Börn og menning - 2015, Blaðsíða 18

Börn og menning - 2015, Blaðsíða 18
Börn og menning18 Alvöru uppfræðslu sína fær Ilmur hjá eldri bróður sínum, Ara. Þegar Ilmur gefst upp á skólanum leitar hún aðstoðar Ara sem er fluttur að heiman. Hann gaukar að henni bókum og heldur langa fyrirlestra til að fræða hana (og lesandann) um auðvaldið, þjóðfélagsskipan og óréttlæti heimsins. Búrið tekst á við minni sem síðar festu rætur í íslenskum unglingabókum. Búrið er þroskasaga, saga barns sem stendur á mörkum þess að verða fullorðið og þarf að átta sig á því hvernig það á að fóta sig í heimi hinna fullorðnu. Ilmur á í útistöðum við foreldra sína sem eru ósáttir við það hvernig hún kýs að lifa lífi sínu og hún tekst á við ástarsorg eftir að besti vinur hennar, Einar, segir henni upp þegar hún ákveður að hún sé ekki reiðubúin að sofa hjá. Í bókinni er auk þess fjallað á opinskáan hátt um þunglyndi, drykkjuskap og heimiliserfiðleika. Ólíkt flestum unglingabókum sem fylgdu í kjölfarið, endar Búrið ekki á því að sætta söguhetju við fjölskyldu og vini. Undir lokin flytur Ilmur að heiman til bróður síns, hættir í skóla og byrjar að vinna í dósaverksmiðju. Í bókinni er því ekki leyst úr flækjunum sem einkenndu samskipti Ilmar við ástvini, heldur klippir höfundur hreinlega á hnútinn. Ilmur er fimmtán ára, nýtt líf er að hefjast, og söguhetja tilkynnir lesendum að hún hlakki til að byrja að vinna. handa únglíngum og öðru fólki, hápólitísk og rammmarxísk. Í Búrinu segir frá Ilmi, fimmtán ára stúlku sem er í uppreisn gegn samfélaginu, skólanum og fjölskyldunni. Ilmur glímir við þunglyndi, hún á oft erfitt með að fara á fætur og sefur heilu dagana. Faðir hennar á við drykkjuvandamál að stríða og mamma hennar sýnir henni lítinn áhuga. Ilmur sér ekki tilgang í skólagöngu, en í skólanum lærir hún staðreyndir sem henni finnst skipta litlu máli í lífsbaráttunni og kennararnir eru grimmir og óvægnir. Sögumaður dregur ekki undan illsku kennaranna, grimmilegum aðförum þeirra að nemendum er lýst af mikilli natni, hvernig einn kennarinn gerir miskunnarlaust grín að einum nemandanum sem stuttu síðar reynir að fremja sjálfsmorð, og hvernig annar kennari missir sig og kastar krít í töfluna svo að brot flýgur í auga annars nemanda. Undir lokin kastar Ilmur skólabókunum sínum frá sér og bölvar kjaftæðinu sem þar er að finna. – Það eru allar kennslubækur leiðinlegar, sagði Einar sallarólegur. Bara eins gott fyrir þig að sætta þig við það strax ef þú ætlar að halda áfram í skóla. – Sætta mig við það? sagði Ilmur. Að heyra til þín! Hvaða breytíngar heldurðu að verði ef allir hugsa svona? Af hverju á maður að sætta sig við það að kennslubækurnar séu lélegar þegar hægt er að skrifa helmíngi betri bækur og kenna námsefnið á allt annan hátt? Ég bara spyr. Auðvitað er maður ekkert annað en aumíngi að láta bjóða sér þetta. Það ætti að vera löngu búið að gera byltíngu í þessum skóla. – Já, ég er nú hræddur um að þú megir bíða lengi eftir byltíngunni, sagði Einar. – Sko, enn þessi sami uppgjafarhugsunarháttur, hrópaði Ilmur æst og steytti fíngur í áttina til Einars. Bíða eftir byltíngunni! Það þýðir ekkert að bíða eftir henni og ætlast til þess að aðrir geri hana fyrir mann, maður verður að gera byltínguna sjálfur. (37–38) 1987 – Pottþéttur vinur Pottþéttur vinur kom út árið 1987 og er sjötta unglingabók Eðvarðs Ingólfssonar, sem var einn ástsælasti unglingabókahöfundur níunda áratugarins. Eðvarð skrifaði átta unglingabækur, þá fyrstu, Gegnum bernskumúrinn, árið 1980 og þá síðustu, Haltu mér – slepptu mér, árið 1990. Vinsælustu bækur hans voru þó án efa Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð sem komu út 1984 og 1985. Pottþéttur vinur segir frá Pétri sem hefur nýlokið 9. bekk og vinum hans, vinum eins og Valda sem er með sífellt nýrri og glæfralegri áætlanir um hvernig hann geti orðið ríkur, Þóreyju sem er mjög trúuð og býr við erfiðar heimilisaðstæður og Tínu sem á pabba sem er stjórnmálamaður. Unglingaheiminum sem Eðvarð lýsir í Pottþéttum vin svipar til þess heims sem Olga lýsir í Búrinu. Árið 1977 hitti Ilmur vini sína á Hallærisplaninu, þar sem unglingar söfnuðust saman í bílum, drukku brennivín, og spiluðu kanaútvarpið eða segulbandsspólur með Boney M. og ABBA. Árið 1987 hittir Pétur vini sína á skóladiskótekum og í bekkjarpartíum þar sem nýjustu plöturnar með Madonnu og Greifunum eru spilaðar. En Pétur er hvorki í uppreisn gegn samfélagi sínu né fjölskyldu. Byltingin er reyndar orðin afskaplega hallærisleg árið 1987. Einu kommúnistarnir sem við kynnumst í bókinni eru Kolla og Tommi sem mæta í kosningavöku hjá föður Tínu, sem vinnur stórsigur það kvöldið og er orðaður við forsætisráðherraembættið. Tínu langar ekkert til að fara að sofa strax. Hún fer í fjörið upp til gestanna. Flesta þeirra hefur hún séð áður og margir heilsa henni. Henni bregður dálítið í brún þegar hún sér tvö kunnugleg andlit á meðal þeirra, Kollu kennara og Tomma skólasálfræðing. Þau hafa viðurnefnið rauðvínskommar í skólanum. Hún vissi að þau buðu nokkrum krökkum heim til sín í vetur til að ræða við þá um byltingu alþýðunnar. Tommi lék á gítar og lét

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.