Börn og menning - 2015, Blaðsíða 10

Börn og menning - 2015, Blaðsíða 10
Börn og menning10 Pappírsborgin (Paper towns) fjallar einnig um sjálfsmyndina, öryggi og þunglyndi og í sinni frægustu og vinsælustu bók, Skrifað í stjörnurnar, gerir Green krabbameinssjúka unglinga að aðalsöguhetjum, unglinga sem þurfa að takast á við lífið, ástina, veikindin og dauðann. Allt í einum pakka. Green er ekki eina umbrotna stórstjarnan í unglingaheimum. Rainbow Rowell hefur skrifað tvær unglingabækur, Eleanor og Park og Spunastúlkan (Fangirl). Sú fyrri er komin út í íslenskri þýðingu og snýst, eins og svo margar unglingabækur, um að vera sáttur í eigin skinni en líka um heimilisofbeldi, fátækt og einelti og svo það að þurfa að takast á við erfið örlög og fá ekki öllu breytt. „Sáttur-í-eigin-skinni“ þemað er einnig yfir og allt um kring í Spunastúlkunni sem fjallar um unglingsstúlku sem er að byrja í menntaskóla og á erfitt með að takast á við það að tvíburaystir hennar vilji skera á böndin sem hafa fram að þessu tengt þær svo sterkt saman. Sjálfsmyndin, systraböndin, geðveikur faðir, fjarverandi móðir, ástin, kynlífið, áfengið – allt kemur þetta við sögu. Fleiri höfundar hafa á síðustu árum fjallað um unglinga í ógöngum. Jenny Downham skrifaði til að mynda bókina Áður en ég dey sem fjallar um hina sextán ára Tessu, sem er langt leidd af ólæknandi sjúkdómi, á aðeins fáeina mánuði ólifaða og hugsar meira um dauðann en flestir jafnaldrar hennar. Hún ætlar að nota tímann vel og setur saman lista yfir allt sem hún vill gera áður en hún deyr. Fyrsta atriðið á listanum er að sofa hjá – og það verður að gerast strax! Má ekki elska þig er önnur bók höfundar og þar er fjallað um kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess ásamt því að vera bók um stéttamun í Bretlandi. Foreldravandamál, sjálfsvíg, eiturlyf, einelti, uppreisn, brotin sjálfsmynd, trúmál, kúgun og ofbeldi. Um allt þetta og fleira til skrifa höfundar erlendra sem íslenskra raunsæissagna fyrir unglinga. Það er sannarlega um nóg að velja á hlaðborði vandamálanna – og það má fá sér oft á diskinn. Þegar ástin grípur unglingana Fyrir utan vandamálaofgnótt eiga sögurnar það nær allar sameiginlegt að fjalla um ástina og í hinum nýju og raunsæju unglingabókum er ástin bæði ólyfjan og meðal; hún er vandamál og lausn og hún er oftar en ekki það sem drífur sögurnar áfram. Eleanor og Park er prýðisgott dæmi um það hvernig ástin er bæði það sem heldur lífi í söguhetjunum en skapar um leið vandamál Aðalsöguhetjurnar hittast í fyrsta skipti í skólarútunni þegar nýja, feita, rauðhærða og hallærislega stelpan neyðist til að setjast við hliðina á hljóðláta og svartklædda kóreska stráknum sem vanalega gerir allt til að komast hjá því að vekja á sér athygli. Þau sitja saman í þögn en smám saman rofnar múrinn á milli þeirra, þau koma virkilega auga hvort á annað og fyrr en varir er sessunauturinn það eina sem þau hugsa um. Eleanor og Park falla hvort fyrir öðru svona eins og maður gerir bara einu sinni og bara í fyrsta sinn – þegar allt er svo miklu nýrra, stærra, meira og ofsafengnara en nokkru sinni fyrr. Bara það að haldast í hendur fær Eleanor til að sundrast í milljón agnir, eins „og eitthvað hefði farið úrskeiðis á meðan verið var að geisla hana upp í geimskipið Enterprise.“ (82) Þegar Park heldur í hönd Eleanor finnst honum hann halda á fiðrildi. „Eða hjartslætti. Eins og að halda á einhverju fullkomnu og fullkomlega lifandi.“ (81) Sagan gæti auðveldlega orðið of væmin og hún er það næstum því, til dæmis þegar Eleanor segist ekki anda þegar hún er fjarri Park: „Sem þýðir að þegar ég sé þig á mánudagsmorgun hafa örugglega liðið sextíu stundir frá því að ég dró síðast andann. […] Það eina sem ég geri þegar við erum aðskilin er að hugsa um þig og eina sem ég geri þegar við erum saman er að örvænta. Af því að hver sekúnda virðist svo mikilvæg.“ (127) Harkalegur raunveruleikinn er andstæða ástarinnar og heldur væmninni í skefjum. Lesendur gera sér grein fyrir örvæntingu Eleanor þegar þeir átta sig á dapurlegum heimilisaðstæðum hennar. Í upphafi bókar hefur Eleanor loks verið hleypt heim til sín eftir heilt ár í útlegð. Í hrörlegu húsinu ríkir stjúpfaðirinn eins og ógnvaldur og heimilislífið gengur út á að halda honum góðum, svo hann berji engan eða að minnsta kosti sem fæsta. Eleanor deilir herbergiskytru með yngri systkinum sínum og á sér ekkert einkalíf. Fjölskyldan er afskaplega fátæk, raunar svo að þau hafa hvorki efni á hársápu né tannkremi, en það versta er að Eleanor er bannað að hitta stráka og því verður sambandið við Park að vera leyndarmál. Í Skrifað í stjörnurnar heldur ástin lífi í báðum aðalsöguhetjunum, Hazel Grace og Ágústusi. Hazel er með ólæknandi krabbamein en þökk sé nýju kraftaverkalyfi er meinvörpum í lungum haldið í skefjum, að minnsta kosti tímabundið. Hún er engu að síður mikið veik, á erfitt með andadrátt og er tengd við súrefni dag og nótt. Henni líður eins og gangandi tímasprengju sem fyrr eða síðar muni springa með hræðilegum afleiðingum fyrir alla þá sem standa henni nærri. Sú tilhugsun að bjóða fleirum inn á hættusvæðið er nánast óhugsandi. Í stuðningshópi fyrir Íslenskir höfundar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Anna Heiða Pálsdóttir fjallar um alvarleg og átakanleg vandamál í Mitt eigið Harmgedón þar sem aðalpersónan elst upp meðal Votta Jehóva, hefur misst móður sína og þarf að þola ofríki föður síns. Bryndís Björgvinsdóttir tekst einnig á við alvarleg málefni í Hafnfirðingabrandaranum og hið sama er að segja um Játningar mjólkurfernuskálds eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Upp á líf og dauða eftir Jónínu Leósdóttur. Og eru hér aðeins nokkrar nýlegar raunsæjar unglinbaækur nefndar eftir íslenska höfunda.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.