Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn 44 17. aldar.1,2 Verða þær raktar hér eftir árum. Árið 1611 í Sjávarborgarannál: „Varð Reyðarfjörður í Austfjörðum að blóði. Það var deginum fyrir Uppstigningardag.“ (Annálar IV, bls. 246.) Í Íslensk annálabrot eftir Gísla Oddsson biskup segir um þann atburð: „Sama ár sýndist allur Reyðarfjörður eystra vera orðinn að blóði, allt frá innstu fjörum og út til Seleyjar.“ (Annálar V, bls. 522. / Ísl. annálabrot og undur Íslands. Ak. 1942, bls. 39.) Árið 1620 í Ballarárannál: „Á Eyja- firði sást þá á sjónum mikið blóð og rann saman í lifrar.“ (Annálar, III, bls. 195.) Einnig í Sjávarborgarannál sama ár: „Sást blóðslitur víða mjög á sjónum um Eyjafjörð.“ (Annálar IV, bls. 250.) Í Íslenzk annálabrot eftir Gísla biskup segir um sama ár: „Grímseyingar þóttust í haustlok hafa séð hafið allt í kring verða rautt sem blóð, svo langt sem augað eygði.“ (Annálar V, bls. 527. / Ísl. annálabrot …, Ak. 1942, bls. 42) Árið 1622 í Sjávarborgarannál: „Á þeim vetri snerist Eyjafjörður í blóð.“ (Annálar IV, bls. 251.) Í Annála- brotum Gísla biskups segir: „Um veturinn sýndist Eyjafjörður nyrðra vera orðinn að blóði.“ (Annálar V, bls. 527 / Íslenzk annálabrot …, Ak. 1942, bls. 42.) Árið 1633 í Fitjaannál: „Sást sjór- inn sem blóð við Vestmannaeyjar, sem fyr skeði, áður Tyrkir komu.“ (Annálar II, bls. 123.) Í Vallholtsannál stendur fyrir sama ár: „Sást sjór rauður sem blóð við Vestmanna- eyjar.“ (Annálar I, bls. 328.) [Tyrkir rændu Eyjar 1627.] Árið 1638 í Fitjaannál: „Það sumar sást blóð á sjónum í Aust- fjörðum, sem í flekkjum eða lengjum, af hafinu og að landinu koma.“ (Annálar II, bls. 134.) Í Ballarárannál segir um sama ár: „Þá snerust fyrir austan 2 firðir í blóð: Mjóifjörður og Seyðarfjörður.“ (Annálar III, bls. 201.) Þess sama er getið í Sjávarborgarannál: „Sást blóðslitur á sjónum á Mjóafirði og Breiðafirði [Reyðarfirði!] fyrir austan.“ Síðar segir þar: „Í tveim fjörðum eystra sáust blóðstrik. Þau lágu rétt í miðjum fjörðunum frá landi og fremst í fjarðarmunna. Sjó- menn sem þar reru, veltu blóðinu með árunum.“ (Annálar IV, bls. 271– 272.) Þess sama er ennfremur getið í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772), sjá síðar. Árið 1646 í Sjávarborgarannál: „Sama ár fyrir alþing sást tvisvar blóðslitur á Öxará; item sama vor sáust blóðlifrar í sjónum við Elliðaey á Breiðafirði vestur.“ (Annálar IV, bls. 281.) Árið 1649 í Fitjaannál: „Sama haust sást á sjónum vestra blóð mikið, langan veg, nær viku sjávar, svo skip og árar lituðust, sem þar um fóru.“ (Annálar II, bls. 164.) Árið 1650 í Vatnsfjarðarannál elsta: „Sást blóðslitur á sjó fyrir vestan Dýrafjörð, 2 vikur undan landi.“ (Annálar III, bls. 71.) Sama klausa er í Vatnsfjarðarannál yngri við sama ár (Annálar III, 124.) Í Ballarárannál sama ár: „Þá sást fyrir Barðaströnd á sjó af tveimur skipverjum blóð- litaður sjórinn, meir en viku sjóar. Þá var mikill fiskur það vor á Breiðafirði.“ (Annálar III, bls. 208.) Í Sjávarborgarannál segir um sama ár (1650): „Það ár sáust blóðlifrar í sjó- num fyrir Barðaströnd vestur.“ [Árið 1651 er í sama annál getið um fitu- brák mikla í Faxaflóa, við alla norður- strönd Reykjanesskaga, sem olli fugla- dauða.] (Annálar IV, bls. 289.) 2. mynd. Blóðsjór við Hafrannsóknastofnunina (Institute of Ocean Sciences) í Sidney í Kanada, 9. júní 2003. Ljósm.: Chris Willey, Fiskveiði- og sjávarrannsóknadeild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.