Börn og menning - 2015, Blaðsíða 28

Börn og menning - 2015, Blaðsíða 28
Börn og menning28 Erla Elíasdóttir Völudóttir Stúlkan sem opnaði öskjuna Stúlkan með náðargjafirnar Mike Carey Þýð. Magnea J. Matthíasdóttir Björt bókaútgáfa 2015 Fyrr á þessu ári kom framtíðarspennu- sagan Stúlkan með náðargjafirnar (The Girl with All the Gifts) út hjá bókaútgáfunni Björt í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Höfundurinn er hinn breski Mike Carey en undanfarna áratugi hefur hann skrifað firnin öll af teiknimyndasögum, m.a. fyrir útgáfurisann Marvel, auk skáldsagna, ljóða og smásagna. Stúlkan með náðargjafirnar er byggð á smásögu Careys frá árinu 2012, „Iphigenia from Aulis“, en hún birtist í safnriti hryllingssagna sem eiga það sameiginlegt að sögusviðið er skólastofa. Ífígenía í Ális er persóna úr grísku goðsögunum og þótt nafn hennar sé ekki nefnt nema einu sinni í framhjáhlaupi í Stúlkunni með náðargjafirnar geymir bókin ýmsar aðrar vísanir í gríska goðafræði. Ætur, hermenn og börn Sögusviðið er Bretland dystópískrar framtíðar, skammt frá Lundúnum en í að minnsta kosti 20 ára fjarlægð frá samtíma okkar. Siðmenningin eins og við þekkjum hana hefur hrunið í kjölfar þess að jarðarbúar fóru að sýkjast unnvörpum af illskeyttum sníkjusvepp sem gerir fólk að „ætum“. Æturnar eru það sem kalla má lifandi dauðar; sveppurinn hefur drepið heilastarfsemi þeirra og tekið stjórnina svo að líkaminn heldur virkni sinni og ráfar stefnulaust um, hungraður í mannshold. Það mannfólk sem eftir er heldur til í herstöðvum og öðrum rammbyggðum, afgirtum byggingum, að frátöldu gengi útlaga sem kallaðir eru junkarar og hafast við utan girðingarinnar, meðal ætanna. Aðalpersóna bókarinnar, stúlkan með náðargjafirnar, heitir Melanie. Henni finnst nafnið ekki hæfa sér sérlega vel – það merkir „svarta stúlkan“, en hún er afar ljós á hörund – og dreymir um að heita eftir Pandóru úr grísku goðafræðinni, sem hún hefur lært um í skólanum. Melanie er skarpgreind og athugul en hefur lítið séð af umheiminum. Hún býr í litlum klefa í stórri byggingu þar sem hún gengur líka í skóla. Vopnaðir hermenn sækja hana á hverjum morgni, binda hana niður í hjólastól, aka henni eftir ganginum að kennslustofunni og skila henni aftur sömu

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.