Rit Mógilsár - 2015, Side 8

Rit Mógilsár - 2015, Side 8
8 Rit Mógilsár 33/2015 vaxtarskilyrði þar sem jarðvegur er lítill (runna heiði(kvistlendi):lyngmói). Algengur um allt land og með mikla útbreiðslu. Í lista Steindórs og NÍ eru 7 gróðurhverfi (B1-B6 og B8) sem heyra undir þennan flokk með mismunandi samsetningu af lynggróðri eða smárunnum. BB bláberjalyngmói: Bláberjalyng ríkjandi. Jarðvegur oft rakari og þykkari en í öðrum lyngmóa. Aðrar tegundir: Krækilyng, víðir, aðalbláberjalyng. (runnaheiði(kvistlendi):lyngm ói). Algengt um allt land og með mikla útbreiðslu. Í lista Steindórs og NÍ stendur eitt gróðurhverfi (B7) fyrir þennan flokk. BA aðalbláberjalyngmói: Aðalbláberjalyng ríkjandi. Jarðvegur oftast frjósamari en í bláberjalyngmóa. Oftast á svæðum þar sem snjór leggst yfir og liggur lengi á veturna eins og í snjódældum. (runnaheiði(kvistlendi):lyng mói). Nokkuð algengt á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi en í frekar litlum einingum. Sjaldgæft í öðrum landshlutum og helst þá upp til fjalla. Í lista Steindórs er þessu gróðurhverfi ekki lýst en hjá NÍ stendur eitt gróðurhverfi (B9) fyrir þennan flokk. Þetta er nýtt gróðurhverfi í gróðurhverfalykli skógræktar. Er tekið inn vegna ábendinga frá skógfræðingum og vegna þess að það er til í lista NÍ. 3.1.3. Hrísmói (eða hrísheiði, fjalldrapamói). Einkennisstafur hrísmóa og birkilendis (Betula ssp.) er C C hrísmói (eða hrísheiði): Fjalldrapi ríkjandi í þekju. Jarðvegur rakari en hjá öðrum gróðurfélögum kvistlendis og eru oft óljós skil milli þurrlendra runnamýra og hrísmóa. Aðrar tegundir eru: Bláberjalyng, þursakegg, krækilyng, grös, víðitegundir (grávíðir, grasvíðir, loðvíðir). (runnaheiði(kvistlendi). Algengt um allt land og með mikla útbreiðslu. Í lista Steindórs eru þrír flokkar hrísmóa (C1-C3) og í lista NÍ hefur þeim fjórða verið bætt við (C8) sem heyrir undir þennan flokk með mismunandi samsetningu annarra plantna. 3.1.4. Víðimói (eða víðiheiði) Einkennisstafur er D DL loðvíðismói: Algjört þurrlendisgróðurfélag. Loðvíðirinn er hávaxnari en grávíðirinn og nær bestum þroska þar sem sandfok er mikið. Aðrar teg undir: Grávíðir, túnvingull, þursaskegg (runna heiði(kvistlendi):víðiheiði). Sjaldgæft gróðurhverfi í kortlagningu skógræktarlands. DGu gulvíðismói: Oftast raklent gróðurfélag, þar sem gulvíðirinn verður sjaldan ríkjandi nema í rökum jarðvegi. Algengast á láglendi. Aðrar tegundir: Grös, blómjurtir. (runnaheiði (kvistlendi): víðiheiði). Ekki algengt gróðurhverfi en getur myndað stóra fláka þar sem beit hefur verið aflétt í nokkurn tíma. Í lista Steindórs er einn flokkur gulvíðis (D5) eins og í lista NÍ en þar hefur gulvíðir verið fluttur úr víðimóa í deiglendi og hefur fengið deiglendiskóða (T4). DGr grávíðismói: Grávíðirinn er ætíð lágvaxinn, venjulega undir 40 sm. Jarðvegur rakur til meðalrakur. Aðrar tegundir: Krækilyng, fjalldrapi, grasvíðir, loðvíðir, elfting (runnaheiði(kvistle ndi):víðiheiði). Er oftast hálendisgróðurhverfi nema á nyrstu stöðum. Sjaldgæft gróðurhverfi í kortlagningu skógræktarlands. Í lista Steindórs eru þrír flokkar grávíðismóa (D1-D3) en í lista NÍ hefur þeim verið fækkað í tvo (D1-D2). 3.1.5. Annað mólendi E þursaskegg­móasefsmói: Ríkjandi tegundir eru þursaskegg eða móasef. Oftast mjög þurrlendur og frekar ófrjór. Aðrar tegundir: Krækilyng, grös, rjúpnalauf. Svipar til lyngmóa hvað frjósemi varðar. Mjög algengt gróðurhverfi í kortlagningu skógræktarlands. Þursaskeggsmói er mjög algengur í láglendisbeitarlöndum á Norðurlandi og Austurlandi ef frá eru taldir Austfirðir. Þar fyrir utan er helst að finna hann langt inn til landsins á Suðurlandsundirlendi. Mósefsmói er ekki eins algengur og útbreiddur en kemur fyrir um allt land. E er einkennisstafur þursakeggsmóa og F móasefsmóa. Í lista Steindórs og NÍ eru þrír flokkar þursaskeggsmóa (E1,E2 og E4) og tveir flokkar móasefsmóa (F1 og F2). G starmói: Ríkjandi tegund er stinnastör, móastör eða rjúpustör. Rakt mólendi. Jarðvegur oftast þykkur. Aðrar tegundir: Grös, grávíðir, grasvíðir, krækilyng, bláberjalyng. Er oftast hálendisgróðurhverfi nema á nyrstu og köldustu stöðum. Sjaldgæft gróðurhverfi í kortlagningu skógræktarlands. G er einkennisstafur starmóa. Í lista Steindórs eru þrír flokkar starmóa (G1- G3) en í lista NÍ hefur einum verið bætt við fyrir rjúpustararmóa (G4). J fléttumói: Fléttur, eins og fjallagrös og hreindýramosi ríkjandi. Háplöntur hinar

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.