Börn og menning - 2019, Blaðsíða 12

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 12
Börn og menning12 boð ungmennabóka á íslensku væri lítið og þær bækur sem kæmu út á íslensku fyrir jólin væru flestir yfirleitt búnir að lesa í febrúar. Mikið var rætt um bókaflokka sem innihéldu kannski 10–15 bækur en einungis fyrstu tvær kæmu út í íslenskri þýðingu og þýðingar skili sér svo seint að unglingar væru búnir að verða sér úti um upprunalegu bókina á ensku og lesa hana eða orðnir fullorðnir lesendur og komnir með annan bók- menntasmekk þegar íslenska þýðingin kæmi út. Einn nemenda í bókaráði kom með þá hugmynd að halda málþing til þess að vekja athygli á tilfinnan- legum skorti á barna- og unglingabókum á íslensku. Hugmyndin féll í góðan jarðveg og þann 28. febrúar 2018 stóð bókaráð Hagaskóla fyrir málþinginu Barnið vex en bókin ekki og var allur undirbúningur fyrir mál- þingið í höndum nemenda sjálfra. Á málþinginu töluðu þrír nemendur en auk þeirra fluttu erindi frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ásamt fulltrúum bókaútgefenda, rithöfunda og skólabókasafna. Málþingið var vel sótt og vakti mikla athygli. Þar mátti greina mikla samstöðu fyrirlesara og fundargesta um mikilvægi málefnisins og í kjölfar þess boðaði menntamálaráðherra til aðgerða og setti á fót sérstakan styrktarsjóð til útgáfu barna- og unglingabóka. Bókaráðið hlaut viðurkenningu IBBY á Íslandi, Vor- vinda, í maí 2018 fyrir framlag sitt til barnamenningar. Á þessu skólaári tók bókaráð þátt í alþjóðlegu barna- og unglingabókmenntahátíðinni Mýrinni sem haldin var í Norræna húsinu dagana 11.–14. október 2018. Allir nemendur í 8. bekk heimsóttu hátíðina og tveir nemendur úr bókaráði fluttu erindi og tóku þátt í pall- borðsumræðum um barna- og ungmennabókmenntir. Einnig má nefna að bókaráð hefur staðið fyrir þema- dögum á bókasafni, verið með bókakaffi og gerð var tilraun með kvikmyndakvöld þar sem sýndar voru kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir bókum. Þá hafa rithöfundar komið í heimsókn og lesið úr verkum sín- um fyrir nemendur. Heimalestur Til viðbótar við það sem nefnt er hér að framan hefur ýmislegt verið gert til þess að hvetja nemendur til lestrar utan skólans. Heimalestur þar sem foreldrar kvitta fyrir lesturinn er nú fastur liður í 8. og 9. bekk en einnig Í samræðum við nemendur í bókaráði kom fram að stór hópur ungmenna hefur áhuga á bóklestri en framboð ungmennabóka á íslensku væri lítið og þær bækur sem kæmu út á íslensku fyrir jólin væru flestir yfirleitt búnir að lesa í febrúar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og frú Vigdís Finnbogadóttir voru á meðal ánægðra málþingsgesta.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.