Börn og menning - 2015, Page 11

Börn og menning - 2015, Page 11
11Þar sem allir eiga séns unglinga með krabbamein kynnist hún Ágústusi sem er hávaxinn, myndarlegur og laus við krabbamein eftir að annar fóturinn var tekinn af honum ári áður. Ágústus fellur strax fyrir Hazel og vinnur hana smám saman á sitt band og lífið snýst þá ekki lengur bara um að tóra heldur að lifa, elska og njóta. Köttur úti í mýri ... Hvað gerist svo? Lifa allir hamingjusamir til æviloka? Eleanor litar hárið ljóst og missir 20 kíló, Park verður skyndilega hávaxinn og vöðvastæltur og vondi stjúppabbinn breytist úr ofbeldishrotta í indælan og vinnusaman mann? Hazel Grace fær óvæntan bata hjá hómópata, á gott samtal við stofnfrumuna sína og kastar súrefniskútnum út í runna og skoppar inn í sólarlagið með Ágústusi sem hefur fyrir kraftaverk vaxið nýr fótleggur. Er þetta svona? Enginn lemur, beitir ofbeldi, kúgar, meiðir, særir eða drepur. Allir eru heilbrigðir, fallegir, mjóir og ástfangnir. Köttur úti í mýri, setti upp sitt stýri – úti er ævintýri. Nei. Svona endar sagan ekki. Að minnsta kosti ekki í hinum nýju raunsæju unglingabókum. Hvað Skrifað í stjörnurnar varðar tekur krabbameinið sig aftur upp hjá Ágústusi þannig að í stað þess að vera sú sem deyr er Hazel sú sem situr eftir og syrgir. Eleanor og Park fá ekki heldur að vera saman. Hún flýr að heiman, flýr borgina og sest að hjá skyldmennum sínum til að komast undan ofríki stjúppabbans. Hún er vond þessi veröld sem við búum í en ástin er engu að síður ákveðið skjól – jafnvel þótt hún sé aðeins tímabundin, jafnvel þótt hún sé forboðin. En það er ekki það sem heillar við sögurnar heldur þetta: Þrátt fyrir aukakíló, háralit, heimilisaðstæður, húðlit, stétt, stöðu, líkamlegt ástand og heilsuleysi eru sögupersónurnar engu að síður þess verðugar að elska og fá tilfinningar sínar endurgoldnar. Að fá í magann af ást Þemað um að vera verðug ástarinnar kemur sterkt fram í bókinni Tvær stelpur sem stara upp í loftið (Two girls staring at the ceiling) eftir Lucy Frank. Aðalsöguhetjan, Chess, liggur á sjúkrahúsi þegar sagan hefst en henni hefur verið illt í maganum mánuðum saman, ekki mátt við neinu og oft þurft að hlaupa á klósettið með litlum sem engum fyrirvara. Hún reynist vera með Chrons – krónískan meltingarsjúkdóm – og það er varla hægt að ímynda sér minna sexý sjúkdóm en meltingarsjúkdóm og hvað þá að hægt sé að skrifa ástarsögu um stúlku sem hefur verið með niðurgang í nokkra mánuði. En það er nú samt hægt. Og hún endar meira að segja vel – öfugt við svo marga raunsæja unglingarómana. Chess var lögð inn í kjölfar alvarlegs verkjakasts sem átti sér stað þegar hún var á stefnumóti með strák sem hún er yfir sig hrifin af. Hún hafði verið með magaverki allt kvöldið – brennandi, stingandi og sára verki – og loks réð hún ekki lengur við sig – eða magann – og verkirnir urðu of sárir til að hún gæti haldið í sér. Það er engin leið til að fela subbuskapinn – þrátt fyrir að hún reyni það. Kjóllinn er útataður og hún sjálf. Chess rifjar þetta atvik upp hvað eftir annað í bókinni og lesandinn lærir sífellt meira og meira um hversu illa henni hefur liðið og hversu sannfærð hún er um að drengurinn muni aldrei vilja tala við sig aftur. En viti menn: Meira að segja stelpur með meltingarsjúkdóma eru þess verðugar að vera elskaðar og í eftirmála bókarinnar er deginum ljósara að Chess og pilturinn eru orðin par. Bókin fjallar vitaskuld ekki aðeins um ástir unglinga heldur um sjálfsmynd Chess og þann þroska og breytingar sem hún tekur út í tengslum við veikindin. Samskipti við foreldra og vini, fordóma sem hún verður fyrir og ýmislegt fleira. En ástin er nauðsynleg – þó ekki væri nema til að trúa því að allir eigi sjéns. Það er ekki hvað síst í þessu sem fantasía raunsæju unglingabókarinnar brýst fram því auðvitað er þetta líka það sem lesendur þrá sjálfir – fyrir sjálfa sig. Höfundur er doktorsnemi og grunnskólakennari

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.