Börn og menning - 2019, Side 3
Á dögunum var haldin vel
sótt og vel heppnuð ráðstefna
í Hörpu á vegum mennta- og
menningarmálaráðuneytisins
undir yfirskriftinni „Áfram ís-
lenska“. Undirrituð var meðal
viðstaddra og fylltist bjart-
sýni, eins og oft áður á slík-
um samkomum. Slagorðið og
íþróttatengingin sem því fylgir
fóru að vísu fyrir brjóstið á mér
og ég óskaði þess að íslenskan
gæti staðið fyrir sínu, fundið sína leið, án þess að þurfa
að leita í smiðju íþróttanna, með fullri virðingu fyrir
ágæti þeirra og nauðsyn.
Síðan tóku að renna á mig tvær grímur. Er þetta
kannski leiðin? Áfram íslenska? Landsliðið í íslensku er
með í kringum 350.000 liðsmenn. Það er allnokkuð, ef
til vill ekki í samhengi við önnur mállandslið en í sam-
anburði við ellefu manna lið í knattspyrnu og sjö manna
lið í handknattleik er það rosalegt. Íslenskulandsliðið
virðist nú um stundir þurfa að huga að varnarleikn-
um enda erfitt að skora fram hjá sterkri vörn. Beittar
skyndisóknir munu svo skila íslenskunni sigri. Til þess
að það gerist þurfum við í landsliðinu að sýna sömu
eiginleika og farsælir íþróttamenn: Úthald, einbeitingu
og leikskilning. Það þýðir ekkert að gefast bara upp við
smávegis mótbyr, fleygja sér í jörðina og fara að grenja.
Vola yfir því að heimur versnandi fari, að unga fólk-
ið lesi ekkert, tali bara ensku og hangi í tölvunni. Nei,
áfram með leikinn. Íslenska er og verður málið. Öll
átök eru fínar skyndisóknir og koma vonandi mörgum
á bragðið en í grunninn þarf hugarfarsbreytingu. Það er
gott og blessað að gefa íþróttafélagi 100 bolta en að öll-
um líkindum verður meirihluti
þeirra týndur eftir stuttan tíma.
Ég hef verið svo heppin í
störfum mínum síðastliðin ár
að hafa kynnst sannkölluðum
eldhugum sem hafa óþrjótandi
ástríðu fyrir að færa börnum og
ungmennum vandað, fallegt
og skemmtilegt efni á íslensku.
Þar hefur ekki skort úthald. En
það þarf meira til og ekki hægt
að ætlast til að fólk sé enda-
laust í sjálfboðavinnu, nema það verði hægt að greiða
reikningana með hugsjónum. Það þarf stuðning og sá
stuðningur á ekki að vera átak. Hann þarf að vera var-
anlegur, hagnýtur og í samstarfi við þau sem best þekkja
til. Þannig getum við haldið uppi öflugu menningarlífi
fyrir alla, líka börn og ungmenni, sem er eitt af því mik-
ilvægasta sem þarf til að snúa leiknum íslenskunni í vil.
Í vorhefti Barna og menningar leggjum við okkar af
mörkum með fjölbreyttum greinum um bókmennta-
áhuga ungmenna, lestrarhvetjandi verkefni, Fíusól í
öllu hennar veldi, tvö leikrit á fjölum Þjóðleikhússins
auk umfjöllunar um nýjar og nýlegar bækur, fréttir af
hinu mikilvæga starfi IBBY á Íslandi og Mér finnst ...
Félagsmenn IBBY á Íslandi eru burðarásar í ís-
lenskulandsliðinu og full ástæða til að þakka þeim
dyggan stuðning við félagið, barnamenningu og þar
með íslenskuna. Við erum öll í sama liði.
Frá ritstjóra
Vola yfir því að heimur
versnandi fari, að unga
fólkið lesi ekkert, tali bara
ensku og hangi í tölvunni.
Nei, áfram með leikinn.
Íslenska er og verður
málið.
Ingibjörg Valsdóttir