Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Blaðsíða 6

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Blaðsíða 6
Félagstíðindi SFR Níutíu og fimm ára reglan I síðasta tölublaði Félags- tíðinda voru minnispunktar um ellilífeyri -almennu regl- una. í framhaldi af því verð- ur nú greint frá 95 ára regl- unni. 95 ÁRA REGLAN Þeir sjóðfélagar sem hefja greiðslu iðgjalda til sjóðsins yngri en 33 ára geta tekið lífeyri samkvæmt svo- kallaðri 95 ára reglu. Til þess að geta notfært sér réttindi samkvæmt þessari reglu þarf sjóðfélagi að uppfylla eftir- talin skilyrði: og 6 mánuði. Hann hefur þá áunnið sér 64% lífeyrisrétt. Hann starfar síðan í 2 ár og 6 mánuði til 60 ára aldurs og Frá lífeyrisþegadeild Sam- komur á nœstunni Við viljum minna félaga deildarinnar á samkomur okkar eftir áramótin, en þær verða eins og áður hefur ver- ið á minnst, sem hér segír: Þorrablót, laugardaginn 6. febrúar 1993 kl. 12.30. Skemmtifundur, Fimmtudaginn 18. mars 1993 kl. 15.00. Skemmtifundur og aðal- fundur, fimmtudaginn 29. apríl. 1993 kl. 15.00. Allar skemmtanir verða að Grettisgötu 89, 4. hæð. a) Samanlagður aldur og ið- gjaldagreiðslutími er 95 ár. b) Hann þarf að vera orðinn 60 ára (þó ekki þeir sem hófu störf fyrir 14. maí 1955). c) Hann þarf að vera hættur störfum. Sjóðfélagi sem velur þessa reglu þarf að greiða ið- gjöld til sjóðsins þar til 95 ára markinu er náð. Lífeyrisréttur hans er 2% fyrir hvert ár í fullu starfi, en þó ekki meiri en 64% við 95 ára markið. Eftir að 95 ára markinu er náð fellur ið- gjaldagreiðsla niður, en starfsmaður bætir við sig 2% lífeyrisrétti fyrir ár hvert í fullu starfi. DÆMI Maður byrjar að greiða í sjóðinn 20 ára og hættir störfum 60 ára. Velur 95 ára reglu. Hann nær 95 ára markinu þegar hann er 57 ára og 6 mánaða. Þá er hann bú- inn að greiða iðgjöld í 37 ár bætir þá 5% við réttindin. Lífeyrisréttur þessa manns yrði því 69% af dagvinnu- launum viðmiðunarstarfs. Sérregla fyrir þá sem gerðust sjóðfélagar fyrir 14. maí 1955 Samkvæmt lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna rík- isins, sem í gildi voru fyrir 14. maí 1955, gátu menn far- ið á elliflíeyri strax og þeir náðu 95 ára markinu, þó svo þeir væru ekki orðnir 60 ára. Þeir sem gerðust sjóðfélagar fyrir þetta tímamark halda enn þessum rétti. Lífeyrir þeirra sem notfæra sér þessa heimild reiknast á sama hátt og lífeyrir annarra sem reikn- aðir eru út samkvæmt 95 ára reglu. Val milli almennu reglunnar og 95 ára reglunnar Þegar sjóðfélagi hefur greitt iðgjöld í 32 ár, þarf hann að ákveða hvort hann greiðir áfram að 95 ára mark- inu eða hættir greiðslu ið- gjalda. Hætti hann greiðslu sam- kvæmt eigin ósk reiknast líf- eyrir hans eftir almennu regl- unni. Greiði hann áfram að 95 ára markinu, reiknast líf- eyrir hans eftir þeirri reglu, og hann getur farið á lífeyri 60 ára. Fresti hann hins veg- ar lífeyristöku til 65 ára ald- urs líta dæmin svona út: DÆMI (95 ára reglan) Maður byrjar að greiða í sjóðinn 25 ára og hættir störfum 65 ára. Velur 95 ára reglu. Hann nær 95 ára markinu þegar hann verður 60 ára. Þá er hann búinn að greiða iðgjöld í 35 ár (60+35=95). Hann hefur þá áunnið sér 64% lífeyrisrétt. Hann bætir síðan við sig 2% fyrir hvert ár til 65 ára aldurs eða alls 10%. Lífeyrisréttur þessa manns yrði því 74% af dagvinnulaunum viðmiðun- arstarfs. DÆMIII (Almenna reglan) Ef hann velur hins vegar að nota sér ekki þessa reglu þá greiðir hann iðgjald í 32 ár og hefur þá áunnið sér 64% þegar hann er 57 ára. Við það bætist síðan 1 % fyr- ir hvert ár til 65 ára aldurs. Lífeyrisréttur hans yrði þá 64%+8%=72%. r r Starfsmannafélag ríkisstofnana FELAGSTIÐINDI DANSKENNSLA Starfsmannafélags ríkisstofnana Tíu vikna námskeið fyrir einstaklinga og hjón á SFR erstofnað 17. nóvember 1939 vægu verði eða 4.000 kr. Skrifstofa þess er á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Hefst mánudaginn 11. janúar. Opið: 9.00-17.00 - Sími: 91-629644 Kennari: Sigvaldi Þorgilsson, danskennari. Ábyrgðarmaður Félagstíðinda: Sigríður Kristinsdóttir Skráning er hafin á skrifstofu félagsins Ritnefnd: Ásdís Steingrímsdóttir, Edda Harðardóttir, í síma: 629644. Eyjólfur Magnússon, Sigríður Björnsdóttir og Sigríður Fyrir byrjendur og lengra komna. Kristinsdóttir Ljósmyndir: Pétur Óskarsson Gömlu dansarnir - Suður-amerískir dansar - Tjútt. Prentun: Prentsmiðja Guðjóns Ó Menningar- og skemmtinefnd SFR.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.