Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Side 16
16 EYJAN K ona sótti um starf hjá hinu opinbera og fékk ekki. Hún taldi ráð­ herra í ríkisstjórn Íslands hafa brotið jafnréttislög þegar ráðherrann skipaði karlkyns flokksbróður sinn í stöðuna. Kærunefnd jafn­ réttismála var sammála þessu. Ráðherrann ákvað þá að fara í mál við konuna sem leitaði réttar síns til að fá úr­ skurði kærunefndar hnekkt. Á dómsskjölum stendur að sá sem stendur í málarekstri gegn konunni sé „íslenska ríkið“. Konan hafði betur í héraðsdómi og íslenska ríkið var dæmt til að greiða máls­ kostnað hennar. Ráðherra ákvað þá að áfrýja til Lands­ réttar. Ólíklegt er að dómur þar falli fyrr en eftir alþingis­ kosningar sem fara fram í september. Reikna má með því að ráðherrann sækist eftir endurkjöri. Einhvern veginn svona er einfölduð útgáfa af atburða­ rás sem hófst í júní 2019 þegar auglýst var staða ráðuneytis­ stjóra mennta­ og menningar­ málaráðuneytisins. Ráðherra mennta­ og menningarmála var þá og er enn Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Bauð sig fram til formanns Maðurinn sem var skipaður í starf ráðuneytisstjóra er Páll Magnússon sem hefur um langa hríð gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Fram­ sóknarflokkinn. Hann starf­ aði til að mynda í iðnaðar­ og viðskiptaráðuneytinu um sjö ára skeið sem aðstoðarmaður ráðherra Framsóknarflokks. Hann var varabæjarfulltrúi í Kópavogi í átta ár og vara­ þingmaður Framsóknarflokks í önnur átta ár. Þá bauð Páll sig fram til formanns Fram­ sóknarflokksins 2009 en hafði ekki erindi sem erfiði og Sig­ mundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn. Síðustu ár hefur Páll starfað sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um skip­ anina heyrðust strax háværar gagnrýnisraddir þar sem Lilja var sökuð um að hafa skipað Pál í stöðuna vegna flokksholl­ ustu hans. Aldarfjórðungs reynsla Konan sem kærði skipan Páls er Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætis­ ráðuneytinu. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins gegn Hafdísi Helgu í Héraðsdómi Reykjavíkur fór fram 27. janúar síðastliðinn. Þar kom fram að sérstök hæfnisnefnd hafði skrifað um hæfni Hafdísar Helgu: „Hún starfaði við opinbera stjórn­ sýslu.“ Þetta hefur þótt ansi snautleg lýsing á því að Haf­ dís Helga hefur starfað í opin­ berri stjórnsýslu í 25 ár. Þar af hefur hún verið skrifstofu­ stjóri í tveimur ráðuneytum, forstöðumaður nefndasviðs 12. MARS 2021 DV Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is LÖGBROT LILJU ALFREÐSDÓTTUR Alþingis og aðallögfræðingur bæði Alþingis og Samkeppnis­ eftirlitsins. Um Pál skrifaði hæfnis­ nefndin hins vegar: „Hann hefur langa reynslu við ábyrgðarmikil stjórnsýslu­ verkefni.“ Páll er með meist­ arapróf í opinberri stjórnsýslu en stór hluti ferils hans er annars rekinn hér að framan. Þá benti lögmaður Hafdísar, Áslaug Árnadóttir, á að Páll hefði enga reynslu af þremur fyrirferðarmestu málaflokk­ um í starfi hvers ráðuneytis; lögum um opinber fjármál og fjárveitingar, samningu laga­ frumvarpa og innleiðingu EES­reglugerða. Formaðurinn í átta nefndum fyrir Framsókn Þrettán sóttu um embættið og mat hæfnisnefnd fjóra um­ sækjendur mjög hæfa til þess að gegna því. Í kjölfarið boð­ aði ráðherra þá í viðtal, þar sem ítarlega var farið ofan í einstaka þætti starfsins og sýn umsækjenda. Hafdís Helga var ekki meðal þeirra fjögurra. Auk Páls voru tvær konur og einn karl í hópnum. Í júní 2020 greindi RÚV frá því að formaður hæfnisnefnd­ arinnar, Einar Hugi Bjarna­ son, sat alls sem formaður í fjórum nefndum sem Lilja hafði skipað hann í og hafði verið fulltrúi Framsóknar­ flokksins í minnst fjórum nefndum til viðbótar. Sérstaka athygli vakti að Lilja skipaði Einar Huga sem formann fjöl­ miðlanefndar á svipuðum tíma og tilkynnt var um ráðningu Páls. Síðsumars 2019, þegar skipunartími síðustu fjöl­ miðlanefndar var að renna út, lögðu sérfræðingar í ráðu­ neytinu fram minnisblað til Lilju um að Halldóra Þor­ steinsdóttir, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og einn helsti sérfræðingur landsins í fjölmiðlarétti, yrði skipuð formaður. RÚV sagði frá því að Halldóru hefði í ágústmánuði verið tilkynnt um fyrirhugaða skipan henn­ ar sem formanns. Hún fékk þó aldrei skip­ unarbréf heldur símtal um að Lilja vildi frekar skipa Einar Huga sem formann fjölmiðla­ nefndar. Þessi ákvörðun Lilju vakti athygli, bæði vegna þess að hann hefur litla sem enga reynslu af fjölmiðla­ rétti sem þó er gerð krafa um í fjölmiðlalögum, auk þess sem þegar höfðu verið skip­ aðir tveir karlar og ein kona í nefndina og hefði skipan Halldóru því rétt kynjahall­ ann við. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var kynjakvóti í fyrsta sinn leiddur í lög en þar segir: „Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.“ Engin viðurlög eru hins vegar við brotum á þessu ákvæði og er starfandi fjölmiðlanefnd sannarlega ekki sú eina sem uppfyllir ekki skilyrðin. Lilja Alfreðsdóttir ætlar að áfrýja til Landsréttar dómi um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála þess efnis að hún hafi brotið jafnréttislög standi óhaggaður. Aldrei áður hefur ráðherra farið í mál við opinberan starfsmann og er málið því einstakt sögulega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.