Börn og menning - 2019, Síða 31
Barnabækur skipta máli
IBBY fréttir
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Verkefni Íslandsdeildar IBBY-sam-
takanna þennan veturinn hafa
verið margvísleg að vanda. Blanda
af föstum liðum og nýjungum.
Markmiðið er alltaf að efla barna-
bókmenntir og barnamenningu
með umfjöllun, útgáfustarfsemi og
viðurkenningum.
Gerðubergsráðstefnan
Árlega er haldin barnabókaráðstefna í Gerðubergi. Að
ráðstefnunni standa ýmis félög sem koma á einhvern
hátt að barna- og unglingabókum, þar á meðal IBBY-
samtökin. Ráðstefnan var haldin 2. mars síðastliðinn
og bar hún yfirskriftina „Þetta er bara barnabók“.
Titillinn vísar í umræðu sem átti sér stað á Facebook þar
sem fólk tókst á um gæði nýútkominnar barnabókar.
Í þeirri umræðu féllu þessi orð: „Þetta er bara barna-
bók.“ Lítilsvirðingin sem orðin lýsa gerði þá sem láta sig
barnabókmenntir varða svo forviða og hugsi yfir stöðu
barnabókarinnar í samfélaginu að efnið var nægt í heila
ráðstefnu.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráð-
herra byrjaði ráðstefnuna á ávarpi þar sem hún ræddi
um um mikilvægi þess að börn hafi bækur til að lesa
og útskýrði hvaða aðgerða hún hefur gripið til sem ráð-
herra til að styðja við bókaútgáfu.
Á eftir Lilju flutti rithöfundurinn Margrét Tryggva-
dóttir erindi um hvaða aðgerðir hún telur að muni skila
bestum árangri fyrir barnabækur í íslensku samfélagi.
Talaði hún fyrir norsku leiðinni þar sem ríkið velur
barnabækur út frá gæðum, kaupir þær og dreifir til
bókasafna landsins. Þannig tryggir ríkið aðgengi barna
að góðum bókum. Gagnrýndi
Margrét að með nýfengnum styrkj-
um til bókaútgefenda til útgáfu
bóka á íslensku væri einungis ver-
ið að ýta undir fjölda nýrra titla á
íslensku. Í lögunum er ekkert sagt
um gæði efnis eða tungumáls og
ekkert um aðgengi barna að góðum
bókum sem endurspegla uppruna
þeirra og samtíma. Þá er ekki held-
ur neitt sem hvetur íslenska höfunda til að framleiða
slíkt efni þar sem staðan í núverandi styrkjakerfi er ekki
góð. Tölur sýna að texta- og myndhöfundar barnabóka
á Íslandi fá þegar á heildina er litið lítið fyrir sinn snúð.
Katrín Lilja Jónsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans, hélt
erindi um bókabloggið. Að Lestrarklefanum standa
konur sem hafa ástríðu fyrir bókum og þá ekki síst
barnabókum en þær skipa stóran sess hjá Lestrarklefan-
um. Í erindi sínu sagði Katrín frá því hvernig hún ákvað
að fara að skrifa um barnabækur sem hún les bæði fyrir
sjálfa sig og börnin sín. Hún hafði tekið eftir því að
litla umfjöllun var að finna um barnabækur og með
Lestrarklefanum vildi hún fylla upp í það tómarúm.
Umfjallanirnar eru hugsaðar fyrir foreldra sem eru að
leita að einhverju áhugaverðu til að lesa fyrir börnin sín
og einnig áhugafólk um barnabókmenntir. Þá má bæta
við að undirrituð hefur fylgst með Lestrarklefanum
og er léttur, persónulegur og aðgengilegur textinn afar
skemmtilegur og umfjallanir eru gagnlegar og góðar
fyrir þá sem vilja kynna sér jafnt það nýjasta sem gull-
mola íslenskra og þýddra barnabóka.
Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna
ráðsins, hóf erindi sitt á því að segja frá því hvernig
Teikning: Bergrún Íris Sævarsdóttir.