Börn og menning - 2019, Síða 11

Börn og menning - 2019, Síða 11
11Lestrarhvetjandi verkefni í Hagaskóla nemendur. Stundum mæla nemendur með einhverjum bókum sem þeir hafa lesið og er það þá öðrum hvatning til að lesa þær. Það má fullyrða að þessar stundir hafa orðið mörgum nemendum hvatning til lestrar góðra bóka. Bókaráð Til þess að auka áhuga nemenda á bóklestri er mikil- vægt að hafa gott skólabókasafn sem höfðar til allra. Í umræðu um bókasafnið kom fljótlega fram sú hug- mynd að ef safnið ætti að höfða til nemenda þyrftu þeir að vera með í ráðum. Þeir þyrftu að taka þátt í að velja bækur á safnið og koma með hugmyndir um hvernig hægt væri að gera bókasafnið aðlaðandi þannig að nem- endur sæktu þangað í ríkari mæli en áður. Í framhaldi af þessari hugmynd var ákveðið að stofna bókaráð skólans. Það var gert haustið 2017. Í ráðinu voru 15 nemendur auk kennara og bókasafns- fræðings. Fljótlega kom í ljós að nemendur höfðu sterkar skoðanir á hvað þyrfti að gera til þess að hvetja sam- nemendur sína til aukins lestrar og þeir fullorðnu sáu að þeir þurftu að þora að treysta nemendum til að ráða ferðinni. Skömmu eftir að ráðið var stofnað var farið Fljótlega kom í ljós að nemendur höfðu sterkar skoðanir á hvað þyrfti að gera til þess að hvetja samnemendur sína til aukins lestrar og þeir full- orðnu sáu að þeir þurftu að þora að treysta nemendum til að ráða ferðinni. í innkaupaleiðangur til þess að kaupa þær bækur sem nemendur töldu vanta á safnið. Þeir nefndu fyrst og fremst ungmennabækur sem höfðuðu til eldri unglinga og bókaflokka þar sem fyrstu bækurnar höfðu verið þýddar á íslensku en nemendur vantaði framhaldið sem þá var keypt á ensku. Nemendur höfðu líka skoðanir á því hvernig bókum var stillt upp á safninu og tóku heilan dag í að endurraða í hillur þannig að bækur sem höfðuðu til jafnaldra þeirra væru sýnilegri. Þar sem nemendum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað í skólanum kom fram að mikilvægt væri að á bókasafninu væru til bækur á móðurmáli allra nemenda skólans. Strax var ákveðið að leita til Borgarbókasafns- ins til þess að fá lánaðar bækur á ýmsum tungumálum og það er svo langtímaverk efni skólabókasafnsins að safna bókum á fjölbreyttum tungumálum. Ýmissa leiða er leitað til þess að afla bóka á móðurmáli nemenda. Oft eru þær keyptar á netinu, stundum eru foreldrar nem- enda beðnir um aðstoð við bókakaup og í einhverjum tilvikum nota kennarar tæki- færið og kaupa bækur þegar þeir fara til útlanda. Í samræðum við nemend- ur í bókaráði kom fram að stór hópur ungmenna hefur áhuga á bóklestri en fram- Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti erindi á málþinginu „Barnið vex en bókin ekki.“

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.