Börn og menning - 2019, Síða 5
5Óskabarn, óskadís, óskasteinn og óskasnillingur
Í Fíasól á flandri er söguhetjan auðvitað „ferðalangur“
í kynningu, í Fíasól er flottust er hún æðislegur hug-
myndaflugmaður og í nýju bókinni er hún kynnt sem
reddari og „björgunarforingi í sinni eigin hjálparsveit“.
Þar að auki er fyrir framan kynningarkaflann ævinlega
stutt tilvitnun í einhvern orðheppinn, oftast barn. Til
dæmis er þessi setning fremst í nýju bókinni:
„Hey, amma, svona er bara lífið“
(Ólíver Helgi, sjö og hálfs árs)
Bækurnar eru því byggðar upp af vandvirkni og allt gert
til að laða unga lesendur að þeim. Útlitið er líka úthugs-
að. Letur er þægilega stórt og skýrt og allar bækurnar
eru ríkulega myndskreyttar af Halldóri Baldurssyni. Á
myndunum má sjá að Fíasól er með svartan lubba sem
kemur stundum við sögu, einkum þegar aðstandendur
vilja greiða stelpunni en hún vill frekar safna í hreiður
handa þröstunum! Svarta hárið hefur hún frá pabba sín-
um, eins og einnig má sjá á myndunum, en mamma og
eldri systurnar eru ljósar yfirlitum. Myndir Halldórs eru
óhátíðlegar, hraðar og fyndnar eins og texti bókanna.
Og sérstaka ánægju hefur roskinn lesandi af myndinni
í dagblaðinu sem fúli strætóstjórinn er að lesa, undir
henni má lesa textann „Davíð hækkar vextina“ og á
xxxxx
myndinni er gamalkunnug teikning af þáverandi for-
sætisráðherra (2, bls. 83).
Gamansamar þroskasögur
Aðalefni bókaflokksins sem heild er að skapa persónu
Fíusólar og lýsa sjálfstæðisbaráttu hennar og veitir ekki
af fimm bindum til að skila því verkefni. Fíasól er dá-
samlegt barn í bók, hugmyndarík svo af ber, algerlega
ófeimin, fjörmikil og gríðarlega ráðrík. Að mati ömmu
er hún „óskabarn, óskadís, óskasteinn og óskasnilling-
ur“ (3, bls. 24) og ennþá nákvæmari upptalningu á
helstu eiginleikum hennar fáum við í Fíasól er flottust
(bls. 89–90), það er Stúfur jólasveinn sem skrifar (og
er ekki vel að sér í stafsetningu, eins og Fíasól er fljót
að benda á):
Góþ, blíðþ, hjalpsom, dugle, findin, akvedin, klar,
listfeng, hugmyndaríg, ákveðin, sniðþug, um-
hyggjusom, sgemmmdileg o vodalea o svaggalea
ákvedin.
Líklega yrði maður fljótlega sjúkrahúsmatur ef mað-
ur byggi með henni! Hún er eftirlæti pabba síns en
hann vinnur langa vinnudaga og hefur ekki eins mik-
ið af henni að segja og mamma sem vinnur heima.