Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Page 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.12.1992, Page 8
______________í Félagstíöindi SFR Hvaö gerist viö einkavœðingu? Samtök opinberra starfsmanna r Bretlandi hafa dregið saman reynsluna af einkavæðingu Thatcherstjórnarinn- ar. Helstu atriðin eru þessi: Einkavæðing hefur í för með sér að gengið er framhjá gildandi samningum við verkalýðsfélög um kaupgjald, samráð o.fl. Hinir nýju eigendur vilja ráða starfsfólk á einstaklingsgrundvelli en ekki gera hópsamninga eða samninga við félög starfsmanna. Sum fyrirtækin neita að semja við verkalýðsfélög. Laun lækka og vinnutími lengist. Víðast hvar hafa bónusgreiðslur farið f vöxt, laun hafa verið fryst og starfsaldurshækkunum hefur verið frestað eða breytt. Starfsmönnum hefur fækkað næst- um undantekningarlaust. Laun yfirmanna og stjórarmanna hafa alls staðar hækkað, sumstaðar um allt að 350%. Þrengt hefur verið að verkalýðsfé- lögunum svo sum þeirra eru orðin máttlítil. Gjöld til verkalýðsfélaga eru ekki tekin af launum starfsfólksins. Víða hafa sérstök “fyrirtækjafélög” verið mynduð. Verkalýðsfélögum er mein- aður aðgangur að upplýsingum vegna “viðskiptatrúnaðar.” Trúnaðarmönnum verkalýðsfélaga er mismunað leynt og ljóst með skipu- legum hætti. Gróöanum sóaö Thatcher-stjómin hefur “selt” ríkis- fyrirtæki fyrir miklar upphæðir en mestu af því fé var eytt og sóað en ekki notað til að greiða ríkisskuldir eða byggja upp nýja atvinnumöguleika. Ríkið er því í sömu kröggum og áður en mun fátækara. En hefur breska þjóðin grætt á einkavæðingunni í heild? Hagtölur sýna að hagvöxtur, sem flest er nú mælt með, óx á árunum 1979-1986 svipað og í Vestur-Þýska- landi, Frakklandi og á Ítalíu en snöggt- um minna en í Bandaríkjunum og miklum mun minna en í Japan svo nokkur dæmi séu tekin. Á sama tíma tvöfaldaðist atvinnuleysið í Bretlandi, fór úr 5% í 12%. í þessari bresku skýrslu er tilfært dæmi um kjör starfsfólks við þrif og tiltektir. Laun þess höfðu lækkað um 20% (úr 2.24 pundum í 1.71 pund). Orlofsdagar höfðu verið skertir, hafði fækkað úr 23-25 niður í 20 á ári. Greiðslur í veikindum, sem voru í op- inbera geiranum 26 vikur á fullum launum og 26 á hálfum, höfðu alveg verið felldar niður. Kjör starfsfólksins höfðu þannig versnað verulega við einkavæðinguna. Yfirleitt eru opinber þjónustufyrir- tæki rekin af fyllstu hagkvæmni. Þegar slík fyrirtæki eru seld einkaaðilum, til Heilsugœsla Alþjóðlegur samanburður sýnir að opinber heilsugæsla er ódýrari og áhrifaríkari en einka- rekin heilsugæsla. Samkvæmt tölum frá OECD veittu aðildarlöndin að meðaltali 7.5% af þjóð- arframleiðslunni til heilsugæslu. En Bandaríkin með sitt einkarekna heilsgæslukerfi eyddu um 11% af þjóðarframleiðslu sinni til þessa mála- flokks. I Ástralíu er blönduð heilsugæsla. Það hef- ur komið í ljós að einkafyrirtækin eyddu nærri 15% af tjármagni sínu í yfirstjórn en opinbera heilsugæslan einungis tæpum 5%. Ekki er það vitnisburður um góða meðferð fjármuna. (Heimild: Richardson: Ownership and Reg- ulatin in the Healt Care Sector, ” grein í rit- inu An Australian Perspective.) að “spara” fé hins opinbera eða minnka ríkisbáknið, er aðeins um þrjá möguleika að ræða: 1 Að draga úr þjónustunni, t.d. með því að hætta að starfrækja tiltekna þætti hennar. 2 Að taka (hærra) gjald af þeim sem þjónustunnar eiga að njóta. 3 Að fækka starfsfólkinu, lækka laun þess eða knýja það til að vinna meira. Niðurstaðan er sú að neytendurnir tapa, starfsfólkið tapar og hið opinbera tapar. Þeir einu sem hagnast á einka- væðingunni eru nýju eigendumir. (Byggt á ritinu “Privatisation, a union response "frá PSI - Alþjóða- sambandi opinberra starfsmanna.) Rétturinn til opinberrar þjónustu (Landsamband bæjarstarfsmanna í Kanada gerði eftirfarandi samþykkt árið 1988.) Þjóðin hefur kosið sér stjórn til að þjóna sér, fengið henni í hendur tjármuni með skattgreiðslum og á í staðinn rétt á opinbeni þjónustu frá þeirri sömu stjórn. Sú þjónusta á að fullnægja helstu þörfum almennings. Þessar þarfir eru: Að vernda heilsu fólks og gæta öryggis þess. Að annast um mennt- un bama, unglinga og fullorðinna í samræmi við áhugasvið og getu hvers og eins. Að sjá fólki fyrir framfærslufé þegar það er at- vinnulaust. Að bægja fátæktinni frá. Að tryggja fólki að eldast með virðugleik og búm við þægindi á efri árum. Að gera sam- félagið vinsamlegt og halda umhverfinu ó- menguðu. Og loks að sjá fólki fyrir þeirri fé- lagslegu aðstoð sem er nauðsynleg í lýðræð- islegu og siðmenntuðu samtelagi. Opinber þjónusta grundvallast á eftir- töldum fimm atriðum: 1) Opinber þjónusta á að vera aðgengileg öllum þegnunum, hvar sem þeir búa, óháð félagslegri og efnalegri stöðu þeirra. 2) Ekki má fresta að veita opinbera þjón- ustu eða fella hana niður vegna neins konar mismununar, pólitískra hleypidóma, athug- unar á tekjum viðkomandi eða meðl skrifræðislegum vinnubrögðum. 3) Opinbera þjónustu á að veita fljótt og vel og sinna henni af kurteisi. Þeir opinberu starfsmenn sem við hana starfa eiga að vera vel þjálfaðir og nógu margir til að inna þjón- ustuna af hendi svo fullnægjandi sé. Þeir eiga að hafa viðunandi laun og búa við góð- ar vinnuaðstæður lil að tryggja gæði þjón- ustunnar. 4) Hvorki einkafyrirtæki né einstakling- ar, sem eiga það til að mismuna fólki, geta veitt opinbera þjónuslu. Hagnaðarvon slíkra aðila og skortur á ábyrgð gagnvart samborg- umnum samrýmast ekki gæðakröfum opin- berrar þjónustu. 5) Opinbera þjónustu á að ljármagna með stighækkandi sköttum í samræmi við getu einstaklinganna til að greiða þá. Opin- ber þjónusta á að vera ókeypis og duga til að fullnægja þörfum þeirra sem hennar eiga að njóta.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.