Börn og menning - 2019, Qupperneq 7

Börn og menning - 2019, Qupperneq 7
7Óskabarn, óskadís, óskasteinn og óskasnillingur þá inn í banka – „peningar eru bara pappír með mynd- um ef þeir eru ekki notaðir,“ segir hún kokhraust (bls. 52). Foreldrum hennar finnst upphæðin of há til að fara í einhvern óþarfa en vitanlega er Fíasól ekki sammála því mati þeirra. Verra finnst henni þegar besti vinur- inn, Ingólfur Gaukur í næsta húsi, er sammála fullorðna fólkinu en hún kveður hann léttilega í kútinn. Þegar hún er í þessum vandræðum miðjum fréttir hún af umboðsmanni barna hjá einni vinkonu sinni og hefur samband við hann. Úr verður sáttafundur með deilu- aðilum og afa og ömmu sem sáttasemjurum og niður- staðan verður báðum aðilum í hag. Foreldrarnir fara að vísu betur út úr því í bili en langtímalausnin er Fíusól sannarlega í vil. Þessi samskipti stelpunnar við umboðsmann barna vinda svo óvænt upp á sig þegar fréttin berst út á með- al skólafélaganna. Í hópi þeirra leynast börn sem eiga í talsvert alvarlegri vandræðum en Fíasól og hafa mikinn og góðan hag af því að komast í samband við umboðs- manninn. Lausn embættismannsins er ævinlega sú að ræða málin stillilega, með hlutlausan aðila á hliðar- línunni, þá finnst lausn. En þegar Fíasól fær að vera á hliðarlínunni í máli skólasystur sinnar getur hún ekki setið aðgerðalaus. Hún klippir í sundur peysu skóla- systurinnar fyrir framan foreldra hennar til að sýna þeim hvernig þau skipta henni í tvær óhamingjusamar stelpur með kröfum sínum og óbilgirni. Það mætti halda að Fíasól hefði lesið um Salómon konung í biblíusögun- um, en kannski er Fíasól bara eins klár og Salómon. Í þessu síðasta bindi nær sjálfstæðisbarátta Fíusólar hámarki og við skiljum við stúlku sem er treystandi fyrir hvaða starfi eða embætti sem vera skal og jafnvel fyrir því að breyta heiminum. Betri þegn í samfélagi er erfitt að hugsa sér. Tækjalausi dagurinn Af öllum þeim aragrúa stórskemmtilegra sagna sem sagðar eru af Fíusól í bókunum er sagan um tækjalausa daginn uppáhaldið mitt (4, bls. 95–115). Hann hefst við morgunverðarborðið á því að Fíasól hafnar ristuðu brauði – sem er þó eftirlætið hennar svona yfirleitt. En það er bara byrjunin! Undir áhrifum frá róttækum sjón- varpsþætti ætlar hún að rannsaka hvort hún geti farið í gegnum heilan dag án þess að nota tæki. „Og hvað kallarðu tæki?“ spyr mamma. „Allt sem þarf orku sem Í þessu síðasta bindi nær sjálfstæðisbarátta Fíusólar hámarki og við skiljum við stúlku sem er treystandi fyrir hvaða starfi eða embætti sem vera skal og jafnvel fyrir því að breyta heiminum.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.