Börn og menning - 2019, Qupperneq 27
27Þín eigin upplifun – eða hvað?
og hefur sjaldan verið notaður utan þessara bóka Æv-
ars í íslenska bókmenntaheiminum. Ég man raunar
einungis eftir einni bók, Snörunni, eftir Jakobínu Sig-
urðardóttur, sem sögð er í 2. persónu, fyrir daga Þín
eigin-bókanna. Þessi frásagnaraðferð hefur þau áhrif að
bækurnar verða líkari margmiðluðu efni, t.d. tölvuleik,
og á að virka þannig að bókin verði gagnvirk. Raunar
gengur markaðssetning bókanna að hluta til út á að þær
séu bækur sem virki eins og tölvuleikir.
Ég er ekki viss um að þessi frásagnaraðferð gangi jafn
vel upp í leikritinu og í bókunum. Í fyrsta lagi talar
sögumaður bókanna í 2. persónu eintölu, þ.e. þú, en í
leikritinu notar sögumaðurinn Loki 2. persónu fleirtölu,
þ.e. þið. Þetta gerir það að verkum að sýningin verð-
ur upplifun margra í einu (eðli málsins samkvæmt) en
bækurnar eru einkaupplifun lesandans, þar sem hann
ræður för, í samstarfi við söguhöfund að sjálfsögðu. Sýn-
ingin virkar með lýðræði, á meðan lesandinn ræður einn
í bókunum, og það getur verið erfitt fyrir unga áhorf-
endur þegar þeirra val fellur óbætt hjá garði nokkrum
sinnum í röð. Raunar fengu nokkrir ungir áhorfendur
það á tilfinninguna að þetta væri fyrirfram ákveðið á
þeirri sýningu sem ég sá, vegna þess að þeir voru svo
sannfærðir um að aðrir hlytu að kjósa það sama og þeir.
Vönduð umgjörð
Allur umbúnaður um sýninguna var hinn glæsilegasti.
Leikmynd Högna Sigurjónssonar gekk fullkomlega upp
og magnaði upp áhrif goðsagnaheimsins. Búningar Ás-
dísar Guðnýjar Guðmundsdóttur voru snilldarverk og
má þar sérstaklega nefna hinn upplýsta Miðgarðsorm.
Leikararnir sinntu sínu starfi afskaplega vel og Sólveig
Arnarsdóttir var mjög sannfærandi sem Miðgarðs-
barnið Urður, sem var myrkfælin en óx ásmegin eftir
því sem á sýninguna leið. Þessi sýning er unnin af fag-
fólki í barnamenningu og það sést langar leiðir.
Engu að síður upplifði ég eitthvert misræmi í sýn-
ingunni sem erfitt er að festa hendur á. Ef til vill felst
það í því að lesendur bókanna eru eilítið í eldri kantin-
um fyrir þessa gerð af leiksýningu. Söguþráðurinn end-
ar mjög skyndilega, svo að áhorfendur voru undrandi
á að þessi vandaða flétta endaði í mjög einfaldri slaufu.
Eftir talsverða umhugsun hallast ég að því að hugarsmíð
bókanna hafi verið beinþýdd í leikhús og ekki alveg
gengið upp þar á sama hátt og ætlast var til.
Einstaklingur og samfélag
Bækur Ævars „vísindamanns“ þjóna tilgangi sínum
afskaplega vel, þær draga börn að bókum, inn í æv-