Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 29

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 29
Trúin og samkynhneigðin Þú segist hafa unnið mikið í þínum málum með hjálp trúarinnar. Hafa komið upp vandamál í sambandi við þína trú og samkynhneigð? Þegar ég var úti bjó ég um tíma á kristilegu meðferðarheimili þar sem mér var sýndur mjög mikill skilningur, þolinmæði og kærleikur. Ég var í miklum andlegum pælingum og hafði mikinn tíma til að pæla í hvernig landið lægi. Sá sem rak heimilið var prestur, ofboðslega kærleiksríkur maður. Hann sagði alltaf við mig: „Ef þú ætlar að vera hommi þá vona ég að þú verðir hamingjusamur hommi.“ Ég á þessum manni mjög mikið að þakka og verð bara klökkur þegar ég tala um það. Það var auðvitað ekki sömu sögu að segja af öllum. Ýmsar kirkjur og trúarhópar komu inn á heimilið utan úr bæ og predikuðu að við færum til helvítis og allt það. Ég bjó þarna í fjögur ár og það er skiljanlegt að ég hafi orðið mjög ringlaður. Ég vissi ekki hvað var rétt. Eitt kvöldið sat ég undir kastaníuhnetutré og var í miklum andlegum þönkum. Ég var mjög einlægur og talaði við guð og bað hann að taka þetta frá mér ef þetta væri svona ofboðslega rangt. Í dag trúi ég tvímælalaust á æðri máttarvöld. Ég trúi því að ef ég dæmi ekki aðra og ef ég reyni bara að koma fram við aðra eins og ég vil láta koma fram við mig, þá leyfi guð mér að vera sá sem ég vil vera. Það eru mín skilaboð til hinsegin fólks, af því að ég veit að margir eru með komplexa varðandi Biblíuna og guð. Ég gat ekki séð þegar ég las guðspjöllin að Jesú talaði sjálfur gegn samkynhneigð. Þeir einu sem Jesú dæmdi voru hræsnararnir og þeir sem voru að kenna vitlaust. Ég set ekki samasemmerki á milli þess sem Jesú boðaði og þess þegar einhver segir við mig að ég muni fara til helvítis. Ég trúi því að líf mitt í dag sé sönnun þess að guð sé ekki á móti samkynhneigð, því ef hann væri það væri líf mitt ekki jafn gott og það er. Sjálfsfordómar Hefurðu fundið fyrir fordómum í þinn garð eftir að þú greindist með HIV? Ég var með mikla fordóma gagnvart sjálfum mér eftir að ég greindist með HIV en núna hef ég komist að því að maður er fyrst og fremst að dæma sjálfan sig þegar maður er að pæla í því hvað öðrum finnst. Silla félagsráðgjafi [Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá sóttvarnasviði Landlæknisembættisins] var búin að hvetja mig til að mæta á fundi hjá HIV-Íslandi en ég sagðist ekki hafa neitt með það að gera. Ég var lengi á því að ég ætlaði að heiðra minningu þeirra sem dóu með því að vera ekkert að kvarta og fara í einhver samtök. Ég komst svo að því að ég var stútfullur af fordómum gagnvart sjálfum mér, fór að mæta á fundi og nú er ég kominn í stjórn félagsins! Ég trúi því að við höfum um tvennt að velja þegar eitthvað svona gerist, hvort sem það er HIV eða alkóhólismi eða eitthvað annað sem við ráðum ekki við: að skríða undir sæng eða láta erfiðleikana styrkja okkur. Það er ekkert alltaf auðvelt en ég hef tekið þá ákvörðun að nýta mér þetta og taka þátt í þessu starfi til að hjálpa mér og öðrum. Skemmtanalífið Áður fyrr fór ég mikið á skemmtistaði og fannst gaman að fara með einhverjum heim en ég geri mér grein fyrir þeim takmörkunum sem mér eru settar í dag. Ég get ekki neitað því að ég hef fundið mikið fyrir því. Þetta eru samt mest takmarkanir sem ég hef sjálfur sett mér því læknirinn minn segir mér að ég sé ekki smitandi. En ef við horfum á jákvæðu hliðarnar; langar mig ennþá að stunda skyndikynni? Ég er kominn á það stig í dag að mig langar ekkert til þess. Síðan ég kom heim hef ég ekki farið mikið á skemmtistaði en hef mest verið að einbeita mér að mínum bata frá áfengi og fíkniefnum. Ég hef persónulega ekki fundið fyrir áþreifanlegum fordómum gagnvart mér. Ég er mest í kringum skilningsríkt fólk sem er að reyna að koma sér út úr heimi fíknar. Í dag geri ég mikla kröfu um að líf mitt sé næringarríkt og ég er ekki í kringum fólk sem ég finn að gæti átt til einhverja svona fordóma. Vill hjálpa öðrum Að lokum, hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Mjög bjarta! Ég er í dag í fyrsta sinn að elta drauma mína í tónlist. Ég sé fyrir mér í framtíðinni að ég geti notað mína reynslu til að hjálpa öðrum, sérstaklega einmitt hvað varðar að víkka sýn fólks. Ég skora á fólk að leita sér þekkingar í stað þess að dæma fólk, því með því að dæma aðra erum við að dæma okkur sjálf í leiðinni. The hardship makes you stronger Ragnar Erling Hermannsson was diagnosed as HIV-positive a few years ago when he was brought to a hospital, seriously sick, and found out that he had AIDS. In this interview he talks about his childhood, being bullied and his love of Tina Turner; the drug addiction and his journey towards attaining self-respect, as well as his fear of HIV and the shock that followed his own diagnosis. Ragnar is now a sober, healthy and active young man, and he responds well to the HIV treatment. He finds strength in the difficulties he has faced, and in the future he hopes to help others to do the same. Ég trúi því að við höfum um tvennt að velja þegar eitt- hvað svona gerist, hvort sem það er HIV eða alkóhólismi eða eitthvað annað sem við ráðum ekki við: að skríða undir sæng eða láta erfið- leikana styrkja okkur. „ “ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.