Börn og menning - 2015, Blaðsíða 14

Börn og menning - 2015, Blaðsíða 14
fyrstu verkin og Anna frá Eynni er ekki sú undantekning. Margir hafa gagnrýnt Montgomery fyrir kvenfjandsamlegar persónubreytingar á Önnu milli fyrri og seinni bókanna og rithöfundurinn Gillian Thomas kemst svo að orði að Anna sé í fyrstu óvenjuleg og kjörkuð stúlka sem breytist smám saman í varkára og íhaldssama húsfreyju.3 Rithöfundurinn Margaret Atwood vill ekkert af seinni bókunum vita og segir að líkt og með Vöndu í Pétri Pan vilji hún ekki vita framhaldið, barnið sé það sem heillar.4 Í fyrri bókunum sýnir Anna fram á að hún býr ekki aðeins yfir frjóu ímyndunarafli og gáfum heldur er hún einnig góð og fórnfús. Í lok fyrstu bókarinnar ákveður hún, í kjölfar andláts Matthews, að fórna skólastyrk sínum og vinna sem kennari til þess að styðja við bakið á gjaldþrota og sjóndapurri kjörmóður sinni Marillu. Í Önnu frá Eynni flytur Anna frá Grænuhlíð til Kingsport til að læra bókmenntir við Redmond-háskóla. Vel má skilja þær raddir sem gagnrýnt hafa síðari verk Montgomery en þó er nauðsynlegt að hafa hið sögulega samhengi í huga við lesturinn. Það er eitthvað sérstakt og jafnvel fræðandi við að fylgjast með því hvernig höfundur lætur persónu eins og Önnu, barn sem tekist hefur að raska tvíhyggjunni um karlinn æðri konunni og föst hlutverk hvors kyngervis, loks takast á við heim hinna fullorðnu. Hvað segja glímur Önnu varðandi sjálfstæði og framtíðarákvarðanir okkur um menningu kvenna á tímum skáldsögunnar? Er það óásættanlegt að hin róttæka Anna verði varkárari á fullorðinsárum? Þrátt fyrir að Anna endi sem ráðsett kona, gift lækninum Gilberti Blythe þýðir það þá að Montgomery hafi gefið eftir og tapað erindi sínu? Rými til að hugsa Strax á fyrstu síðum þriðju bókarinnar er gefið til kynna að frelsi barnæskunnar sé að baki og nú taki við heimur með öðrum leikreglum. „Allt er breytt – eða er að breytast,“ sagði Díana döpur. „Ég hef á tilfinningunni að ekkert verði aftur eins og áður, Anna.“ „Nú skiljast líklega leiðir,“ sagði Anna hugsi. „Það hlaut að koma að því. Finnst þér jafn gaman að vera fullorðin og við héldum að það yrði þegar við vorum litlar?“5 Lífið er ekki eins og þær bjuggust við að það yrði. Þær sem unnust svo heitt – en sambandi þeirra hefur verið lýst sem einu besta ástasambandi bókmenntanna – stefna hvor í sína áttina. Díana, hjartans vinkona og sálufélagi Önnu, stefnir ekki á frekari menntun heldur á hlutverk eiginkonu og móður á meðan Anna er loksins á leið í framhaldsnám. Hins vegar, ef það er einhver manneskja í lífi Önnu sem hefur ógnað frelsi hennar og hömluleysi þá er það Díana Barry. Sambandið við hana var helsta ástæða þess að Anna hafði áhuga á því að vera prúð stúlka, enda hefðu þær annars ekki fengið að vera vinkonur. Því má lesa aðskilnaðinn við Díönu og fjarlægðina við Grænuhlíð sem eins konar frelsi fyrir Önnu til að kanna heiminn og sjálfa sig í honum. Það er einmitt kjarninn í þriðju bók Montgomery, Önnu er gefið rými, sitt eigið rými, líkt og Virginia Woolf myndi síðar kalla eftir. Þar fær hún að velta fyrir sér heiminum og rækta eigin hæfileika.6 Líf hennar er að breytast og hún er undir vissum þrýstingi um að giftast, bæði frá ágengum vonbiðlum og samfélaginu í Avonlea. Í stað þess að fylgja vinkonum sínum, hafnar Anna hverjum vonbiðlinum á fætur öðrum (þar á meðal hinum heillandi Gilbert Blythe) og leitar inn á við. Mitt í þeirri ringulreið sem fylgir þrítugsárunum og framtíðarákvörðunum veitir Montgomery persónu sinni rými til að velta fyrir sér ólíkum möguleikum í samfélagi við aðrar konur. Dvöl hennar í Kingsport má sjá sem vissan óð til samfélags kvenna. Þar sem virkni Önnu hafði í fyrri bókunum snúið að því að gagnrýna hugmyndir samfélagsins um kyngervi, og þá sérstaklega möguleika stelpna, með 3 Gillian Thomas, „The Decline of Anne: Matron vs. Child.“, Such a Simple Little Tale: Critical Responses to L.M. Montgomery’s Anne of Green Gables, ritstj. Mavis Reimer, The Children’s Literature Association and The Scarecrow Press, London, 1992, bls. 25. 4 Margaret Atwood, „Nobody ever did want me“, The Guardian, 28. mars 2008. Vefslóð: http:// www.theguardian.com/books/2008/mar/29/fiction. margaretatwood 5 Lucy Maud Montgomery, Anna frá Eynni, þýðandi Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Ástríki, Reykjavík, 2014, bls. 13. 6 Virginia Woolf, A Room of Ones Own, Mariner Books, London, 1989. Hin ýmsu andlit Önnu í Grænuhlíð. Börn og menning14

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.