Börn og menning - 2019, Síða 32

Börn og menning - 2019, Síða 32
Börn og menning32 hann hefur í gegnum starf sitt fengið að kynnast rjóm- anum í norrænum barnabókum í gegnum Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Það eru mikil forréttindi að fá að starfa á sviði barnabók- mennta og fylgjast með straumum og stefnum á því sviði og hvernig barnabækurnar endurspegla norrænt nútímasamfélag. Ragnheiður Gestsdóttir, rit- og myndhöfundur, end- aði svo ráðstefnuna á kraftmiklu erindi um mikilvægi góðs myndefnis í barnabókum. Í erindinu fjallaði hún um hvernig við munum öll eftir myndum úr barna- bókum æskunnar og þeim tilfinningum sem myndirnar vöktu með okkur, við lærðum að nema tilfinningarnar áður en við áttum orð yfir þær. Börn þurfa fjölbreytt myndefni þar sem þau geta upplifað allan tilfinninga- skalann, listrænar myndir sem ögra hugsuninni og byggja upp myndrænan orðaforða. Í heimi nútíma- barna þar sem tjáningin fer alltaf sífellt meira fram í gegnum myndmál er enn mikilvægara en áður að bjóða upp á fjölbreyttar myndir en ekki falla í þá gryfju að fjöldaframleiða einsleitar myndir sem byggja allar á sama alþjóðlega fegurðarstaðlinum. Íslenskar barna- bækur þurfa að geta endurspeglað íslenskt samfélag, menningu, andrúmsloft, sögu og allt það sem orðin ná ekki yfir og við munum ekki finna í bókum frá öðrum löndum. Íslensk barnabókaútgáfa er ekki mikil og því mikilvægt að vandað sé vel til og að fyllt sé hugvitsam- lega upp í heildarmyndina með vönduðu vali á þýddum barnabókum. Því að myndlestur er líka lestur – og mynd- ir skipta máli! IBBY og Bókmenntaborgin gefa út vegg- spjald fyrir bókasöfn Í stjórn IBBY erum við ávallt að leita leiða til þess að hvetja börn til lestrar. Á ferðum okkar um netheima höfum við oft rekist á fallegar hugvekjur um mikilvægi lestrar. Þessar hugvekjur eru ávallt góð áminning í heimi þar sem alls konar áreiti annarra miðla fangar athyglina. Þegar þær eru vel skrifaðar getur textinn sjálfur verið hugarkonfektmoli sem kemur manni úr hversdagsleik- anum stutta stund. Við fengum Bókmenntaborgina til liðs við okkur að gera veggspjald, enda er hún ávallt tilbúin að koma börnunum á hugarflug með Sleipni. Það voru hæg heimatökin þegar stjórnarmenn IBBY tóku höndum saman um textagerð og fengu svo Berg- rúnu Írisi Sævarsdóttur í lið með sér. Hún myndgerði textann þannig að hvert orð og stafirnir lifnuðu við með skemmtilegum myndum. Veggspjöldunum verður dreift á öll skólasöfn á landinu. IBBY Nordic Nú í byrjun árs bauðst IBBY á Íslandi að vera meðlim- ur í nýstofnuðum samtökum, IBBY Nordic. Markmið samtakanna er að efla norrænt samstarf og vera sam- eiginleg rödd á alþjóðlegum vettvangi. Samtökin munu ekki hafa eiginlega stjórn heldur eiga tveir fulltrúar frá hverju landi að mæta á fundi sem haldnir verða árlega. Næsti fundur verður í nóvember í Osló og fundurinn 2020 í Finnlandi. Á fundunum verður rætt um ný leiðarljós alþjóðlegu IBBY-samtakanna, hvernig hægt sé að skapa betri aðstæður þeirra sem búa til og miðla barnabókum og hvernig megi styrkja norrænar barna- bókmenntir frá hugmynd að bók og frá bók til lesanda. Á fundinum verður einnig rætt hvernig IBBY-samtök- in geti unnið að hagsmunagæslu norrænna barnabók- mennta. Einnig á að ræða hvernig hægt sé að styrkja gerð kennsluefnis og annarra hjálpargagna um norræn- ar barna- og unglingabókmenntir. Þá munu samtök- in deila greinum og fræðsluefni frá Norðurlöndunum í sameiginlegu fréttabréfi og þannig stuðla að miðlun þekkingar milli landanna. Það verður spennandi að sjá hvert þetta samstarf leiðir okkur og vonumst við til að geta eflt enn frekar norrænar barnabókmenntir og miðlað þekkingu okkar á milli. Að lokum Nú fer sumarið að koma, sólin hækkar á lofti og börn- in fá langþráð sumarfrí. Sumarið gefur börnunum frelsi til að leita uppi ævintýri hvort sem það er úti í náttúrunni eða í undraheimi bókanna. Mig langar að hvetja ykkur til að velta fyrir ykkur hvaða bókum sé hægt að gauka að börnunum og með hvaða orð- um megi hvetja þau til að upplifa frelsið og gleðina í því að sökkva sér í ævintýraheim og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Látum það líka eftir okkur að lesa bækur, ekki síst barnabækur svo að við getum rætt um þær við börnin okkar. Það gæti komið foreldrum á óvart að heyra hvað þau hafa skýrar skoðanir á efni og innihaldi og hvað þau hafa margt til málanna að leggja. Sláum margar flugur í einu höggi: Verum góðar fyrirmyndir, skemmtum okkur í ævintýraheimi bóka og njótum sumarsins!

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.