Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 36
Náttúrufræðingurinn 36 Einum sjö áratugum síðar, eða 1993, kom í ljós að skepnan hafði verið þjófkennd að ósekju. Í sams konar eggjum greindust fóstur úr Oviraptor, og sakborningurinn hefur sjálfsagt legið á eigin hreiðri. Árið 1979, áður en þessi mis- skilningur var leiðréttur, var sem fyrr segir komið í ljós að risaeðlur gættu eggja sinna og sinntu ungum. Það uppgötvaðist þegar fundust hreiður freyjueðlu með allstórum ungum sem háðir voru umhyggju foreldra. Nánustu núlifandi ættingjar risa- eðlnanna eru annars vegar fuglarnir, sem samkvæmt upprunaflokkun eru deild innan dínósára, og hins vegar krókódílar. Allar verpa þessar skepnur eggjum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um umhyggju fugl- anna fyrir eggjum og ungum, en krókódílar verja líka hreiður sín eggjaþjófum, hjálpa ungunum að brjótast úr eggi og bera þá í vatn. Krókódílar, sem flestir lifa í hlýju loftslagi, liggja ekki á eggjum en hylja hreiðrin jarðvegi, þar sem hreiður flestra fugla eru opin. Þarna virðast risaeðlurnar hafa farið milliveg: Í vel varðveittum hreiðrum þeirra standa eggin upp á endann, til hálfs hulin mold eða efju. Eins og meðal spendýra hafa kvendýr krókódíla tvo eggjastokka og liggur sín eggrásin frá hvorum. Egg þroskast samtímis í báðum eggjastokkunum og krókódílskerlan verpur jafnan tveimur eggjum sem næst samtímis. Í fuglum þroskast hins vegar aðeins annar eggjastokk- urinn og önnur eggrásin, enda verpa þeir einu eggi í senn. Innri kynfæri risaeðlna hafa hvergi varðveist, en þess sjást merki á hreiðrum þeirra að þær hafi orpið eggjunum tveimur og tveimur og bendir það til paraðra æxlunarfæra eins og í krókódílum. Í Montana í Bandaríkjunum fund- ust sumarið 1993 bein nærri tveggja metra langrar kjöteðlu, sagtanna (Troodon) sem lá á eggjum (21. mynd). Síðar hafa á þessum slóðum fundist fleiri Troodon-hreiður, eitt þeirra með 24 eggjum. Í steingervingalögum í Liaoning- héraði í Kína, sem áður hafa komið hér við sögu, fundust árið 2003 mjög vel varðveitt bein úr fullorðinni páeðlu, liggjandi á og hjá 34 tuttugu sentímetra löngum ungum í tæplega metrabreiðri dæld eða skál (22. mynd). 21. mynd. Sagtanni, Troodon, nærri tveggja metra löng kjöteðla, sést hér á verði við egg sín í hreiðri.15 22. mynd. Í Liaoninghéraði í Kína hafa fundist vel varðveittar leifar fullorðinnar páeðlu, Psittacosaurus, ásamt 34 ungum (myndin til hægri). Þetta hafa menn túlkað þannig að dýrið hafi þarna legið á og hjá ungum í hreiðri (myndin til vinstri). Dauðann hefur borið brátt að og skepnurnar hafa grafist á staðnum.15

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.