Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Síða 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Síða 4
4 Félagstíðindi SFR Vinnugleðin rœður ríkjum Tímaritspökkun, skrúfupökkun grisjupökkun, happdrœttismiöa pökkun, handavinna, matreiösla, þjálfun. Allt er þetta hluti af daglegu líf þeirra sem starfa á vinnustofu Kópavogs Um 90 einstaklingar koma til vinnu og þjálfunar til okkar á degi hverjum, þar af eru átta sem búa utan Kópavogshælisins, sagði Arni Már Björnsson yfirþorskaþjálfi Vinnustofunnar þegar blaðamaður Félagstíðinda heimsótti Vinnustofu Kópavogs- hælis nýlega. Vinnustofurnar hafa verið reknar í einhverri mynd þau fjör- tíu ár sem hælið hefur verið starfrækt. í upphafi var starfsem- in dreifð um hinar ýmsu bygg- ingar hælisins og með allt öðru sniði en er í dag. - Fyrst í stað voru vinnustof- urnar sniðnar að þörfum þeirra sem við köllum getumeiri ein- staklinga og verkefnavalið mið- aðist við þarfir þeirra. Það var ekki fyrr en seint á áttunda ára- tugnum að þessu var breytt, þannig að meira tillit var tekið til þeirra getuminni. Verkefnavalið breyttist og miðast nú við hæfni þeirra sem sækja vinnu. Jafn- framt þessu var stofnuð sérstök deild sem við köllum hæfing, sagði Árni Már. ui Vinnustofur Kópuvogshælis vi fluttu í núverandi húsnæði í lok ui árs 1983 og sagði Árni Már að n það hefi þá þegar verði of lítið. se - Allt starf sem hér fer fram ei er skipulagt af þroskaþjálfum, s£ sem hér starfa, og miðast það við að veita þeim sem hingað g< koma þjálfun og vinnu við sitt V‘ hæfi. Starfseminni er skipt í °l þrennt í meginatriðum. ui Fyrst er að nefna Fjöl- K fötlunardeild sem tók til starfa í 01 september sl. Brýnt var að stofna lu hana vegna þess hversu getu- ú’ minni einstaklingar sækja í sl auknum mæli til okkar, þá er að nefna, hæfingu og þjálfun en sú F' starfsemi skiptist upp í nokkra tú þætti, eins og einstaklingsþjálf- 01 Gönguferðir og sund heilla Gróu - Viltu kaffi, hér eru líka kökubiti, er ekki best að slá sér niður í eldhúsinu, spurði Gróa Salvarsdóttir er hún bauð tíðindamann Fé- lagstíðinda velkominn, en hann var mætur til að spjalla við Gróu sem varð sjötug nú í vor og lætur af störfum hjá Veðurstofunni um áramót. Ég þigg kaffið og kökumar og spyr hvort hún kvíði fyrir því að hætta að vinna. - Ég kvíð því ekki, mér finnst eins og ég sé að fara í frí. Ég hef nóg að gera þó ég láti nú af störfum. Ég er ákveðin í því að halda á- fram að fara í sund á hverjum degi og ganga mína sex kílómetra eins og ég hef gert síðast- liðin fimmtán ár, eða frá því ég hóf störf hjá Veðurstofunni, en þangað hef ég gengið til vinnu á hverjum degi, sagði Gróa þegar við höfum komið okkur vel fyrir í eldhúsinu hjá henni í Norðurmýrinni. Flún sagðist að vísu ætla að finna sér nýjar gönguleiðir. Gróa hefur starfað hjá hinu opinbera frá því árið 1955 þegar hún og maður hennar, Halldór Víglundsson, sem lést árið 1977, réð- ust sem vitaverðir að Horni. Gróa Salvarsdóttir lœtur senn af störfum hjó Veöurstofunni eftir viöburöanka starfsœvi hjó ríkinu - Við vorurn þrjú ár á Hornbjargi. Þangað fluttum við um vorið 1955 með fjögur böm og það fimmta á leiðinni. Vistin var góð á Homi. Þar önnuðumst við vitana sem voru tveir, ljósaviti og radióviti, einnig tókum við veðrið en þar er það tekið átta sinnum á sólar- hring, sagði Gróa og bætti við að nóg annað hefði verið að gera því þau stunduðu búskap á Homi, vom með kýr, kindur og hesta. - Mér er minnisstætt þegar við vomm á Horni, að í fyrstu þurftum við að binda böm þegar þau voru úti. því eins og margir vita standa húsin og vitinn á bjargbrún. Það er tví- tugt bjarg undir og stórhættulegt fyrir börn. Við létum það verða eitt af okkar fyrstu verk- um að setja upp girðingu meðfram brúninni- Það var svo ekki fyrr en eftir nokkum tíma að við leyfðum bömunum að ganga um sjálfvilj- ugum. - Jólin á Horni voru óskup venjuleg. Við fengum að vísu ekki jólapóstinn fyrr en undir sumarmál. Á þessum ámm vom samgöngur ekki eins góðar og nú en það kom ekki að sök. Við vöndum okkur á það að hafa ofan af fyrir hvort öðru rnjög snemma á okkar bú- skaparárum. Það var fastur liður hjá okkur að Halldór læsi fyrir okkur eins og gert var í baðstofunum hér áður fyrr og einnig lék hann á harmoniku. Við gæddum okkur á þessum venjulega íslenska jólamat og lásum mikið. Eftir þriggja ára dvöl á Homi fluttist fjöl- skyldan á Dalatanga. - Okkur baust að taka við vitunum á Dala- tanga árið 1958 og þáðum það. Dalatangi er ekki eins einangraður og Horn og launin voru betri. Á Dalatanga em þrír vitar, ljósaviti, radíóviti og hljóðviti, einnig er veðurathugn-

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.