Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Qupperneq 13
Maður veit ekkert hvað maður gerir í framtíðinni en ég er ekki á neinum „sorry-túr“ hér. Jón kallar daginn þegar síðasta máli yfirvalda gegn honum lauk „freedom-day“. MYND/SIGTRYGGUR ARI FRÉTTIR 13DV 12. MARS 2021 flokksins telji svo vera. Það er kannski ekki mitt að dæma, en það er bersýnilega allt annar andi í flokknum. Hann er þó áfram ritstjóri næststærsta dagblaðs landsins og hefur ef­ laust áhrif í gegnum það.“ Þannig að bókin er ekki hugsuð sem nagli í líkkistu pólitískrar arfleifðar Davíðs? „Nei,“ segir Jón. „Ég er bara að varpa ljósi á ákveðna hluti. En það hefur auðvitað sýnt sig að það er ekkert rosalega hollt að menn séu lengi í æðstu valdaembættum. Ég held að bókin undirstriki það.“ Þvertekur fyrir bein afskipti Eina blaðið sem er stærra en Morgunblað Davíðs Oddssonar er Fréttablaðið sem Jón Ásgeir átti sjálfur lengi vel. „Ég hef komið við sögu í fjöl­ miðlum,“ segir Jón og hlær þegar talið berst að afskiptum hans af íslenskum fjölmiðlum í gegnum árin. Mörgum hefur gengið illa að skilja hvernig fjárfestar í bransa sem gengur út á að skila hagnaði geti réttlætt fjárfestingar í fjölmiðlum sem sjaldan ef nokkurn tímann skila gróða. Jón Ásgeir hefur gefið þá skýringu á kaupum sínum á íslenskum dagblöðum í gegnum tíðina að með því hafi hann tryggt fyrirtækjum sínum auglýsingapláss og þannig tryggt að tap af rekstri fjölmiðils í hans eigu komi fram í bættum hag auglýsenda blaðsins, sem jafnframt eru í hans eigu. „Já, það var byrjunarlógík­ in,“ segir Jón. „Þetta var lítið verkefni fyrir okkur fyrst, þegar við fórum inn í þetta. Svo fór þetta bara að vefja utan á sig. Þetta var samt þrælskemmtilegt. Það vita allir sem að fjölmiðlum koma að þeir eru skemmtilegt fyrir­ bæri, að fylgjast með. Svo sáum við tækifæri á mark­ aðnum, og vorum kannski mörgum árum á undan með þá hugmynd að sameina síma­ fyrirtæki og fjölmiðlafyrir­ tæki en Dagsbrún var einmitt sú pæling. Svo hefur það raun­ gerst síðar.“ Jón Ásgeir segist hafa komið inn á fjölmiðlamarkaðinn strax eftir aldamótin síðustu og að undir eins hafi „geggj­ unin“ hafist í „öllu kerfinu“. Davíð Oddsson kom þá fjöl­ miðlafrumvarpinu svokallaða í gegnum þingið og duldist engum að frumvarpið var miðað sérstaklega að Jóni og fjölmiðlaveldi hans. Forseti Ís­ lands beitti síðar málskotsrétti sínum í fyrsta sinn í lýðveldis­ sögunni og dró þingið frum­ varpið til baka. Sú saga hefur gengið manna á milli, sérstaklega innan fjöl­ miðla, að afskipti Jóns af rit­ stjórnarstefnu fjölmiðla í hans eigu hafi verið áþreifanleg og á allra vitorði. Jón neitar því að ritstjórnar­ stefna fjölmiðla hans hafi tekið mið af persónulegum þörfum hans. „Ég myndi nú reyndar segja, sérstaklega eftir hrun, að fjölmiðlar sem við tengd­ umst hafi ekki verið sérstak­ lega hliðhollir okkur.“ Og þú gerðir aldrei tilraunir til að stíga inn í þá umfjöllun? „Nei, það er bara þvæla. Ég hefði þá bara verið ritstjóri. Ef maður ætlar sér að stýra fjöl­ miðli svoleiðis þá þyrfti maður að fá PDF­skjalið fyrir prentun á hverjum degi og endurskrifa allar fréttir. Það sér það hver maður að slíkt er ómögulegt.“ En mannaráðningar? Skiptir þú þér af þeim? „Ég sem eigandi ræð auð­ vitað ritstjórann, það er klárt.