Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 60
Náttúrufræðingurinn 60 er hrygning og klak aðallega talið eiga sér stað í maí–júní. Hrygnur- nar hrygna um 400–1000 eggjum sem þær festa í einskonar holótta rás á kvið hængsins, sem síðan ber þau fram að klaki (2. mynd). Vestar í Atlantshafinu virðist hrygning eiga sér stað á svipuðum tíma því nokkrir hængar stóru sænálar, sem r.s. Árni Friðriksson veiddi í flotvörpu í júní 2003 skammt utan 200 mílna lögsögunnar suðvestur af landinu, báru egg. Aukin útbreiðsla og stærri stofn Útbreiðslusvæði stóru sænálar er víðáttumikið en það nær frá Asór- eyjum og Portúgal í suðri og norður til Noregsstranda og Íslands.2 Aust- ast er stóra sænál þekkt úr Eystra- saltinu. Fram á seinustu ár hefur stóra sænál verið talin til sjaldséðra fiska á Íslandsmiðum og einkum hefur hennar orðið vart við vestan- verða suðurströnd landsins (Þor- lákshöfn, Grindavík) og í Faxaflóa (3. mynd).2 Eins og sjá má af 1. töflu veiddist stóra sænál hér við land árið 2001 og virðist það hafa verið í fyrsta sinn í marga áratugi.2 Eftir það hefur hún veiðst árlega og í mest- um mæli og víðast árið 2004. Það ár veiddist hún í fyrsta sinn fyrir norðan land (í Eyjafirði og Öxar- firði) og virðist útbreiðslusvæðið nú farið að nálgast það að vera allt í kringum landið (3. mynd). Það vekur athygli hve tiltölulega stuttan tíma það hefur tekið stóru sænál að breiðast út frá því að vera bundin við suðvesturströndina og í það að finnast allt umhverfis Ísland. Vegna smæðar sinnar og lögunar tollir sænál illa í flestum veiðarfærum og auk þess er hún illgreinanleg innan um annan afla. Í ljósi þess er tíður fundur hennar á seinustu árum sérstak- lega athyglisverður og vísbending um verulegar breytingar í stofn- stærð og útbreiðslu við landið. Á árunum 2002–2005 fékkst óvenjumikið af ungviði stóru sæ- nálar í svokallaða átuvísa, en það eru tæki til söfnunar á dýrasvifi sem fragtskip og ferjur (m.a. sum skip Eimskipa) hafa í áratugi dregið á eftir sér á reglubundnum siglingaleiðum í Norðaustur- Atlantshafi.3 Átuvísagögnin eru í raun einstök í sinni röð vegna þess að þau ná yfir mjög víðáttu- mikið hafsvæði og þeim hefur verið safnað á sama hátt í áratugi. Gögn sem safnað hefur verið með átuvísum hafa á undanförnum áratugum verið notuð til þess að varpa mikilvægu ljósi á langtíma- breytingar í dýrasvifi í Norður- Atlantshafi og hugsanleg tengsl þeirra við veðurfar. 1. tafla. Fundir stóru sænálar við Ísland á árunum 2001–2006. – Records of snake pipefish in Icelandic waters 2001–2006. 2. mynd. Hængur stóru sænálar með egg á bolnum. – Male snake pipe fish with eggs attached to the trunk. Ljósm./Photo: Mark Henry. Ár – Year Mánuður – Month Veiðistaður – Location Dýpi m – Depth m Lengd cm – Length cm Skip – Vessel Athugasemdir – Notes 2001 nóv. Út af Hellissandi 55 Klettsvík 2002 nóv. Rennur í Faxaflóa Ársæll Sigurðsson nóv. Út af Garðskaga 20 Hólmsteinn 2003 ágúst Undan Austurlandi 33 B. Sæmundsson sept. Vestur af Öndverðarnesi 250 2004 mars Út af Hellissandi 82 22–32 Esjar Fjórir fiskar apríl Skerjadjúp 160 30 Snorri Sturluson júní Hjá Stykkishólmi 31 ágúst Breiðafjörður Margir fiskar í þarabrúski okt. Út af Grindavík 27 Hamar Í þarabrúski okt. Lónsdjúp 9 32 Friðrik Sigurðsson okt. Eyjafjörður Sjö fiskar des. Öxarfjörður 90 18 2005 jan. Eyjafjörður mars Rósagarður Sturl. Böðvarsson 2006 sumar Hornaförður Nokkrir fiskar haust Skjálfandi Samkv. www.nsn.is

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.