Börn og menning - 2019, Qupperneq 18

Börn og menning - 2019, Qupperneq 18
Börn og menning18 við. Þannig þarf að skapa sameiginlegt rými. Ekki er átt við að ungmenni og aðrir samfélagshópar tali ekki sama tungumálið, heldur þurfa tákn og túlkun að haldast í hendur. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir höfunda eða ritstjóra að átta sig á því hvort það sé munur, og þá hver, á málnotkun ungmenna og þeirra eigin. Einfalt væri að velta því fyrir sér svona: „Talar einhver raunverulega svona?“ eða: „Lendir fólk venjulega í svona aðstæðum?“ Nýtum tæknina Ég spurði viðmælendur mína á hvaða vettvangi þeir sæktu sér efni tengt dægurmálum og menningu. Í svör- um þeirra kom fram að áhrifaríkast væri jákvætt um- tal um afþreyingarefni, frá vinum eða í útvarpi. Þegar ég framkvæmdi rannsóknina hafði Rúv núll nýhafið göngu sína en þar er lögð sérstök áhersla á að höfða til ungs fólks. Stuttu síðar hóf Útvarp 101 göngu sína. Í samtölunum kom fram að ungt fólk hlustar mikið á Podcast, eða hljóðveitur, þar sem jafnaldrar þess halda úti spjallþáttum um efni líðandi stundar. Slíkar veitur gætu reynst góður vettvangur til að ná til ungmenna, þar sem jafningjar þeirra tala um efni ætlað þeim. Ég spurði viðmælendur einnig hvort þeim þætti góð- ur kostur að hafa aðgengi að rafbókum í gegnum snjall- símann enda flestir með nokkuð öfluga slíka í vasanum. Svo reyndist ekki vera. Viðmælendur töldu að erfitt væri að sökkva sér ofan í slíkan lestur vegna sífelldra truflana frá skilaboðum og tilkynningum. Vissulega væri hægt að hunsa tilkynningarnar og svara skilaboðunum seinna en engu að síður er búið að ræna athyglinni, þótt það sé ekki nema eitt augnablik. Einn þátttakandi sá fyrir sér að hægt væri að hlusta fyrst á hljóðbók, kannski í bílnum, halda síðan áfram með prentaða útgáfu eða notast við kindil heima sjá sér eða á ferðalagi. Sami þátttakandi taldi að þó að honum þætti spennandi að eignast kindil myndi hann líklega missa fljótlega áhugann á slíkri græju. Að lokum Ég lagði af stað í þessa rannsóknarvinnu með þá hug- sjón að hægt væri að nýta upplýsingarnar til að auðga og bæta útgáfu á ungmennabókmenntum á íslensku. Ef til vill eru höfundar eða útgefendur tvístígandi yfir því hvort og hvað muni ganga upp og þora kannski ekki að taka af skarið. Mig langar til að hvetja ungt bókmennta- sinnað fólk til að láta í sér heyra, skrifa greinar, fjalla um bókmenntir og jafnvel skrifa þær til að bókmenntaflór- an verði enn fjölbreyttari en hún er nú þegar. Þrátt fyrir að hljóð- og myndveitur séu vinsælar á meðal ungmenna koma þær ekki í stað bókmenntanna heldur eru dropar í hafsjó afþreyingarefnis. Það sem virðist vanta í útgáfu á íslenskum ungmennabókmennt- um er hversdagur ungmenna. Mikilvægt er að hafa í huga orð Aristótelesar úr Um skáldskaparlistina en þar segir: „Skáldin fást við að líkja eftir mönnunum í virku lífi.“³ Höfundar og útgefendur ættu að hafa þau orð í huga, langi þá að vinna sérstaklega að því að höfða til ungmenna. Setja sig í spor þeirra, skoða dægurmenn- inguna og kynnast þeim svolítið. Eflaust hafa sumir fyrirfram mótaðar hugmyndir um það hvað þessi hópur les, eða vill lesa, líkt og ég sjálf. Vitanlega hefur fólk ólík áhugasvið og ekki er hægt að fullyrða um lestrarlanganir allra ungmenna. En ungmenni virðast eiga það sameig- inlegt að vilja lesa um jafnaldra sína og geta speglað eig- in veruleika að einhverju leyti í skáldskapnum. Höfundur er bókmenntafræðingur með meistarapróf í hagnýtri ritstjórn og útgáfu og nemi í kennslufræðum fyrir framhaldsskóla. Áhugasamir geta lesið ritgerð höfundar og kynnt sér heimildir að baki henni inni á Skemmunni.is: Hvað viltu lesa? Hvað vilja ung- menni lesa og hvernig vilja þau nálgast lesefnið. Heimildir: 1 Nikolajeva, Maria. Reading for Learning - Cognitive approaches to children’s literature. Amsterdam. John Benjamins Publishing Co. (2014). 2 Jakobson, Roman. Tvær hliðar tungumálsins: myndhvörf og nafnskipti. Þýð. Gunnar Haraldsson. Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Reykjavík. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. (1991). 3 Aristóteles. Um skáldskaparlistina. Þýð. Kristján Árnason. Reykjavík. Hið íslenzka bókmenntafélag. (1997).

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.