Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 33
33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
hafi verið rándýr frekar en hræætur;
til dæmis hafa fundist áverkar með
tannaförum, sem vart geta verið eftir
aðra skepnu en grameðlu, á stórum
graseðlum sem síðan hafa gróið
sára sinna. Freistandi er að halda að
ógnareðlur hafi verið hjarðdýr, þar
sem á nokkrum stöðum hafa fundist
bein úr mörgum þeirra saman og á
öllum aldri, við aðstæður sem benda
til þess að dýrin hafi farist öll í einu.
Brotin eða brákuð bein, sem í
mörgum tilvikum hafa síðan gróið,
finnast í mörgum steingervingum
af grameðlum og fleiri ógnareðlum
og benda til sviptingasamra lífs-
hátta.
Út frá beinagerð grameðlu hafa
dýrafræðingar reynt að glöggva sig
á stærð og stöðu vöðvanna sem
tengdust þeim, og þar með hrað-
anum á yfirferð dýranna. Þykir lík-
legt að fullvaxin grameðla hafi ekki
hlaupið hraðar en sem svarar 40
km á klukkustund. Trúlega voru
grameðluungar og einstaklingar af
minni tegundum eitthvað sprett-
harðari. Samkvæmt þessu hefðu
hinar ýmsu tegundir af ógnareðl-
um getað lifað á sömu svæðum á
mismunandi bráð eða hver með
sinni veiðiaðferð, rétt eins og ljón,
blettatígur og hlébarðar í Afríku nú
á dögum.
Líkamsgerð og lífshættir:
Fuglsmjaðmar
Þrjár megindeildir fuglsmjaðma
eru randhöfðar, Marginocephalia
á 4. mynd, með höfuðið afmarkað
beinkraga, fuglsfetar, Ornithopoda,
sem ólíkt flestum öðrum fugls-
mjaðmaeðlum voru hvorki með
brynju né gadda, og skjaldeðlur,
Thyreophora, sem þeim mun betur
voru brynjaðar og með gadda á baki.
Randhöfðar
Randhöfðarnir (Marginocephalia)
einkennast af beinkraga á hálsi.
Margir voru með beingadda eða
horn út úr kraganum og víðar á
höfuðkúpunni. Margt bendir til þess
að kynin hafi verið mismunandi í
þessu efni. Tveir meginhópar rand-
höfða voru skalleðlur og horneðlur.
Skalleðlur eða þykkhöfðar (Pachy-
cephalosauria) voru með hvelfda
hauskúpu og afar þykka, allt að 20
cm á hinum stærstu. Skalleðlur voru
smávaxnar eða miðlungsstórar risa-
eðlur, tvífættar með langan hala,
allt að mannhæð upp á mjaðmir
og 3–5 m langar (11. mynd). Dýrin
voru uppi á krít, einkum undir lok
tímabilsins. Leifar þeirra eru hvergi
algengar en hafa fundist í Lárasíu
frá Norður-Ameríku austur eftir
Evrópu og Asíu.
Skalleðlur eru á mörgum mynd-
um sýndar með hvelft höfuð, lagað
af höfuðkúpunni, og var til skamms
tíma talið að skallinn hefði nýst í
átökum innan tegundar og við rán-
dýr. Rannsóknir á beinagerð benda
til þess að hvorki hauskúpa né háls-
liðir dýranna hefðu þolað slík átök, og
mönnum dettur í hug að á hausnum
hafi vaxið einhver útskot úr hyrni,
enda minnir vefjagerðin á ysta lagi
hauskúpunnar á kjálkabein fugla,
þar sem goggurinn er skorðaður.
Um hlutverk slíkra útskota verður
að sjálfsögðu ekki fullyrt, en þau
gætu hafa laðað að dýrunum maka
eða bægt keppinautum frá, ellegar
ógnað rándýrum.
Horneðlur (Ceratopsia) voru
margar með gríðarstórt og þungt
höfuð með eitt eða fleiri horn úr
beini. Eins og hjá frændum þeirra,
skalleðlunum, eru menn ekki á eitt
sáttir um hvert hafi verið hlutverk
þessa höfuðbúnaðar, hvort þetta hafi
verið til varnar gegn rándýrum, svo
sem grameðlunni sem uppi var með
mörgum öflugustu horneðlunum,
eða frekar verið skart sem dýrin
hreyktu sér með innbyrðis. Ágrein-
ingur fræðimanna um eðli og hlut-
verk höfuðbúnaðar þessara dýra
og annarra randhöfða er viðraður í
tveimur stuttum pistlum í Natural
History, maíheftinu 2005.12,13
Páeðlan (Psittacosaurus, neðst til
vinstri á 4. mynd) var smávaxin, 80
cm til 2 m á lengd og 1,2 m há,
25–80 kg. Þessi frumstæða horneðla
skartaði fáu af höfuðbúnaði frænda
sinna; aðeins mótar fyrir gödd-
um og kraga aftan á hauskúpunni.
Goggurinn minnir á nef páfagauks;
þar af eru fræðiheitið og íslenska
nafnið dregin. Leifar af páeðl-
um hafa fundist í Austur-Asíu –
Mongólíu, Taílandi og Kína – frá
því snemma á krít, í um 120–100
milljón ára gömlum lögum. Meðal
annars fundust í Kína merki um
að þessi dýr hafi sinnt ungum eftir
11. mynd. Skalleðla, Pachycephalosaurus.11 12. mynd. Frumhyrna, Protoceratops
andrewsi, var þrátt fyrir nafnið kollótt, en
með myndarlegan beinkraga aftur úr hausnum.
Kragarnir voru misstórir og mönnum dettur í
hug að þar megi greina kynjamun.11
13. mynd. Íguleðlan, Styracosaurus,
skartaði sex löngum göddum upp og aftur úr
kraganum og var auk þess með liðlega hálfs
metra langt horn upp úr snoppunni.11
14. mynd. Þríhyrnan eða nashyrnings-
eðlan, Triceratops, hefur verið allt annað
en árennileg, jafnvel fyrir grameðlu, sem
þó virðist stundum hafa unnið á henni.11