Börn og menning - 2015, Blaðsíða 17

Börn og menning - 2015, Blaðsíða 17
17Fyrirsögn greinarBörn og menning17 Brynhildur Heiðar­ og Ómarsdóttir Svipmyndir úr íslenskum unglingabókum, 1977–2007 Mikil gróska hefur verið í útgáfu íslenskra barna- og unglingabókmennta síðustu fjörutíu árin. En þótt fjöldi barna- og unglingabóka hafa komið út þessa áratugi, hefur grátlega lítið verið skrifað um íslenskar barna- og unglingabókmenntir. Aðeins eitt yfirlitsverk yfir sögu íslenskra barnabóka hefur komið út, Íslenskar barnabækur 1780–1979 eftir Silju Aðalsteinsdóttur árið 1982, grundvallarverk í íslenskri bókmenntasögu. Árið 1999 ritstýrði Silja svo greinasafninu Raddir barnabókanna, en í því riti birtir hún stutt yfirlit yfir sögu barnabókmennta hér á landi og tekur sérstaklega fyrir höfunda sem stigu fram á ritvöllinn eftir útgáfu fyrri bókar hennar. Árið 2005 kom út greinasafnið Í Guðrúnarhúsi um bækur Guðrúnar Helgadóttur í ritstjórn Dagnýjar Kristjánsdóttur og Brynhildar Þórarinsdóttur. Að þessum bókum frátöldum eru merkilega fáar heimildir í boði fyrir áhugamenn um íslenska barnamenningu. Einstaka greinar um barnabókmenntir – og færri um unglingabókmenntir – hafa birst í bókmenntaritum landsins, og þá sérstaklega í þessu tímariti, Börnum og menningu, sem hóf göngu sína árið 1997. Í þessari grein velti ég fyrir mér íslenskum unglingabókum síðustu fjörutíu árin. Greinin er þó ekki yfirlitsverk yfir sögu unglingabókmennta, heldur mætti frekar líta á umfjöllun mína sem nokkurs konar svipmyndir, eða leifturskot úr íslenskum unglingabókum. Upphafspunktur minn er bókin Búrið eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur sem kom út árið 1977, en Silja hefur lýst því yfir að íslenskar unglingabækur fæddust með útgáfu þeirrar bókar. Ég hoppa svo fram í tímann og drep niður fæti á tíu ára fresti. Ég fletti í bókinni Pottþéttur vinur eftir Eðvarð Ingólfsson sem kom út árið 1987, opna svo Galdrastafi og græn augu eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur sem kom út árið 1997 og lýk svo á því að fjalla um Ef þú bara vissir… eftir Mörtu Maríu Jónasdóttur og Þóru Sigurðardóttur sem kom út árið 2007. 1977 – Búrið Olga Guðrún Árnadóttir er einn af okkar reyndustu þýðendum. Frá árinu 1973 hafa um 20 leikrit og barnabækur birst í þýðingu hennar. Hún hefur einnig samið þó nokkrar barnabækur, sú fyrsta, Trilla, álfarnir og dvergurinn Túlli, kom út 1972 þegar hún var aðeins nítján ára gömul. Olga Guðrún hefur tvisvar hlotið viðurkenningu IBBY á Íslandi, í fyrsta skipti árið 1990 fyrir Ferðina á heimsenda og svo árið 1996 fyrir ritstörf sín og framlag til íslenskrar barnamenningar. Árið 1977 kom út bókin Búrið: Saga

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.