Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 13
13 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags séu vel innan við 5 cm á hæð hafa helst verið tengd við þurr svæði; sérlega hávaxin (30–50 cm) og blaðmörg eintök hafa verið tengd við næringarríkan jarðveg o.s.frv.62 Við töldum ekki ástæðu til að greina tegundina niður í afbrigði eða undirtegundir en þó fundum við eitt áður óþekkt afbrigði. Það afbrigði hefur þá tilhneigingu að aðalstöngull blómskipunar vex með jörðu en aðeins greinar hennar leita upp á við. Þetta þýðir að út frá jarð- lægum stöngli vaxa blóm og skálpar alveg niðri við jörð. Í fyrstu var talið að þessi vöxtur væri afleiðing mikillar gæsabeitar og þótti ekki ástæða til að gera meira veður út af því, en þegar þessar plöntur voru ræktaðar í ræktunar-herbergi sýndi nýr vöxtur þessa sömu til- hneigingu (óbirt handrit).7 Draba verna L. Vorperla eða Draba verna L. hefur ýmist gengið undir nöfnunum D. verna L., þá helst hjá amerískum flokkunarfræðingum, eða Erophila verna og þá helst meðal evrópskra sérfræðinga. Ættkvíslinni Erophila DC. var lýst snemma á 19. öld en dýpt viks í krónublöðum er nánast eini útlitsmunurinn sem skilur hana frá Draba, þ.e. Erophila með djúpu viki en Draba með grunnu. Draba verna hefur alltaf verið skráð sem Erophila verna á Íslandi, utan eitt skipti árið 1881 þar sem D. verna L. var notað,22 en þar sem erfðafræði- legar rannsóknir hafa sýnt að tegund þessi á fremur heima í ættkvíslinni Draba, í hópi með D. nemorosa og D. muralis, tökum við upp nafnið Draba verna í staðinn.65 Ef tegundarheiti vorperlu er notað í víðum skilningi er hún afskap- lega breytileg og mjög strembin frá flokkunarfræðilegum sjónarhóli, af sumum talin sú erfiðasta innan Draba. Hin íslenska vorperla hefur raunar verið skráð undir þremur mismunandi útgáfum nafnsins Erophila verna: E. verna (L.) Chev.9–11,18, E. verna (L.) E. Mey.14,15 og E. verna (L.) Besser,12 en til eru ótalmörg samnefni, ýmist sem tegundir eða afbrigði. Tegundin samanstendur af mörgum staðbundnum stofnum sem eru frábrugðnir öðrum bæði að útliti og litningatölu. Þessir stofnar nota aðallega sjálfsfrævun og blendingar milli stofnanna eru ófrjóir.5,23 Til fróðleiks má nefna að vor- perla (D. verna) var talin góð gegn fingurgómsbólgu. Slík sýking er þekkt sem withlow á ensku en vor- blómin eru einmitt nefnd withlow grass á ensku máli.5 Summary Discrimination of Draba L. (Brassicaceae) in Iceland The genus Draba is a conspicuous ele- ment of the arctic flora, comprising about 360 species worldwide which are mostly arctic-alpine polyploids. Previously, Draba alpina L., D. nivalis Liljebl., D. fladnizensis Wulf., D. lactea Adams, D. norvegica Gunn., D. daurica DC., D. cinerea Adams and D. incana L. were mainly considered as belonging to the Icelandic flora. In this paper we examine the existing data and speci- mens in the herbaria of the Icelandic Institute of Natural History (AMNH and ICEL), in an attempt to sort out this complex group of plants in Iceland. As a result, we are able to confirm the existence of Draba nivalis, D. lactea, D. norvegica, D. daurica (now D. glabella Pursh) and D. incana. Specimens previ- ously identified as D. alpina are now referred to as D. oxycarpa Summerf. In addition, we have discovered a new species to Iceland, D. arctogena (E. Ekman) E. Ekman. Following most tax- onomists, we accept Erophila verna as a member of the genus Draba. The exis- tence of D. alpina, D. fladnizensis