Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Blaðsíða 27
Staðsetning: Laugavegur 20a Týpan: Táningar, ungir háskólanemar og miðaldra menn. Vinsæll staður meðal einhleypra. Staðsetning: Bergstaðastræti 1 Týpan: Latte-lepjandi Vesturbæingar, fólk sem safnar vínylplötum og MH-ingar með fölsuð skilríki. Staðsetning: Ingólfsstræti 3 Týpan: Áfengissjúkir og þeir sem gefast upp á röðinni fyrir utan Prikið. Staðsetning: Óðinstorg Týpan: Fólk sem þykist þekkja muninn á Merlot og Shir az, landnámshænur, listamenn og fagurkerar. Staðsetning: Bankastræti 12 Týpan: Fólk sem rakar sig ekki undir höndunum og borðar ekki kjöt og háskólanemar sem kaupa föt í Rauðakrossbúðinni. Staðsetning: Aðalstræti 9 Týpan: Bjórvambir og bjórskólagengnir. Staðsetning: Hverfisgata 12 Týpan: Virkir á Twitter og Gettu betur-nördar. Staðsetning: Ingólfsstræti 1a Týpan: Íslenska sauðkindin. Staðsetning: Vegamótastígur 4 Týpan: Villi naglbítur, slúðurdrottningar og blaðamenn. Staðsetning: Skólavörðustígur 15 Týpan: Fastagestir, ættingjar og vinir plötusnúðsins og félagsfælnir. Staðsetning: Austurstræti 10a Týpan: Ráðherrar, söngvarar, leikarar og frægðar- sleikjur. Staðsetning: Laugavegur 30 Týpan: Rokkömmur, rokkafar, rokkmömmur og -pabbar og rokkbörn. Líka mótorhjólagengi. LEBOWSKI Hér eru flestir í kringum tvítugt. Tónlistin er alls konar og því ættu flestir að heyra eitthvað við sitt hæfi. Einn og einn miðaldra maður sem hefði betur setið heima. Staðurinn er stór en efri hæðin gjarnan lokuð. KAFFIBARINN Hipsterarnir úr Vesturbænum skipta úr latte-inu yfir í ölið á Kaffibarnum. Þar er dansað og heimspekileg málefni eru klofin til mergjar á reykingasvæðinu. Sal- ernin eru fá og fólk brúkar þau gjarnan í öðrum tilgangi en þeim er ætlað svo þú mátt búast við að þurfa að bíða nokkuð lengi eftir að fá að létta á þér. DEN DANSKE KRO Vildir þú að allir dagar væru Þjóðhátíð? Þá skaltu skella þér á Danska. Trúbadorar spila brot af því besta úr Brekkusöngnum og gestir reyna að halda jafnvægi á dansgólfinu sem er annað hvort klístrað eða sleipt. BODEGA Tapas og vínbar. Fullkomið fyrir vinahópa sem elska vín. Staður fyrir þá sem kunna vel að meta að sitja og ná kannski nokkrum laumumyndum af frægu fólki. PRIKIÐ Ef þú hættir þér upp brattan stigann eftir miðnætti á laugardegi ertu maður með mönnum. Rétti staðurinn fyrir flesta -ista, femínista, veganista og kommúnista. 90‘s tískan ræður för og fólk er ekki hrætt við að dansa uppi á borðum. SKÚLI CRAFT BAR Ef þú elskar góðan bjór og ert tilbúinn að borga hvítuna úr auganu fyrir hann þá er Skúli rétti staðurinn fyrir þig. Mikið úrval af dýrindisbjór og notalegt útisvæði. Dásemdar afdrep fyrir bjóráhugamenn. ÍSLENSKI BARINN Margur er knár þótt hann sé smár. Íslenski barinn er lítill en það dregur þó ekkert úr vinsældum hans. Strangheiðarlegur íslenskur matseðill og úrval svell- kaldra drykkja. Var áður staðsettur á Austurvelli og aflaði sér þar traustra fastagesta sem fylgdu honum yfir á nýja staðsetningu. Heitasta lukkuhjól bæjarins þar sem allir enda sem sigurvegarar. ÖLSTOFA KORMÁKS OG SKJALDAR Klassísk knæpa. Hæfilega subbuleg og nóg af sætum ef þú ert snemma á ferðinni. Yfirbyggt reykingasvæðið er þéttsetið um helgar og ættu lungnaveikir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir hætta sér í þann frumskóg. 