Börn og menning - 2015, Qupperneq 15

Börn og menning - 2015, Qupperneq 15
15Misdáð æviskeið Önnu Shirley Bækurnar um Önnu í Grænuhlíð hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál, hér má sjá danska, franska, kóreska og arabíska útgáfu. dramatískum gjörningum á borð við að ganga á þaki og keppa í stærðfræði, sækir Montgomery í aðrar uppsprettur í þriðju bók sinni. Í stað þess að sýna Önnu í samkeppni við stráka, þar sem hún stendur karlkyninu sannarlega ekki að baki á neinu sviði, dregur hún upp mynd af einlægri vináttu og djúpum ástum kvenna. Petrustaðir, heimili Önnu og vinkvenna hennar í Kingsport, verður eins konar griðastaður fyrir það samfélag. Í grein sem ber yfirskriftina „Af hverju Anna gerir okkur ringluð“ fjalla bókmennta- og félagsfræðingarnir Julia McQuillan og Julia Pfeiffer um togstreituna milli róttækni og íhaldssemi sem má finna í verkum Montgomery. Þær draga fram virkni kyngervis í bókaflokknum um Önnu og hvernig hverfulleiki slíkra hugmynda birtist í verk- unum.7 Í ljósi þess usla sem nærvera Önnu veldur strax í upphafi bókaflokksins megi túlka alla framvinduna sem aðför að þeirri hugmynd að konan sé hið samfélagslega hitt (e. other). Hins vegar, og það er hér sem Juliu og Juliu fer að svima, er bókaflokkurinn fullur af þversögnum. Á sama tíma og Anna fer gegn hugmyndum um kynjahlutverk vinnur samfélag hennar að því að móta hana að þeim hlutverkum og hefur að sumu leyti yfirhöndina. Rými kvenna Vissulega aðlagast Anna samfélaginu og viðhorfum þess. Hin háværa Anna, sem ögraði öllum sem hún kynntist, róast og verður varkárari. En ferðalagið frá barnæsku er litað ótal málamiðlunum, draumum sem verða ekki að veruleika, handritum sem er hafnað og áætlunum sem breytast. Mitt í þeirri togstreitu býður Montgomery lesendum sínum upp á kvenpersónur sem glíma við sjálfar sig og samfélag sitt og taka ákvarðanir um framtíð sína. Margar þeirra hafa djúpstæð áhrif á Önnu. Með ákvörðunum sínum sýna þær fram á sjálfstæði kvenna og möguleikann á að fara sínar eigin leiðir þrátt fyrir þrýsting samfélagsins. Þar má fyrst nefna leigusala Önnu og eigendur Petrustaða, Petru og Maríu, sem eru einhleypar konur á sextugs- og áttræðisaldri. Anna kynnist þeim þegar þær eru á leið í nokkurra ára Evrópureisu. Þótt þær tilheyri að sjálfsögðu forréttindastétt og ferðagleði þeirra snúist ekki aðeins um vilja heldur stéttarstöðu eru þær engu að síður konur sem fara gegn hefðum samfélagsins. Þegar þær frétta af brúðkaupi Önnu í fjórðu bókinni senda þær henni svohljóðandi bréf, „Við óskum þér alls hins besta. Við María höfum hvorugar gengið í hjónaband en við álösum engum fyrir að gera það.“8 Frænkurnar birtast sem hamingjusamar eldri konur sem njóta lífsins, þrátt fyrir að þær séu einhleypar. Í ljósi bókmenntasögunnar hlýtur sú persónusköpun að teljast nokkuð róttæk. Jensína frænka, sambýliskona Önnu, er önnur eldri einhleyp kona. Hún er ekkja og er henni lýst sem svo að hún hafi „blá augu sem ljómuðu af óslökkvandi æskuljóma, jafnbjört og í ungri stúlku.“9 Ef við lítum á Petrustaði sem ákveðinn griðastað í lífi Önnu er áhugavert að Montgomery ákveði að Jensína skuli vera einn af sambýlingunum. Á meðan Anna veltir fyrir sér hvaða skref hún vilji taka varðandi framtíð sína er hún bæði umkringd konum sem líta hjónabandið björtum augum og öðrum sem hafa hafnað þeirri stofnun. Með slíkum fyrirmyndum er Önnu skapað rými til að velta ólíkum framtíðarvalmöguleikum fyrir sér. Sú sem hefur þó mest áhrif á líf Önnu og hugmyndir hennar um framtíðina er kjörmóðir hennar, Marilla. Sem nægjusamur vinnuþjarkur veitti Marilla, ásamt bróður sínum Matthew, Önnu það heimili sem hana hafði ávallt dreymt um. Þrátt fyrir að Marilla hafi sjálf lent í sársaukafullri ástarsorg ung að árum lauk lífi hennar ekki þar. Marilla er Önnu sterk fyrirmynd og sýnir henni fram á að konur geta farið óhefðbundnar leiðir í lífinu. Mannleg fyrirmynd Þessar kvenpersónur og sögur þeirra gegna lykilhlutverki í lífi Önnu og eru henni styrkur þegar hún stendur frammi fyrir ákvörðunum um framtíðina. Lífshlaup þeirra vinna gegn þeirri hugmynd að einhleypra kvenna bíði ógnvænleg framtíð og að makaval sé það mikilvægasta í lífi hverrar konu. Það sem stendur upp úr í verkinu er styrkurinn og 7 Julia McQuillan, Julia Pfeiffer, „Why Anne makes us dizzy: Reading Anne of Green Gables from a gender perspective“, Mosaic: a Journal for the interdisciplinary Study of Literature, 34 (2), Winnipeg, 2001, bls. 17. 8 Lucy Maud Montgomery, Anne’s House of Dreams, Puffin, Harmondsworth, 1981. Þýðing er greinahöfundar. 9 Anna frá Eynni, bls. 142.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.