and D. cinerea could not be confirmed in the present study. Þakkir Bestu þakkir færum við Lilju Karlsdóttur, Ploenpit Chokchaichamnankit og Ægi Þór Þórssyni, starfsmönnum Rannsóknastofu í plöntuerfðafræði við Líffræðistofnun Háskólans, fyrir margvíslega aðstoð þeirra. Pálínu Héðins- dóttur, Lovísu Ásbjarnardóttur, Eyþóri Einarssyni og Starra Heiðmarssyni, hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, þökkum við sérstaklega fyrir aðstoð við heimildaöflun, kortagerð og yfirlestur handrits. Þórunni Kristjánsdóttur þökkum við fyrir umsjón plantna og Helga Hallgrímssyni fyrir yfirlestur handrits. Heim ild ir Judd, W.S., Campbell, C.S., Kellogg, E.A., Stevens, P.F. & M.J. Donoghue 1. 2002. Plant systematics: a phylogenetic approach (2. útg.). Sinauer Associates, Sunderland. 576 bls. Warwick, S.I. & Al-Shehbaz, I.A. 2006. Brassicaceae: Chromosome 2. number index and database on CD-Rom. Plant Systematics and Evolution 259. 237–248. Elven, R. (ritstj.). Checklist of the Panarctic Flora (PAF) Vascular Plants 3. (http://www.binran.ru/infsys/paflist/index.htm). Maí, 2007. Linnaeus, C. 1753. Species Plantarum. 2. bindi. Stockholm: Holmiae: 4. Impensis Laurentii Salvii. 640 bls. Al-Shehbaz, I.A. 1987. The Genera of Alysseae (Cruciferae; Brassicaceae) 5. in the Southeastern United States. Journal of the Arnold Arboretum 68. 185–240. Heilborn, O. 1927. Chromosome numbers in 6. Draba. Hereditas 9. 59–68. Gróa Valgerður Ingimundardóttir, Hörður Kristinsson & Kesara 7. Anamthawat-Jónsson. Chromosome number of Draba incana L. from Iceland. Handrit sent til birtingar í Acta Botanica Islandica. Áskell Löve & Doris Löve 1956. Cytotaxonomical conspectus of the 8. Icelandic flora. Acta Horti Gotoburgensis 20(4). 65–291. Jalas, J., Suominen, J. & Lampinen, R. (ritstj.) 1996. Cruciferae (9. Ricotia to Raphanus). Atlas Florae Europaeae – Distribution of vascular plants in Europe. 11. bindi. The Committee for Mapping the Flora of Europe and Societas Biologica Fennica Vanamo, Helsinki. Hörður Kristinsson 1986. Plöntuhandbókin. Örn og Örlygur, Reykjavík. 10. 304 bls. Ágúst H. Bjarnason 1994. Íslensk flóra með litmyndum. Forlagið, Reykjavík. 11. Áskell Löve 1977. Íslensk ferðaflóra (2. útg.). Almenna bókafélagið, 12. Reykjavík. Stefán Stefánsson 1948. Flóra Íslands (3. útg.). Steindór Steindórsson 13. (ritstj.). Bókaútgáfan Norðri, Akureyri. 407 bls. Stefán Stefánsson 1924. Flóra Íslands (2. útg.). Minningarsjóður Stefáns 14. Stefánssonar, Kaupmannahöfn. 305 bls. Ostenfeld, C.H. & Grøntved, J. 1934. The Flora of Iceland and The 15. Færoes. Levin & Munksgaard, Kaupmannahöfn. 199 bls. Grøntved, J. 1942. The Pteridophyta and Spermatophyta of Iceland. Í: 16. Grøntved, J. (ritstj.), The Botany of Iceland, 4. bindi. 427 bls. Áskell Löve 1983. Flora of Iceland. Almenna Bókafélagið, Reykjavík. 403 17. bls. Áskell Löve 1945. Íslenzkar jurtir. Mál og Menning, Reykjavík. 291 bls.18. Mossberg, B., L. Stenberg, & Ericsson, S. 1992. Den Nordiska Floran. 19. Wahlström & Widstrand, Stockholm. 696 bls. Mossberg, B. & Stenberg, L. 2003. Den Nya Nordiska Floran. Wahlström 20. & Widstrand. 928 bls. Akeroyd, J.R. & Walters, S.M. 1993. 21. Draba L. Í: Flora Europaeae (Psilotaceae to Platanaceae) (ritstj. Tutin, T.G., Burges, A, Chater, A.O., Edmondson, J.E., Heywood, V.H., Moore, D.M., Valentine, D.H., Walters, S.M. & Webb, D.A.). Cambridge University Press. 372–377.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.