Börn og menning - 2019, Síða 9

Börn og menning - 2019, Síða 9
9Óskabarn, óskadís, óskasteinn og óskasnillingur Hraður stíll Stílsnilld höfundar kemur víða fram. Til dæmis hef- ur hún skemmt sér vel við að skíra upp staði á höf- uðborgarsvæðinu og víðar við sköpun heims Fíusólar. Grasabær er auðvitað dulnefni Garðabæjar, Kópavogur verður Klettavogur, Kringlan Hringlan og svo framveg- is. Stíllinn á frásögnunum er litríkur og þjáll, rennur vel, eins og sjá má á dæmunum hér á undan. Meginein- kenni á honum er hraði sem bæði gerir sögurnar fyndn- ar og heldur lesendum við efnið. Aldrei er rými eytt í óþarfa eða efnið tuggið ofan í lesandann. Gott dæmi um svimandi hraða er samtal Fíusólar við Glóu frænku í Fíasól á flandri (bls. 73–76) þegar stelpan lýgur Glóu fulla (og lesandann um leið af því að við fáum ekki að vita hið rétta fyrr en með Glóu), segir að mamma sé í Belgíu og pabbi á Bolungarvík, Bidda í bíó og Pippa hjá vinkonu sinni og sjálf sé hún að horfa á bannaða mynd í sjónvarpinu! Aumingja Glóa verður alveg örvingluð: „Vertu kyrr, farðu hvergi og slökktu á sjónvarpinu. Ég verð að tala við hana ömmu þína og svo komum við í hvelli.“ Mamma er auðvitað lengi að róa Glóu og notar tækifærið á eftir til að messa dálítið yfir Fíusól um þann ljóta leik að plata gott fólk. Þó að sögurnar séu fullar af hollum boðskap er hann aldrei uppáþrengjandi. Það skiptir máli hvað barnið hefur sterka rödd og verður málsmetandi. Svo skipt- ir auðvitað líka máli hvað sögurnar eru skemmtilegar – sykurskeiðin reynist alltaf vel til að koma meðalinu niður. Höfundurinn Fíasól er sköpunarverk Kristínar Helgu Gunnarsdóttur sem hefur verið meðal helstu barnabókahöfunda okkar síðan hún kom fyrst fram fyrir rúmum tuttugu árum með aðra dásamlega söguhetju, Elsku bestu Binnu mína (1997). Bækur hennar eru orðnar ríflega tveir tugir, þeirra á meðal eru verðlaunaðar súperbækur eins og hin áhrifamikla Draugaslóð (2007) sem hlaut Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins. Þrjár af bókunum um Fíusól fengu á sínum tíma Bókaverðlaun barnanna og sú nýjasta fékk Fjöruverðlaunin. Þau hlaut líka næsta bók Kristínar Helgu á undan henni, Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels (2017), sem þar að auki var tilnefnd til Barna- og unglingabókaverðlauna Norð- urlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunanna eins og nýja bókin, Fíasól gefst aldrei upp. Á vef Bókmennta- borgar lýsir Kristín Helga verkefni sínu með þessum orðum: Börn eru miskunnarlaus, kröfuharður, síkvikur en jafnframt einlægur og þyrstur lesendahópur. Fullorðnir láta sig til dæmis hafa það að sitja undir lestri þar til yfir lýkur, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þeir byrja ekki að iða í sæti, bora í nefið og klípa næsta mann við hliðina ef sagan missir marks eða höfðar ekki til þeirra. Þess vegna finnst mér mikil áskorun fólgin í því að skrifa fyrir börn.  Þeirri áskorun mætir hún ótrauð og hefur sannarlega haft erindi sem erfiði. Höfundur er ritstjóri og rithöfundur.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.