Rit Mógilsár - 2015, Qupperneq 9

Rit Mógilsár - 2015, Qupperneq 9
Rit Mógilsár 33/2015 9 sömu og í kvistlendi. Algengt gróðurhverfi á hálendinu norðanlands en kemur þó eitthvað fyrir á láglendi, ekki síst á Norðurlandi. Í lista Steindórs og NÍ eru tveir flokkar fléttumóa (J1 og J2). 3.2. Valllendi eða graslendi Einkennisstafur er H HG graslendi: Grös ríkjandi. Aðrar tegundir eru þurrlendisstarir s.s. stinnastör, lágvaxnar blómjurtir eða elfting. Jarðvegur oft þykkur og frjór en frekar þurr, þó aldrei eins þurr og lyngmóajarðvegur. Mjög algengt gróðurhverfi í kortlagningu skógræktarlands. Í lista Steindórs er HG táknað með H1, H2 en í lista NÍ hefur flokknum H7 grös með elftingu verið bætt við. Auk þess má segja að flokkarnir fitjungur (H5) og finnungur (H6) hjá NÍ falli undir þetta gróðurhverfi. Finnungur er einkennandi snjódældargrastegund. HT ofurfrjótt graslendi: Graslendi með hávöxnum sinumyndandi grastegundum. Finnst oft á aflögðum túnum eða þar sem land hefur verið ræktað um langan aldur. Einnig við bæi og bæjarrústir og á framræstu votlendi. Frjósemi lands er mikil en öflug samkeppni grastegunda gerir nýræktun trjáplantna erfiða. Mjög algengt gróðurhverfi í kortlagningu skógræktarlands. Í lista Steindórs og NÍ er ekki til sambærilegur gróðurflokkur nema þá helst R3 og R4 í lista NÍ sem eru flokkar fyrir aflögð tún. HS smárunnagraslendi: Fyrir utan grös finnast ýmsir smárunnar. Þeirra algengastir eru: Grávíðir, grasvíðir, krækilyng, bláberjalyng. Er skylt bláberjalyngmóa að frjósemi. Mjög algengt gróðurhverfi í kortlagningu skógræktarlands. Í lista Steindórs og NÍ er HS táknað með H3. HE graslendi með þursaskeggi: Grös ríkjandi með þursaskeggi sem annarri algengustu tegund. Oftast er jarðvegur þykkur en þurrari en í graslendi. Nokkuð algengt í Eyjafirði. Algengi þess á landsvísu fer vaxandi með minnkandi beit. Í lista Steindórs og NÍ er ekki til sambærilegur gróðurflokkur. HM melgresi: Melgresi ríkjandi. Oft einrátt en þær tegundir sem fyrstar vaxa með því eru túnvingull, klóelfting og holurt. Vex oftast á svæðum með foksandi. Hefur reynst ágætis gróðursetningarsvæði fyrir stafafuru og birki, ekki síst inn til landsins þar sem vindur er ekki of sterkur. 3.3 Blómlendi L blómlendi: Hagstæð gróðurskilyrði, mikið sólfar, skjól og hæfilegur raki. Hávaxnar og blómskrúðugar tvíkímblaða jurtir. Mosi oftast lítill í rót. Ekki algengt gróðurhverfi í kortlagningu skógræktarlands. Útbreiðsla og algengi er þó vaxandi með aukinni friðun lands fyrir beit. Í lista Steindórs er einn flokkur blómlendis (L1) en í lista NÍ hefur þeim flokki verið skipt í hávaxnar blómjurtir (L1) og lágvaxnar blómjurtir (L2). LúU lúpína ung: Breiður af lúpínu sem er nokkuð algeng í friðlöndum skógræktar. Í yngri lúpínu eru aðrar tegundir einungis þær sem fyrir eru á svæðinu sem lúpínan er að yfirtaka. Oft erfitt að gróðursetja trjáplöntur í ungri lúpínu þar sem hún er hávaxin og frek á ljós og raka. Jarðvinnsla eða aðrar markvissar aðgerðir til þess að draga úr samkeppni geta verið nauðsynlegar til að koma í veg fyrir mikil afföll. Ekki til í lista Steindórs en í lista NÍ táknað með L3. LúG lúpína gömul: Breiður af lúpínu sem er nokkuð algeng í friðlöndum skógræktar. Í eldri lúpínu er oft kominn mosi í botn breiðunnar og laufþak lúpínu tekið að gisna. Aðrar tegundir eru ýmis grös og aðrar hávaxnar jurtir. Á þessu stigi er auðveldara að koma inn með trjáplöntur þar sem lúpínan er ekki jafn frek á ljós og raka og næringarstig jarðvegsins orðið hærra. Ekki til í lista Steindórs en í lista NÍ táknað með L3.

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.