á heljarþröm Forðum grænar grundir orðnir jörð þjáist? Hún byltir sér og kveinkar Völva ásanna sá fyrir ragnarök Hvirfilbylir geisa eldfjöll gjósa fljót flæða fljótið ekki sofandi að feigðarósi Stefanía Eyjólfsdóttir Viðtalstímar hópa Viðtalstímar hópa verða sem hér segir: Heilbrigðishópur Fimmtudag 7. janúar klukkan 16 Skrifstofuhópur Þriðjudag 12.janúarkl. 1620 Tæknihópur Miðvikudaginn 13. janúar kl. 16 22 Fram til sigurs Verkalýðshreyfingin stendur á tímamótum um þessar mundir, það er sótt að henni úr öllum áttum, það er verið að troða landinu í ESS og þaðan í EB, það er vitað mál að verkalýðsfélög eru ekki háttskrifuð meðal valdhafa innan EB og dagar þeirra jafnvel taldir. Það er stefnan að stjórna með tilskipunum. Við verðum að berjast af öllum þunga gegn aðild að ESS og EB. Hér innanlands er verið að gera verkalýðshreyfinguna áhrifalausa. í undanförnum tveim samningum hefur henni verið stýrt með hræðslupólitík. í síðustu samning- um voru engir peningar til skift- anna eftir því sem stjómvöld sögðu, en það vita allir að pening- arnir eru til í þjóðfélaginu. Það þarf bara að skipta þeim upp á nýtt en það er það sem ríkisstjórnin vill ekki, tekjujöfnun er ekki á dagskrá, hinir ríku eiga að fá að verða ríkari í friði, braskið og skattsvikin eiga að halda áfram. Nú verður verkalýðshreyfingin að rísa upp af fullum þunga og fara í sóknarbaráttu, þvinga stjórnvöld til að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu og ná aftur þeim kaupmætti sem tekinn hefur verið síðustu mánuði. Við verðum að beita öllum þeim ráðum sem við höfum og ekki vera hrædd við að beita verkfallsvopninu, sá tími kemur að annað er ekki hægt og nú stefnir allt í að sá tími sé í nánd. Við höfum verið í varnarbaráttu undanfarið og ríkisstjórninni hefur tekist að beygja okkur, það er ætl- unin að gera verkalýðshreyfinguna áhrifalausa og það versta er að við höfum aðstoðað við það með því að láta undan og taka þátt í bölmóðar- söngnum. Nei nú er kominn tími til að snúa vörn í sókn, gera verka- lýðshreyfinguna sterka, sækja fram af fullum krafti, það er engu að tapa, á morgun getur það verið of seint. Sú aðferð sem ríkisstjórnin hefur notað undanfarið er farin að skila árangri, semsé að telja alþýð- unni trú um að við þurfum að lækka launin og vera stillt og góð, gera engar kröfur, það jaðrar við landráð, það verði að draga úr vel- ferðinni, hún er komin út í öfgar. Við verðum að hætta að hlusta á þennan söng, það eru til peningar í þessu landi, það verður bara að skipta upp á nýtt, það verður að tekjujafna. Kæru félagar, fylkjumst undir merki okkar félags, höfnum alfarið þessari aðför að alþýðunni. leggj- um upp í sterka baráttu, styrkjum verkalýðshreyfinguna og sigrum. Ekki meiri varnarbaráttu, núna er það sóknarbarátta. Það er um líf eða dauða að tefla fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Stöndum saman, gef- Reynir Már Ragnarsson skrifar um ekkert eftir, við erum ekki síst að berjast fyrir velferð barnanna okkar. Hugsið ykkur máttlaus verka- lýðsfélög sem hafa það eina hlut- verk að úthluta orlofshúsum og rík- isstjóm sem stjórnar alþýðunni með tilskipunum. Nei, það má aldrei koma, en þeir tímar gætu verið ansi nærri ef við gerum ekk- ert. Hendur úr vösum, samstöðu og sigurbaráttu landi okkar og niðjum til blessunar. Byrjum strax að undirbúa sigur- förina, trúnaðarmannaráð, launa- málaráð og hver og einn meðlimur. Ræðum um baráttuna, styðjum og örfum hvort annað og umfram allt stöndum saman. Fram til sigurs.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.