Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2021, Page 29
Blessuð. Ég er að velta fyrir mér hvort það gæti kannski verið að ég sé ekki að fá fullnægingu, eða hvort fullnægingarnar sem ég fæ séu ekki eðlilegar. Ég er sem sagt kona, best að taka það fram, en þegar ég fæ það, eða þegar ég held að ég sé að fá það, þá finnst mér eins og ég sé að kom- ast upp á einhverja hæð og svo næ ég takmarkinu og fæ svona smá samdrátt og alveg góða tilfinningu en svo er það bara búið. Bara svona 1-2 sekúndur eða svo. Líður alveg ágætlega eftir á en þetta er ekkert svona „earthshattering“ eins og margar konur lýsa. Finnst allir lýsa fullnægingum kvenna sem einhverju ótrú- legu dæmi þar sem maður liggur alveg í einhverjum spasma í fleiri mínútur. En ég get bara staðið upp strax og fengið mér kaffi, sallaró- leg. Er eitthvað að mér og er þetta eitthvað sem ég ætti að leita til læknis við? Fróaðu þér! Sælar! Gvuðminngóður hvað það er gaman að fá fullnæg­ ingu! Losunin, gleðin, af­ slöpp unin! Áttu erfitt með svefn? Fró­ aðu þér. Ertu stressuð? Fróaðu þér. Ertu pirruð? Fróaðu þér. Vantar þig útrás? Fróaðu þér. Leiðist þér? Fróaðu þér. Gleymdirðu kinnalit og vilt fá smá roða í kinnarnar? Fróaðu þér. Sjálfsfróun er ein vellukk­ aðasta leið líkamans til að láta okkur líða betur, sofa betur, róa taugakerfið, fá útrás, breiða roða yfir kinn­ arnar og setja smá blik í auga. Og við fróum okkur til að fá fullnægingu. Það er þó ekki svo að allt sé ónýtt ef maður fær ekki fullnægingu þó það sé vissulega skemmti­ legra að hafa hana með. Það er enginn heilagur mæli­ kvarði á fullnægingar og þú í raun býrð til þinn eigin fullnægingarupplifunarkv­ arða. Ekki svo ólíkt Rich­ ter­skalanum! En nú erum við kannski að flækja hlut­ ina því þínar fullnægingar teljast (í þínum huga) ekki til jarðaskjálfta skalans al­ ræmda. Það má líkja þessu við alla aðra huglæga upplifun – hvers er það að dæma eigin fullnægingar sem betri eða síðri en fullnægingar ann­ arra? Þegar við lýsum upp­ lifun þá erum við háð tungu­ málinu sem við notum og myndmálið kemur oftar en ekki frá kvikmyndum, til dæmis, og þar gildir reglan því dramatískara, því betra! Það er töluvert skemmti­ legra að hlusta á frásögn af trylltri fullnægingu frekar en kaffi­fullnægingu þó þær gætu tæknilega séð verið ná­ kvæmlega eins ef þær væru báðar mældar lífeðlislega og bornar saman. Samanburður gagnast lítið En hafðu í huga að saman­ burður gagnast þér lítið sem ekkert. Það er bara þann­ ig. Upplifanir annarra eru þeirra og þín upplifun er þín eigin – endurhugsum og endurhönnum! Þér er nefnilega frjálst að prófa þig áfram með full­ nægingarnar þínar og ef þig langar að þær séu magnaðar, þá er um að gera að æfa sig! Hversu langan tíma gefurðu þér í fróunina? En í fantasí­ una? Um hvað hugsaðirðu? Hvernig fróarðu þér? Not­ arðu sleipiefni? Titrara? Ólíkar staðsetningar? Af hverju fróarðu þér? Hversu oft fróarðu þér? Hversu oft leyfirðu þér að fróa þér? Það getur verið gott að fara í smá sjálfsskoðun og leyfa sér að kanna fróunina. Mín upplifun er sú að margar konur forgangsraði eigin unaði og sjálfsfróun ekki sem hluta af heildstæðari almennri vellíðan og því er allt í lagi að staldra við þar og velta því fyrir sér. Þetta er kynlíf sem er hannað af þér fyrir þig – þetta er oft besta fullnægingin sem fólk greinir frá því hún er bara um þig fyrir þig. Þetta er gjöf sem þú gefur sjálfri þér, um að gera að leyfa sér til­ raunastarfsemi og setja gleði og smá dekur inn í hana. Sleipiefni er skyldueign Svo er það praktíska hliðin. Oftar en ekki er fólk með ákveðna fróunartækni, bæði hraða og takt, sem það grípur til því það er árangursríkast og oftast fljótlegasta leiðin að fullnægingunni. Við fróum okkur jú til að fá fullnæg­ ingu. Og ef þig langar að upp­ lifa annað og meira, þá þarf að æfa sig og prófa ólíkar aðferðir og jafnvel staðsetn­ ingu (ég er að hugsa um bað­ herbergi vs svefnherbergi). Það má líka splæsa í græjur og prófa ólíka hluti þar. Þá tek ég sérstaklega fram að sleipiefni er skyldueign, óháð því hvort þú blotnar náttúru­ lega sjálf eða ekki. Það má gefa sér góðan tíma, virkja heilann og leyfa sér að fara í gredduferðalag fantasíuheimsins. Stundum getur verið gott að kveikja vel á heilanum áður en þú byrjar að fróa þér, eða akk­ úrat öfugt! Leyfðu þér að láta píkuna kveikja á heilanum og kynda upp fantasíurnar út frá því. Svo gleymist eitt. Þú ert með píku. Ein full­ næging getur verið eins og lystauki í fimm rétta máltíð. Þú ert kannski bara rétt að byrja… Hefurðu prófað að halda áfram að fróa þér eftir fyrstu fullnæginguna? Ef allt þetta klikkar – þá kannski breytirðu því hvern­ ig þú hugsar um og segir frá fullnægingunni þinni, nú eða þú hættir að bera þig saman við „jarðskjálfta“ annarra og bara samgleðst. Hendir í eitt „En gaman að heyra – til hamingju! Ég elska að fá’ða!“ n Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Siggu Daggar í tölvupósti á: sigga@siggadogg.is Spurningunum verður svo svarað hér í Kynlífshorninu, að sjálfsögðu nafnlaust og í fullum trúnaði. Kynlífshornið Sérfræðingur svarar MYND/GETTY ERU FULLNÆGINGARNAR MÍNAR EÐLILEGAR? Sigga Dögg kynfræðingur er landsmönnum kunn en hún hefur um árabil rætt um kynlíf á hispurslausan hátt. Kynlífshorn Siggu Daggar leysir af Fjölskylduhorn Kristínar Tómasdóttur tímabundið í DV, en Kristín er upptekin við að fjölga mannkyninu. Sigga Dögg svarar hér spurningu konu sem veltir fyrir sér fullnægingum. FÓKUS 29DV 12. MARS 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.