Börn og menning - 2015, Blaðsíða 32

Börn og menning - 2015, Blaðsíða 32
Börn og menning32 Fyrirsögn greinar Höfundur Undirfyrirsögn Guðjóni Davíð Karlssyni vel, hann náði góðu sambandi við salinn og var oft bráðfyndinn en á stundum lagði hann fullmikið á sig til að stela senunni með látbragði og trúðslátum, t.d. í söngatriðum Sölku Sólar. Af leikurum í minni hlutverkum má nefna Stefán Hall Stefánsson, sem er alveg sérlega eftirminnilegt illmenni þótt meðferð hans á Baldri Trausta Hreinssyni í ofbeldisfyllsta atriði sýningarinnar sé alveg á mörkunum. Aðrir leikarar í minni hlutverkum, bæði börn og fullorðnir, standa fyrir sínu, bæði í hópatriðum og einstökum senum. Það er fátt hægt að finna að þessari sýningu, þótt undirritaðan hafi raunar klæjað aðeins í puttana að strika út nokkrar endurtekningar í texta, sem áttu að vera áhrifaríkar en féllu svolítið flatar. Frábær skemmtun Í hjarta Hróa hattar er frábær skemmtun, gleðileikur af bestu gerð þar sem möguleikar sviðsins og leikhópsins eru nýttir út í ystu æsar. Sagan sem sögð er veltir upp nýjum flötum á sögunum af Hróa, án þess þó að fórna kjarnanum sem við þekkjum svo vel. Um það leyti sem þessi dómur var skrifaður bauðst gagnrýnandanum ókeypis miði á aðra sýningu verksins, hann var þeginn með þökkum umhugsunarlaust – eru það ekki ágæt meðmæli? Höfundur er lektor í íslenskum bókmenntum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands skarlat og Litli-Jón (sem er raunar býsna ólíkur þeim Litla-Jóni sem maður þekkir úr sögunum), fátækir og þurfandi og síðast en ekki síst bróðir konungs, Jóhann prins, sem ásælist bæði konungdóminn og hönd Maríönnu. Jóhann prins er hreinræktað illmenni, valdasjúkur og undirförull, og í þokkabót virðist hann vera einhvers konar kynferðislegur sadisti. Það má því setja spurningamerki við margt í persónu hans í barnasýningu, bæði frá hendi höfundar og leikstjóra. Vísanir í nauðganir og hótanir um ofbeldi eru margar og stundum heldur grófar og ósmekklegar. Sigurður Þór Óskarsson fer vel með hlutverk Jóhanns, er hæfilega ísmeygilegur og kvikindislegur en birtir líka vel óöryggið sem undir býr. Sýningin er sett upp í samvinnu við Vesturport og Gísli Örn Garðarsson er annar leikstjóranna. Það er augljós Vesturportsbragur á allri sýningunni. Margt er kunnuglegt úr frægustu sýningu leikhópsins, Rómeó og Júlíu; hópatriði eru vel útfærð og sviðið nýtt á skemmtilegan hátt, allt frá hæsta kastalavegg eða brekkubrún niður í dýflissur og undirdjúp. Sýningin flæðir vel áfram við undirleik tónlistar sem flutt er af höfundinum, Sölku Sól Eyfeld, ásamt hljómsveit. Tónlistin er áheyrileg og Salka Sól er hörkufín söngkona sem nýtur sín vel á sviðinu. Leikmynd Barkar Jónssonar er vel útfærð, hún er glæsileg og áhrifamikil, þjónar sýningunni vel og býður upp á ýmsar táknrænar víddir. Fyrir miðju sviði er há og brött grasivaxin brekka en á sviðinu eru líka gamalt eikartré eins og vera ber og lítil tjörn sem leynir á sér. Leikmyndin birtist okkur fyrst sem dulúðug mynd af ævintýraskóginum en hún getur líka umbreyst í kastala. Sem kastali er hún stundum ógnvekjandi og vekur upp hugrenningatengsl um kúgun og alræði, en hún er líka leikvöllur þar sem Hrói og menn hans, og fleiri persónur leikritsins, klifra um og stökkva, og þegar minnst varir er brekkan orðin að risastórri rennibraut. Maríanna í aðalhlutverki Það mæðir eðlilega mest á Þóri Sæmundssyni í hlutverki Hróa og Láru Jóhönnu Jónsdóttur í hlutverki Maríönnu. Þórir hefur sterka nærveru á sviði og hlutverk erkitöffarans Hróa fer honum vel. Hlutverk Maríönnu er fjölbreyttara, í raun mætti halda því fram að það sé aðalhlutverkið í sýningunni og Lára leysir það frábærlega. Maríanna á sér fleiri andlit en Hrói, hún er líka útlagi og gefur honum lítið eftir í bardagaatriðum, en þarf stundum að bregða sér í hlutverk hæverskrar hefðarmeyjar og villa á sér heimildir. Sem mótvægi við hetjurnar tvær eru svo Pierre, skósveinn Maríönnu, og Henríetta systir hennar. Hlutverk þeirra eru kómískari, Pierre er létt úrkynjaður hirðtónlistarmaður en Henríetta grunnhyggin og svolítið ástsjúk yngri systir sem ekki fær að giftast fyrr en Maríanna er gengin út. Með hlutverk Henríettu fer Katrín Halldóra Sigurðardóttir, nýútskrifuð leikkona sem sýnir umtalsverða hæfileika sem gamanleikari. Ærslafullur og svolítið yfirdrifinn leikstíllinn á Pierre hentar

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.