Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 36
Náttúrufræðingurinn 36 Einum sjö áratugum síðar, eða 1993, kom í ljós að skepnan hafði verið þjófkennd að ósekju. Í sams konar eggjum greindust fóstur úr Oviraptor, og sakborningurinn hefur sjálfsagt legið á eigin hreiðri. Árið 1979, áður en þessi mis- skilningur var leiðréttur, var sem fyrr segir komið í ljós að risaeðlur gættu eggja sinna og sinntu ungum. Það uppgötvaðist þegar fundust hreiður freyjueðlu með allstórum ungum sem háðir voru umhyggju foreldra. Nánustu núlifandi ættingjar risa- eðlnanna eru annars vegar fuglarnir, sem samkvæmt upprunaflokkun eru deild innan dínósára, og hins vegar krókódílar. Allar verpa þessar skepnur eggjum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um umhyggju fugl- anna fyrir eggjum og ungum, en krókódílar verja líka hreiður sín eggjaþjófum, hjálpa ungunum að brjótast úr eggi og bera þá í vatn. Krókódílar, sem flestir lifa í hlýju loftslagi, liggja ekki á eggjum en hylja hreiðrin jarðvegi, þar sem hreiður flestra fugla eru opin. Þarna virðast risaeðlurnar hafa farið milliveg: Í vel varðveittum hreiðrum þeirra standa eggin upp á endann, til hálfs hulin mold eða efju. Eins og meðal spendýra hafa kvendýr krókódíla tvo eggjastokka og liggur sín eggrásin frá hvorum. Egg þroskast samtímis í báðum eggjastokkunum og krókódílskerlan verpur jafnan tveimur eggjum sem næst samtímis. Í fuglum þroskast hins vegar aðeins annar eggjastokk- urinn og önnur eggrásin, enda verpa þeir einu eggi í senn. Innri kynfæri risaeðlna hafa hvergi varðveist, en þess sjást merki á hreiðrum þeirra að þær hafi orpið eggjunum tveimur og tveimur og bendir það til paraðra æxlunarfæra eins og í krókódílum. Í Montana í Bandaríkjunum fund- ust sumarið 1993 bein nærri tveggja metra langrar kjöteðlu, sagtanna (Troodon) sem lá á eggjum (21. mynd). Síðar hafa á þessum slóðum fundist fleiri Troodon-hreiður, eitt þeirra með 24 eggjum. Í steingervingalögum í Liaoning- héraði í Kína, sem áður hafa komið hér við sögu, fundust árið 2003 mjög vel varðveitt bein úr fullorðinni páeðlu, liggjandi á og hjá 34 tuttugu sentímetra löngum ungum í tæplega metrabreiðri dæld eða skál (22. mynd). 21. mynd. Sagtanni, Troodon, nærri tveggja metra löng kjöteðla, sést hér á verði við egg sín í hreiðri.15 22. mynd. Í Liaoninghéraði í Kína hafa fundist vel varðveittar leifar fullorðinnar páeðlu, Psittacosaurus, ásamt 34 ungum (myndin til hægri). Þetta hafa menn túlkað þannig að dýrið hafi þarna legið á og hjá ungum í hreiðri (myndin til vinstri). Dauðann hefur borið brátt að og skepnurnar hafa grafist á staðnum.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.