Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 59
59 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags U m árabil hefur Hafrannsókna-stofnunin kerfisbundið safn-að upplýsingum um nýja og sjaldséða fiska á miðunum við landið. Að stórum hluta hefur sú upplýsingaöflun byggst á góðri samvinnu við sjómenn sem sent hafa stofnuninni sjaldgæfa fiska og/ eða furðufiska sem þeir hafa rekist á við störf sín. Þessi samvinna hefur verið jákvæð fyrir báða aðila því í gegnum hana hafa vísindamenn fengið mikilsverðar upplýsingar um fiskafánuna við landið sem mjög erfitt væri að afla á annan hátt. En einnig hefur forvitni og áhuga sjó- manna varðandi sérstæða fiska í lífríki hafsins að nokkru verið svalað. Umfjöllunin sem hér birtist er að mestu byggð á efniviði sem sjómenn hafa sent Hafrannsókna- stofnuninni undanfarinn tæpan ára- tug en einnig er stuðst við gögn úr rannsóknaleiðöngrum stofnunar- innar og í einu tilfelli birtar upp- lýsingar annars staðar frá. Lífshættir Það má með sanni segja að stóra sænál (Entelurus aequoreus) sé með sérkennilegustu fiskum sem finnast í hafinu við Ísland (1. mynd). Hún tilheyrir ættbálki sænála (Syngna- thiformes) en í norðaustanverðu Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi lifa fimm ættkvíslir sænála sem til teljast samtals 15 tegundir.1 Stóra sænál er eina tegundin sem fundist hefur við Ísland. Sænálar hafa enga efnahagslega nytsemi en stundum eru þær þó seldar sem dæmi um furðuverk náttúrunnar og sumar tegundir, sérstaklega sæhestar sem ekki finnast hér við land, eru vinsælir sýningargripir í sædýra- söfnum. Stóra sænál er mjög mjóvaxinn fiskur og líkist við fyrstu sýn fremur bandspotta eða þörungatægju en fiski. Bolurinn er langur og stirtlan löng og mjó og mjókkar aftur. Bak- uggi er aftast á bolnum og sporður er örlítill. Hausinn er í meðallagi og um helmingur hans er snjáldrið. Kjaftur er lítill og vísar upp. Stóra sænál er yfirleitt gulbrún á litinn með dökkum þverrákum. Fullvaxnir hængar eru um 40 cm að lengd en hrygnur geta verið allt að 60 cm.2 Stóra sænál heldur sig bæði í úthafinu og við ströndina en þar er hún innan um þara- og þangbrúska. Vegna þessa útbreiðslumynsturs hafa vaknað spurningar um hvort hugsanlega geti verið um tvær stofneiningar að ræða, þ.e. úthafs- og strandstofn. Við Bretlandseyjar Stóra sænál – stingur sér niður víðar en áður við Ísland Ólafur S. Ástþórsson og Jónbjörn Pálsson Á allra seinustu árum hefur orðið sannkölluð sprenging í fjölda og útbreiðslu stóru sænálar (Entelurus aequoreus) í norðaustanverðu Norður- Atlantshafi og virðist það einnig eiga við um hafsvæðið í kringum Ísland. Í þessum pistli verður vikið að líffræði þessa sérstæða fisks og þeim breytingum sem orðið hafa á útbreiðslu og stofnstærð hans við Ísland og á nálægum hafsvæðum á undanförnum árum. 1. mynd. Stóra sænál (Entelurus aequoreus), um 35 cm að lengd. – Snake pipefish, about 35 cm in length. Ljósm./Photo: Jónbjörn Pálsson. Ritrýnd grein Náttúrufræðingurinn 77 (1–2), bls. 59–62, 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.