Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - mar. 2009, Blaðsíða 1

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - mar. 2009, Blaðsíða 1
SAMTÖK LUNGNASJÚKLINGA Fréttabréf 1.tbl. 12.árg. mars 2009 Nú er sá tími þegar við lungna- sjúklingar finnum hvað mest fyrir svifryksmengun. Hjá Umhverfis- og samgöngusviði er hægt að fá mjög góðar upplýsingar. Fyrir þá sem eru nettengdir er t.d. hægt að fara inn á umhverfissvid.is og þar er linkur, eða krækja, neðarlega hægra megin í formi umferðaljóss - grænt, gult og rautt. Litirnir gefa þannig til kynna hversu mikil mengun er á svæðinu. Með því að smella á nánari upplýsingar á linknum er hægt að fá upplýsingar um hvað litirnir þýða. Svifryk (PM10) hefur farið fimm sinnum yfir heilsuverndarmörkin það sem af er þessu ári. Í ár má fara 12 sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörkin sem eru 50 mikrogrömm á rúmmetra. Meðan úr- koma er til staðar þá er lítil mengun. Á heimasíðu Umhverfis- og samgöngu- sviðs er meðal annars hægt að nálgast ársskýrslu fyrir loftgæði undir link sem heitir útgáfa. Á heimasíðu http://esv.blog.is/blog/esv/ fjallar Einar Sveinbjörnsson um mjög fróðlega niðurstöðu þýskrar rannsóknar í fjórum borgum. Athyglisvert er að það eru ekki nagladekkin sem eru völd að smágerðum ögnum í andrúmslofti, heldur mestmegnis sót frá bílvélum og síðan alls kyns agnir frá iðnaði og annarri mannlegri starfssemi af öllu mögulegu tagi. Í 2. árg. 1.tbl. 2008 af blaði Astma- og ofnæmisfélagsins eru einnig frábærar greinar um svifryk sem vert er að kynna sér. Hins vegar reynist vel að loka öllum gluggum þegar er frost, sólskin og logn og opna ekki fyrr en sólin er sest. Einnig borgar sig að halda sig innan dyra nema brýna nauðsyn beri til þegar þessi veður- skilyrði eru. Það er ósk okkar að þið hafið orðið einhvers vísari um svifryksmengun með þessum skrifum því að þessi tegund mengunar er okkur lungnasjúklingum mjög erfið. Við hvetjum ykkur jafnframt til að kynna ykkur þann fróðleik sem ofangreindar heimasíður hafa að geyma Jóhanna Pálsdóttir. Svifryk

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.