Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Page 20
B a r navör uversluni n Barnaloppan hefur notið mikilla vinsælda en þar eru eingöngu seldar notaðar vörur, svo sem notuð föt, leikföng og bækur. Eig­ endur Barnaloppunnar leggja áherslu á umhverfisvernd og samfélagslega ábyrgð, og þeir vinna að Heimsmark­ miðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga vatnsnotkun og nýtingu náttúruauðlinda. Hjá Barnaloppunni getur fólk leigt bás til að selja not­ aðar barnavörur. Þegar það er búið að panta bás fær það aðgang að innri vef þar sem búnir eru til verðmiðar og skráð inn lýsing á vöru, en fólk ákveður sjálft á hvaða verði það vill selja vörurnar. Það setur síðan sjálft upp bás­ inn en starfsfólk Barnalopp­ unnar sér um að selja vöruna og standa þar vaktina. „Við gefum fólki ýmis sölu­ ráð, til dæmis að verðleggja í hófi og ekki troða of miklu í básana heldur fylla frekar á,“ segir Guðríður Gunnlaugs­ dóttir sem á og rekur Barna­ loppuna ásamt manni sínum, Andra Jónssyni. Þá eiga hlutir að vera heilir og í góðu ásigkomulagi og ekki er ætlast til þess að verið sé að selja óhreinan fatnað. Hjónin opnuðu verslunina eftir að þau fluttu heim frá Dan­ mörku þar sem þau kynntust svokölluðum loppuverslunum. Barnaloppan var fyrst opn­ uð í Skeifunni 11d en verslun­ arrýmið var nýlega stækkað um helming og verslunin færð í Skeifuna 11a, og deilir þar inngangi með Bónus. „Við vorum búin að sprengja húsnæðið utan af okkur. Ekki síst vildum við auka plássið þannig að fólk hefði betra rými til að mætast. Þá var líka kominn þriggja til fjög­ urra mánaða biðlisti eftir bás. Við opnuðum á nýja staðnum 2. janúar og bundum vonir við að það yrði kannski tveggja vikna bið eftir bás en hún er nú strax orðin mánuður, sem þó er betra en það sem var áður. Íslendingar vilja bara oft gera hlutina strax,“ segir hún. Fannst það fyrst skrýtið Guðríður segir það hafa auk­ ist mikið síðan þau opnuðu fyrst að fólk kaupi notaðar barnavörur til að gefa. „Fyrst fannst fólki það svolítið skrýt­ ið. Það var hins vegar aukning þarsíðustu jól og núna síðustu jól var mikil söluaukning þar sem fólk var að kaupa gjafir. Fólk er frekar að kaupa notuð leikföng en fatnað til að gefa og mest eru þetta foreldrar að kaupa gjafir handa sínum börnum. Sumum finnst enn óþægilegt að gefa notað í af­ mælisgjafir og slíkt en það er alltaf að aukast að fólki finn­ ist það sjálfsagt. Við sjáum vel þessa aukn­ ingu og margir segja okkur að þeir séu að kaupa gjöf. Fólk er KAUPA NOTAÐ TIL AÐ GEFA Verslanir með notaðar vörur njóta síaukinna vinsælda og er Barna- loppan þar engin undantekning. Mun umhverfisvænna er að endurnýta föt og leikföng en að kaupa alltaf nýtt, það minnkar losun koldíoxíðs. að kaupa tækifærisgjafir og afmælisgjafir. Fólk fær svo mikið meira fyrir peninginn þegar það kaupir notað. Það er kannski hægt að fá dót hér á 500 krónur sem kostar 5 þús­ und krónur nýtt. Hingað kom ein mamma og keypti sex af­ mælisgjafir á tvö þúsund kall. Við höfum reynt að auglýsa að hér sé tilvalið að kaupa gjafir og vekjum athygli á því á sam­ félagsmiðlum en það er líka að aukast að fólk kaupi gjafa­ bréf,“ segir hún. Þá tekur hún fram að þau gefi sjálf mikið af notuðu enda sé varla ætlast til annars af þeim. Endursalan er umhverfisvænni Á síðasta ári lét Barnaloppan verkfræðistofuna Eflu reikna út fyrir sig „loftslagsávinning af rekstri Barnaloppunnar“. Samkvæmt útreikningum frá mars 2020 segir í skýrslu frá Eflu að reikna megi með því að miðað við fjölda seldra ein­ inga í versluninni frá upphafi, snemma árs 2018, jafngildi það því að komið hafi verið í veg fyrir losun á 2.600 tonnum CO2­ígilda með endursölu á notuðum vörum í stað þess að nýjar vörur hefðu verið keypt­ ar og þar með framleiddar. Þá segir í skýrslunni: „Meðal losun fólksbifreiðar sem keyrir 15.000 km á ári eru tæp 2 tonn CO2­ígildi á ári. Sú losun sem búið er að koma í veg fyrir með endur­ sölu og endurnotkun á not­ uðum vörum í Barnaloppunni jafngildir þannig losun gróð­ urhúsalofttegunda frá 1.300 bifreiðum á einu ári.“ Andri Jónsson, rekstrar­ stjóri og annar eigenda Barna­ loppunnar, segir að frá því skýrslan var gerð hafi salan rúmlega tvöfaldast og því sé hægt að áætla að tölurnar megi rúmlega tvöfalda. Því má segja að sú endurnýting sem hefur átt sér stað með verslun með notaðar barna­ vörur í Barnaloppunni frá opnun hafi komið í veg fyrir það sem jafngildir árlegri losun gróðurhúsalofttegunda frá minnst 2.600 bifreiðum. Tekið skal fram að í skýrsl­ unni segir: „Þess skal getið að ofangreindir reikningar eru einfaldaðir og eingöngu til þess gerðir að sýna fram á þá stærðargráðu losunar sem að endursala og endurnotkun á vörum kemur í veg fyrir. Í hvert skipti sem að valinn er sá kostur að kaupa notaða vöru í stað þess að kaupa nýja er verið að draga úr fram­ leiðsluþörf á nýrri vöru og nýta hráefni jarðar betur.“ Eftirspurn fyrir fullorðna Guðríður segir almenning alltaf að verða meðvitaðri um umhverfisþátt þess að kaupa notað. Mest er af litlum fata­ stærðum í Barnaloppunni enda eru það föt sem börn vaxa fljótt upp úr og sér því varla á þeim. Þó er boðið upp á að selja upp í táningastærðir. Það var síðan snemma árs 2019 sem þau opnuðu Extra­ loppuna í Smáralind ásamt Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is 20 FÓKUS 12. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.