Börn og menning - 2015, Blaðsíða 16

Börn og menning - 2015, Blaðsíða 16
Börn og menning16 kærleikurinn sem býr í samfélagi vinkvenna. Þrátt fyrir að Anna kjósi sér aðra vegferð en sumar þeirra þá gefur höfundur konum sem velja að eignast ekki maka rými í verkinu og fagnar þeim leiðum sem þær hafa valið að feta. Hugmyndin um Önnu í Grænuhlíð sem sjálfstæða konu sem hafi lítinn áhuga á að festa ráð sitt, virðist nokkuð írónísk í ljósi þess að í lok bókarinnar snýst henni hugur og hún ákveður að giftast Gilbert Blythe. (Vissir netverjar telja þó að Anna hafi verið blekkt inn í ráðahaginn enda er það ekki fyrr en Gilbert liggur fyrir dauðanum sem hún uppgötvar að hún muni ekki vilja lifa án hans.) Hvaða skoðun sem lesendur kunna að hafa á ákvörðun Önnu (og það eru svo sannarlega margir sem hafa sterkar skoðanir á málinu!) má segja að Montgomery hafi sett persónu sína í hóp sterkra kvenfyrirmynda og veitt henni þannig færi á að móta eigið sjálf. Hin unga Anna í Grænuhlíð, með sitt frjóa ímyndunarafl og sína ljóðrænu sýn á veröldina, er enn fyrirmynd barna um allan heim. Hún er fulltrúi þess að trúa á sjálfan sig, elska umhverfi sitt af öllu hjarta og leggja hart að sér til að láta drauma sína rætast. Anna hin eldri býður lesendum hins vegar með sér í ferðalag þess sem stendur frammi fyrir draumum barnæskunnar og þarf að taka ákvarðanir um hvert stefna skuli í lífinu. Hún er einlæg, kvíðin og oft og tíðum vonsvikin með líf sitt en lærir að sækja styrk í umhverfi sitt og fyrirmyndir sínar. Niðurstaða bókaflokksins er ekki endilega að allra skapi en ferðalagið um mismunandi æviskeið persónunnar býður upp á gagnlegar vangaveltur um kyngervi. Í baráttu Önnu birtast lesendum átök samfélagsins og takmarkanir tengdar kyngervi sem samtímalesendur þurfa sannarlega einnig að takast á við. Höfundur er bókmenntafræðingur Útgáfufélagið Ástríki hefur í hyggju að gefa allar sex bækurnar um Önnu í Grænuhlíð út í nýrri og óstyttri þýðingu og er sú fjórða, Anna í Asparblæ, væntanleg nú í haust.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.