“ Var Mikael Torfason rekinn af Séð og heyrt vegna nei- kvæðrar fréttar um fjölskyldu- meðlim þinn? „Ég hef ekki rekið menn fyr­ ir svoleiðis. Ég hef hins vegar tekið mér þann rétt, sem allir eiga að taka sér finnist þeim á sér brotið í umfjöllun fjöl­ miðla, að hringja í fjölmiðla og láta í sér heyra. Mér fynd­ ist jafnframt óeðlilegt að gerð væri sú krafa til eigenda fjöl­ miðla að þeir fyrirgeri þeim rétti,“ segir Jón. Þér finnst þá ekki að gera hefði átt ríkari kröfur um hlut- leysi og afskiptaleysi til þín sem eiganda fjölmiðils? „Nei, og ég held meira að segja að þetta snúist upp í andhverfu sína. Það verður að segjast um blaðamenn að þeir hafi í gegnum tíðina frekar snúist upp á móti eigendum. Þeir vilja ekki þurfa að vera á næsta kaffihúsi og láta segja við sig hvað þeir séu nú góðir við eigandann. Það vill enginn blaðamaður vera þar.“ Jón segist nú vera farinn úr fjölmiðlabransanum fyrir fullt og allt. „Ég hef sagt við menn að það sé hollt að kynnast fjöl­ miðlum og hvernig þeir virka, en ég er bara búinn með minn tíma. Ég þekki þetta nægilega vel, ég eyddi of miklum tíma í þetta á sínum tíma. Farsæl­ lega komust þessir fjölmiðlar sem við tengdust í gegnum ákveðnar brekkur en nú er komið gott.“ Bráðsmitandi baktería Jón er þriðju kynslóðar versl­ unarmaður. Það vakti því óneitanlega athygli í síðustu viku þegar svokölluð „hund­ rað krónu verslun“ birtist á netinu. Allt seldist upp á síðunni á skömmum tíma og reyndist kaupmaðurinn á bak við gjörninginn vera Stefán Franz Jónsson, sonur Jóns Ásgeirs. Afi þinn var hjá SS. Pabbi þinn líka. „Og ég líka,“ stingur Jón inn í samtalið. „Ég byrjaði þarna að raða kóki í kælinn hjá SS.“ Og núna er fjórða kynslóðin mætt? „Já, já, það eru alveg til verri hugmyndir,“ segir Jón stoltur á svip um uppátæki sonar síns. „Þetta er nýtt á Íslandi og tæklar til dæmis matarsóun, en það hefur lengi verið vandamál í íslenskum verslunum. Of miklu er hent hér á landi,“ útskýrir Jón. Óneitanlega má sjá líkindi með frumkvöðlastarfsemi Stefáns nú árið 2021 og uppá­ tækjum Jóns Ásgeirs og Jó­ hannesar seint á síðustu öld. Báðir taka þeir þarna hug­ mynd sem hafði gengið vel erlendis, annars vegar svo­ kallaðar vörubrettabúðir og hins vegar „dollar­store“ hugmyndafræðina og yfir­ færa á íslenskan markað. Að­ spurður hvernig þessi sami áhugi verði til meðal fjögurra kynslóða segir Jón áhugann vera bakteríu. „Ég ólst upp við þetta, þegar pabbi og afi hittust þá var bara talað um Sláturfélagið.“ Þannig að þörfin fyrir að kaupa á einum og selja á tveimur er ekki í genunum? Þetta er uppalið? „Já, það má segja það.“ Ertu stoltur af stráknum? „Já, algjörlega,“ segir hann staðfastlega. Jón á þrjú börn úr fyrra sambandi og er stjúpfaðir þriggja barna Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu sinnar. „Mér finnst gaman að vinna með krökkunum sem eru mörg með sinn eigin „biss­ ness“.“ Hvað ertu með í pípunum núna? „Alltaf með eitthvað í píp­ unum,“ segir Jón og þegir svo þunnu hljóði. Hér á ekki að gefa neitt upp. Eins og hvað? „Ég get ekki sagt það.“ „Freedom-day“ Liðin eru hektísk ár. Fyrst Bónusárin, svo Baugsmálið, svo góðærið. Skyndilega voru 80 fyrirtæki með tugþúsund­ ir starfsmanna um allan heim skrifuð á Jón Ásgeir, Bónus­ kaupmanninn í Skútuvogi. Svo „hrunið“ og dómsmál í ellefu ár. Það er því ekki úr vegi að spyrja hreint út: Stendur „ freedom-day“ undir nafni? „Hann stendur allavega undir nafni hvað málaferlin varðar. Ég held nú að þró­ unin sé almennt sú að fólk sé að laga vinnuna sína betur að heimilislífinu. Þetta er mjög jákvæð þróun. Svo á að stytta vinnuvikuna, og fólk er þá að gera annað í staðinn,“ segir Jón með rólyndisbrag. „Ætli það sé ekki komið að mér núna að stytta vinnu­ vikuna mína,“ segir Jón loks. Við það hefur hann engu að bæta. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.