Börn og menning - 2019, Síða 10
Lestrarhvetjandi verkefni
í Hagaskóla
Inga Mjöll Harðardóttir
Lestur er afar mikilvægur
þáttur í lífi fólks og er í raun
ein mikilvægasta færnin í
nútímasamfélagi. Varla líð-
ur sá dagur að ekki þurfi að
lesa texta, hvort sem um er
að ræða fréttir, texta á sam-
félagsmiðlum eða annað sem
tengist daglegu lífi. Þá er ekki
síður mikilvægt að geta lesið sér til ánægju og notið
góðra bókmennta.
Á undanförnum árum hefur mikið verið fjallað um
minnkandi lesskilning íslenskra ungmenna og rann-
sóknir hafa sýnt að verulega er þörf á að efla lesskilning
á unglingastigi. Menn hafa áhyggjur af því að stór hóp-
ur unglinga taki sér vart bók í hönd utan skólans og hafi
enga ánægju af að lesa sér til afþreyingar.
Þróunarverkefni tengd læsi
Höfundur þessarar greinar hefur starfað sem íslensku-
og sérkennari í Hagaskóla í rúma þrjá áratugi og hefur
auk þess leitt þróunarverkefni um eflingu læsis meðal
nemenda. Höfundur hefur ásamt samkennurum sín-
um reynt að leita ýmissa leiða til þess að efla lesskilning
nemenda sinna og hvetja þá til lestrar. Fyrsta þróunar-
verkefnið sem tengist læsi í skólanum fór af stað árið
2009. Það var þverfaglegt þróunarverkefni um lestur og
lesskilning þar sem nemendum voru kenndar aðferðir
gagnvirks lestrar. Í gagnvirkum lestri tengir nemandinn
efnið við fyrri þekkingu sína, beitir ályktunarfærni
sinni, spyr sig spurninga og
spáir fyrir um framhaldið.
Frá því fyrsta þróunarverk-
efnið fór af stað hefur mikil
áhersla verið lögð á læsi í skól-
anum og fjöldi nýrra verkefna
litið dagsins ljós. Til að ná
tilætluðum árangri teljum við
mikilvægt að það sem gert er
með nemendum sé bæði gagnlegt og skemmtilegt. Sem
dæmi um verkefni má nefna að hefð hefur verið fyrir
því í nokkur ár að nemendur í 10. bekk heimsæki leik-
skólanemendur í hverfinu og lesi fyrir þá frumsamdar
sögur. Unglingarnir semja þá sögur í litlum hópum,
myndskreyta þær og lesa með leikrænum tilburðum
fyrir leikskólabörnin. Oft hafa svo leikskólanemend-
ur endurgoldið heimsóknirnar með því að koma og
syngja með nemendum Hagaskóla. Almennt hafa nem-
endur mikla ánægju af umræddu myndasöguverkefni.
Þeir hafa ekki bara gaman af að semja sögurnar og
myndskreyta þær heldur hafa þeir ómælda ánægju af að
flytja þær fyrir leikskólabörnin sem undantekningalaust
skemmta sér konunglega.
Annað verkefni eru yndislestrarstundirnar sem um
árabil hafa verið fastur liður í skólastarfinu. Þær eru
þrisvar í viku og eru hluti af stundaskrá nemenda. Í
lestrarstundunum lesa nemendur bækur að eigin vali
sér til yndis og ánægju, 20 mínútur í senn. Þar sem
nemendur ráða algjörlega sjálfir hvaða bækur þeir lesa í
þessum stundum er bókakosturinn jafn fjölbreyttur og
Unglingarnir semja þá
sögur í litlum hópum,
myndskreyta þær og lesa
með leikrænum tilburðum
fyrir leikskólabörnin.