Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Síða 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Síða 7
7 ___________________í Félagstíðindi SFR j__________ Kostir og gollar skipulags SFR Góðirfélagar. Ég hef verið í SFR frá 1985, var varatrúnaðarmaður Félags þroskaþjálfa hjá félag- inu um skeið og fór í stjóm SFR síðastliðið vor, þannig að ég er nýgræðingur í þessu mið- að við mörg ykkar. Þegar ég var beðin um að koma með innlegg um kosti og galla skipulagsins hjá SFR fannst mér ég vera í nokkrum vanda stödd. þ.e.a.s. út frá hvaða sjónarhorni ég ætiaði að fjalla um þetta mál á 15 mínút- um. Þessi sjónarhom, sem ég er að tala um m.a. sem almenn- ur félagi í SFR, og þá hvernig þetta félag birtist mér og fær mig til að fá tilfinningu fyrir því að þetta er mitt stéttarfélag eða þá, sem félagi í fagfélagi innan SFR, sem er að velta fyr- ir sér stofnun stéttarfélags og af hverju þær vangaveltur koma upp. En þar sem ég tel að þetta beri að sama brunni, einmitt það hvernig félagið birtist mér og sinnir mínum hagsmunum sem félagsmanni, ætla ég að líta aðallega á þann hlekk í keðjunni, þ.e .skipulaginu, sem mér sýnist að skipti mjög miklu máli, og eru það trúnað- armenn félagsins. Við erum að skoða innra skipulag félagsins með tilliti til þess hvort það gagnast hinum almenna félagsmanni. Trúnaðarmenn eru í því hlutverki að tengja stjórn og al- menna félaga. Það er oft talað um áhugaleysi og hálfgert meðvitundarleysi félagsmanna gagnvart félaginu. Ég held að einmitt hér komi trúnaðarmenn mjög sterkt inní og geti haft mikil áhrif á þá tilfinningu sem félagsmenn fá fyrir nýjum fé- lagsmanni? Hvernig kynnir hann félagið fyrir nýjum fé- lagsmanni? Er það kannski á þann veg að komið er með miða sem viðkomandi er beð- inn um að fylla út, þ.e. inn- tökubeiðni, og ekki meira um það rætt fyrr en eitthvað kemur uppá, eitthvert vandamál og þannig fer trúnaðarmaðurinn í það hlutverk að sinna nær ein- göngu vandamálum. Eða er sest niður með nýja starfs- manninum og honum sagt frá starfi trúnaðarmanns félagsins og þeirri starfsemi sem fram fer í félaginu. Er þessum starfsmanni gerð grein fyrir réttindum sínum og skyldum og þannig strax í upphafi höfð áhrif til að fá starfsmanninn til að finna að hann tilheyri félag- inu. Ég efast ekkert um það að margir trúnaðarmenn hafa unnið og vinna mjög mikið og gott starf. Engu að síður finnst mér mjög dapurlegt hversu margir félagsmenn í SFR, og eru í mínu vinnuumhverfi, sem Erindi Sólveigar Steinsson sem hún flutti á ráöstefnu um skipulagsmál sem var haldin í Munaðarnesi hafa litla tilfinningu fyrir því að SFR er þeirra stéttarfélag. Og því miður er stór hópur trúnaðarmanna sem ekki virkar sem skyldi. I þessu sambandi velti ég því fyrir mér: 1. Hvernig trúnaðarmenn veljast til starfans. 2. Hvaða fræðslu þeir fá. 3. Hvaða stuðning þeir fá. Ef við skoðum fyrsta atrið- ið þá fer það töluvert eftir stærð vinnustaðarins hvort fram fer kosning eða þetta verður vandræðamál og endar jafnvel með því einhver tekur þetta að sér vegna þrýstings frá hinum, getur ekki sagt nei og jafnvel án þess að hann hafi í raun nokkra hugmynd um hvað þetta felur í sér. I öðru lagi hvaða fræðslu fá trúnaðarmenn? Það sem tekið er fyrir á þeim námskeiðum sem boðið er uppá eru allt at- riði, sem skipta máli og eiga að vera með, en hins vegar tel ég að bæta þyrfti við námskeiðin, koma inná mannleg samskipti, hvernig við miðlum upplýsing- um og þekkingu og hvernig við fáum fólk til að finna til samkenndar. Og í þriðja lagi sá stuðn- ingur sem trúnaðarmenn fá. Hvernig styður stjórn SFR við bakið á trúnaðarmönnum, hvernig virkjar hún trúnaðar- menn? Fá trúnaðarmenn nægi- legt svigrúm á vinnustöðum? Fram hefur komið hér fyrr á ráðstefnunni að mjög stór hóp- ur trúnaðarmanna mætir alls ekki á boðaða fundi og hvað gerir stjórnin með það, fá þess- ir trúnaðarmenn einhver skila- boð frá stjórn varðandi þetta? Ég held að við þurfum að skoða betur hlutverk trúnaðar- manna og þær starfsreglur sem þeim eru settar. Ég legg svona mikla áherslu á trúnaðarmenn- ina því í mínum huga eru þeir lykilmenn í samskiptum fé- lagsmanna við stjórn og geta verið mjög mótandi á viðhorf félagsmanna til félagsins auk þess að úr þeirra röðum er myndaður burðarás í innra skipulagi félagsins. SFR er mjög blandað félag og tel ég að þurfi að skoða á hvern hátt hægt er að koma betur til móts við hina ólíku hópa, þannig að þeir geti verið vissir um að það sem að baki liggur kröfum þeirra í launa- málum komist til skila til við- semjanda okkar. Ég hef stund- um haft það á tilfinningunni að þeir sem eru að selja mína vinnu og félaga minna, viti í raun óskup lítið um það sem að baki liggur þeim kröfum, sem mitt fagfélag hefur unnið og lagt í sameiginlegan pott og samninganefnd fer svo með í samningaviðræður, og eigi þess vegna erfitt með að selja vinnuna á nægilega góðu verði. Ekki síður þarf að taka tillit til þess að eðlilegt er að á- herslur í kjaramálum geta ver- ið mismunadi milli hinna ólíku hópa. Það má vel vera að einhver hugsi nú sem svo að ég viti ekki nægilega mikið um það hvernig launamálaráð og samninganefnd starfa og það getur vel verið rétt en eftir stendur þó þessi tilfinning min og því miður tilfinning sem ég er ekki ein um að hafa og það segir mér að þetta þurfi að skoða nánar. Ætlast ég til að það verði gert þó svo að ég reikni ekki með því að málin verði afgeidd hér í dag, heldur að þær umræður sem skapast og þau sjónarmið sem koma hér fram verði notuð á kom- andi vetri til að vinna úr. I lokin: Það hvemig innra skipulag félagsins lítur út á pappírnum skiptir vissulega máli en það hvernig það svo raungerist af okkur manneskj- unum skiptir í raun mestu þeg- ar upp er staðið.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.