Börn og menning - 2019, Blaðsíða 22

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 22
Ég hef stundum hugsað um hve furðu- legt það sé að þrátt fyrir alla sagnfræði- kennslu grunn- og menntaskólaár- anna muni ég aldrei neinar sögulegar staðreyndir og sé almennt illa áttuð í bæði Íslands- og mannkynssögunni. Sjálfsagt segir þetta eitt og annað um minni mitt og athyglisgáfu en ég held líka að það hljóti að vera hægt að miðla jafnspennandi efni og sagnfræði er á áhugaverðari og eftirminnilegri hátt en gert var. Þetta var mér sérstak- lega hugleikið þegar ég fletti bókinni Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson sem kom út fyrir jólin 2018 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki barna- og unglingabókmennta. Íslandssagan í grófum dráttum Í Sjúklega súrri sögu er stiklað á stóru í Íslandssögunni, allt frá landnámi til hruns, á 80 blaðsíðum. Það segir sig því kannski sjálft að hér er farið ansi hratt yfir og sjálfsagt geta fróðir menn, sem tóku betur eftir í sögu- tímum en undirrituð, bent á hina og þessa viðburðina sem skautað er fram hjá. Þessi snöggsoðna frásagnarað- ferð er þó ekkert endilega galli því um leið fæst ákveðin yfirsýn yfir sögu landsins og sú heildarmynd hefði að Þegar allt var miklu, miklu verra Guðrún Lára Pétursdóttir Bækur öllum líkindum tapast við ítarlegri skrásetningu. Sem dæmi má nefna að þegar búið er að lesa einn nokkuð langan kafla um miðaldir og annan um nýöld, sem samtals fjalla um rúmlega 1000 ára tímabil, er sláandi að átta sig á hve hratt nútíminn kom til Íslands í upphafi 20. aldar með gríðarlegum framförum í útgerð og landbúnaði, símasambandi við útlönd, vatnsveitu og öðru. Rammar, myndir og líkingar Bókin er þannig upp sett að í staðinn fyrir samfellda frásögn er texti Sifjar brotinn upp í mis- munandi ramma, um það bil fjóra til sex á hverri opnu, auk þess sem hana prýðir fjöldi mynda, jafnvel mynda- söguræma, eftir Halldór. Í einhverjum tilvikum er hluti frásagnarinnar í raun sagður í gegnum myndirnar en oftast eru þær hrein viðbót við textann. Þessi framsetn- ing og hinn létti stíll minna að vissu leyti á bókaflokka sem kenndir hafa verið við bjána og byrjendur, það er að segja For dummies- og For beginners-bækurnar. Þar er frásögnin einmitt markvisst brotin upp í ramma og gátlista auk þess sem myndir og myndasögur eru not- aðar til útskýringar. Annað sem þessar bækur eiga sam- eiginlegt er hressileg notkun á líkingamáli með það að sjónarmiði að gera flókna og framandi hluti skiljanlega. Sem dæmi úr Sjúklega súrri sögu má nefna hvernig önd- vegissúlunum er líkt við sportbíla enda hafi þeim verið Sjúklega súr saga Höfundar: Sif Sigmarsdóttir og Halldór Baldursson Mál og menning, 2018

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.