Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 51
51 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Við jökulröndina var jarðvegur rennblautur af leysingarvatni. Í dálítilli lægð þar bar snjórinn daufan, rauðleitan blæ. Hvað var þetta? Það voru lifandi verur – snæþörungar (Chlamydomonas nivalis), sem numið höfðu land á köldum jöklinum. Fyrirbrigðið er alþekkt á norðurhjara heims.33 Snæþörungur er líka af flokki græn- svipunga og hefur rautt litarefni, eins og blóðþörungur, sem vanalega yfirgnæfir blaðgrænu, sérstaklega í dvalagróum sem eru áberandi rauð, en þau eru mun algengari en svipustigið. Rauðsnævi virðist vera mjög fágætt hér á landi, a.m.k. hefur höfundur aldrei komist í tæri við það. Það er hins vegar vel þekkt á fönnum og jökuljöðrum í grann- löndunum, Grænlandi, Skotlandi og Noregi. Íslenska basaltið er auðugt af járnsamböndum, sem losna úr læð- ingi við veðrun þess og þó mest við starfsemi vissra baktería (gerla) sem umbreyta þeim í ryðlit sambönd, almennt kölluð mýrarauði, af því að mest ber á þeim í keldum og pyttum í mýrum (10. mynd). Iðulega lita þau steina í botni lækja sem frá mýrum falla og jafnvel í ám og stöðuvötnum. Til þess má rekja örnefnið Rauðilækur sem er algengt hérlendis, og Rauðár og Rauðavötn sem eru fátíðari.34 Í næringarríkum vötnum vaxa þörungar stundum í svo miklum mæli að þeir ná að lita yfirborðið, oftast grænt eða brúnt, og kallast það vatnablómi eða vatnamor. Mývatn er þekktasta morvatn á Íslandi. Það verður iðulega brúnleitt eða grábrúnt þegar líða tekur á sumar, og í víkum og vogum getur það orðið líkt og súpa eða soppa. Það kalla Mývetningar leirlos (11. mynd). Orsökin er bláþörungur að nafni Anabaena flos aquae eða morþörungur, sem myndar keðjur í vatninu og stundum hnykla. Erlendis þekkist rauðleitt eða rautt vatnamor, sem getur stafað af þörungum eða smádýrum. Í grunnum tjörnum á hálendinu getur magn rauðra díl- krabba (Diaptomus) orðið svo mikið að vatnið verði rauðleitt. Fyrir kemur að straumvötn litast rauð af leirefnum sem ná að skolast út í þau vegna jarðhræringa. Mun það ekki ótítt við meiri háttar jarðskjálfta, en litlar heimildir eru um það hér á landi. Ummæli Sjávarborgarannáls um blóðlit á Öxará á Þingvöllum vorið 1746 eru þó athyglisverð og 11. mynd. Anabaena í Krítartjörn, 25. júní 1997. Ljósm.: Árni Einarsson. 10. mynd. Járngerlar í mýrarpytti litast ryðrauðir af mýrarrauða sem þeir skilja út. Hrólfsstaðir, Jökuldal, 19. ágúst 1999. Ljósm.: Helgi Hallgrímsson. geta bent til áhrifa frá jarðskjálftum á Suðurlandi, sem voru margir og miklir á 18. öld. Sumarið 1971 varð höfundur vitni að rauðlitun Teigarár í Svarfaðardal, vegna framhlaups um vorið í litlum skriðjökli í Teiga- dal, þverdal í innanverðum dalnum, þar sem mikið er af rauðum leir milli berglaga. Svarfaðardalsá fékk einnig gulmórauðan lit sem hélst allt sumarið.35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.