12 TÓNAR Plötubúð með sál sem er líka bar. Minna þekktir plötu- snúðar fá gjarnan að láta ljós sitt skína þar og staður- inn á trausta fastakúnna sem láta sig sjaldan vanta. DILLON Alvöru rokkarabar. Ef þú getur ekki ímyndað þér neitt betra en að sjá rokkömmuna Andreu Jónsdóttur sitja ofan á hátalara og matreiða ofan í þig veislu af klass- ísku rokki þá er þetta staðurinn fyrir þig. Þangað koma ungir sem aldnir og aðaldrykkurinn er einn svellkaldur. FÓKUS 27DV 12. MARS 2021 LÚNA FLÓRENS Blómabarinn Lúna Flórens er tvíburasystir vinsæla veit- ingastaðarins Coocoo‘s Nest. Lúna er sígaunabar þar sem einnig er hægt að kaupa sér steina og glingur. Full- kominn staður fyrir nornir, gyðjur og doulur. Marglitir og rammgöldróttir drykkir í bland við blóm og hipstera sem afgreiða. Staðsetning: Grandagarður 25 Týpan: Listaspírur, jógadýnur og Rassi Prump. MIKKI REFUR Rithöfundurinn og uppistandarinn Dóri DNA opnaði ný- lega vínbar beint á móti Þjóðleikhús- inu, en hann taldi sig nauðbeygðan eftir að hann varð ástfangin af nátt- úruvíni. Dýrir drykkir sem leikarar elska. Staðsetning: Hverfisgata 18 Týpan: Uppistandarar, kokkálar og leikhúsgestir. TRÚNÓ TRÚNÓ er komið aftur, nú ekki sem hinseginbar heldur sem bleikur freyðivínsbar sem er stað- settur í einni vinsælustu mathöll bæjarins. Mörgum þykir furðulegt að opna bar undir nafninu trúnó á stað þar sem margir veitingastaðir eru saman og sæti af skornum skammti. En fólk hefur reyndar komist á trúnó við meira krefjandi aðstæður en það. Staðsetning: Hlemmur Týpan: Búbbluelskendur, túristar og þeir sem bíða eftir strætó. 101 HÓTEL Sumir eru bara komnir á þann aldur að vilja fá sér fínan drykk á hóteli. Þannig gera þeir það í bíómyndunum. Barinn og veitinga- staðurinn á 101 Hótel er á hraðri upp- leið í dag eftir ládeyðu í COVID. Áður var það Mekka fína og fræga fólksins og hefur nú fengið góða innspýtingu eftir að kokkurinn og léttvínslávarð- urinn Gunnar Páll Rúnarsson tók við barnum en hann er annálaður fyrir góða bragðlauka. Staðsetning: Hverfisgata 10 Týpan: Athafnafólk, léttvínsspekúl- antar og fólk sem les Frjálsa verslun. NO CONCEPT Ef þú hefur beðið þess lengi að geta sameinað ást þína á flatbökum og íþróttum ást þinni á víni þá hefur No Concept svarað kalli þínu. Þetta er staðurinn sem fræga fólkið elskar og hægt er að horfa á fótboltaleiki á. Staðsetning: Hverfisgata 6 Týpan: Rithöfundar, viðskipta móg- úlar og fólk sem er loðið um lófana. HUGVELLIR Rithöfundurinn Þor- grímur Þráinsson dásamar Hugvelli og segir staðinn tengja fólk saman og jafnframt vera uppsprettu nýrra tækifæra. Það er ekkert smá! Ekki fyrir djammþyrsta þar sem aðeins er opið frá 9-16. Staðsetning: Laugavegur 176 Týpan: Frumkvöðlar og co-working týpur. PABLO DISCOBAR Pablo er allur enda orðið disco í nafninu en þar var samt ekki spiluð disco-tónlist. Það eru náttúrlega bara villandi viðskiptahættir. B5 Kirkju graða fólksins hefur verið lokað. Ekki fleiri flöskuborð, ekki fleiri V.I.P.-raðir og ekki fleiri laganemar að þykjast vita allt betur um mannrétt- indi en dyravörðurinn. AUSTUR Ef Íslendingar væru með þátt á borð við Jersey Shore væri hann allur tekinn upp á Austur. Austur var bæði Sódóma og Gómorra borgar- innar. Þangað komu Hollywood-stjörnur en einnig kókaínunnendur og menn með vafasama fortíð. LÍKLEGT TIL VINSÆLDA ÞEIR SEM VAR LOKAÐ Í COVID MYND/FACEBOOK MYND/FACEBOOK RÖNTGEN Góður staður til að setjast niður til að fá sér aðeins í glas á góðu kvöldi. Gamanið kárnar aðeins þegar líða fer á kvöldið en þá fer fjöldi gesta yfir fjölda stóla svo stóladansinn getur oft verið harður. Hér kemur fólk til að hittast og spjalla, ekki til að dansa. Röðin við barinn getur oft orðið sveitt og erfitt að bera burtu drykki án þess að sulla úr glösunum. VINNUSTOFA KJARVALS Fullkominn staður fyrir þá sem vilja upplifa sig sem yfir aðra hafna, enda þarftu að vera á listanum eða kunna lykilorðið til að komast inn. Þarna er mikið um pólitíkusa og aðra opinbera starfsmenn, sem og aðra þekkta einstaklinga úr íslensku samfélagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.