Fréttablaðið - 03.06.2021, Síða 2
Lögin eiga eingöngu
við um alþingiskosn-
ingarnar í haust.
Við þurftum ekkert að
loka búðinni mjög
lengi.
Oddur
Sigmundsson.
Kynntust starfsemi Frú Ragnheiðar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fengu kynningu á starfi Frú Ragnheiðar í tilefni þess að verkefnið fékk
nýjan bíl til notkunar. Rauði krossinn hefur í tólf ár starfrækt Frú Ragnheiði, sem er ætlað að stuðla að skaðaminnkun til að draga úr heilsufarslegum, félags-
legum og efnahagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra vímuefna, með boði um heilbrigðisþjónustu og nálaskiptaþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Meðal þeirra sem duttu í Pfiz
erlukkupottinn á þriðjudag
voru starfsmenn plötubúðar.
is sem eru fæddir 1987. Þeir
hugsuðu sig ekki lengi um
þegar þeir fengu smsið, settu
miða í gluggann, skelltu í lás
og brunuðu í Laugardalshöll.
benediktboas@frettabladid.is
VIÐSKIPTI „Haraldur verslunarstjóri
fékk smsið um að hann ætti að
mæta á stundinni. Skömmu síðar
fékk ég sms og við stukkum af stað.
Settum lítinn miða í gluggann sem
á stóð Lokað vegna bólusetningar,
skelltum í lás og héldum af stað,“
segir Oddur Sigmundsson hjá plötu
búð.is.
Hann og Haraldur Leví Gunnars
son verslunarstjóri eru fæddir á því
herrans ári 1987, en árgangurinn
var dreginn upp úr skálinni góðu í
Laugardalshöll á þriðjudag til að fá
aukaskammt af Pfizer. Þeir fengu
smsboð í höllina þar sem þeir
fengu Pfizer til að verjast veirunni.
„Við þurftum ekkert að loka búðinni
mjög lengi,“ segir Oddur.
Hann bar sig vel þegar Frétta
blaðið náði tali af honum. Þeir
félagar voru smávegis aumir í öxl
inni og búðin heldur áfram sínu
striki, en eins og nafnið gefur til
kynna selur búðin vínilplötur auk
geisladiska. Í frétt RÚV frá upphafi
árs um íslenska tónlist kom fram
að mikill kippur hefði orðið á sölu
á vínilplötum og töluverð aukning
frá fyrra ári.
„Þetta er auðvitað fínasta afsökun
til að loka búð í smástund. Ég finn
engin einkenni eftir sprautuna,
enginn slappleiki eða neitt. Er bara
stálsleginn,“ segir Oddur. „Almennt
er vínillinn á blússandi siglingu.
Það er mikið til af nýjum titlum og
nýju efni. Brakandi ferskur vínill í
plastinu, það gerist ekki betra,“ segir
hann léttur.
Beðið er með töluverðri eftir
væntingu eftir nýrri plötu Dimmu
sem kemur í búðir fyrr en síðar en
hún er í pressun í Danmörku. Þá
er Vintage Caravan nýbúinn að
gefa út sína plötu á vínil og f lestir
tónlistarmenn gefa sína tónlist nú
einnig út á vínil. „Kardemommu
bærinn kom út á vínil fyrir skömmu
og Kaleo gáfu út sína plötu sem
rokselst eins og Vintage Caravan
og viðhafnarútgáfa KK sem og alls
konar íslenskt góðgæti.“ n
Allir boðaðir í bólusetningu
og plötubúðinni skellt í lás
Þeir félagar, Oddur og Haraldur Levý, eru stálslegnir eftir sprautuna með
Pfizer. Setja bara plötu á fóninn og gleyma öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
benediktboas@frettabladid.is
SAMGÖNGUR „Verktakinn mun ekki
fá lokaúttekt á þennan stíg fyrr en
við erum orðin samþykk honum,“
segir Gunnar Atli Hafsteinsson,
hjá umhverfis og skipulagssviði
Reykjavíkur, um nýjan hjólastíg við
Veðurstofuna. Stutt er síðan stígur
inn var lagður, en stórar holur eru
á honum eftir þungar vinnuvélar.
Verktakinn Háfell ehf. sér um verkið
og er stígagerðinni ekki lokið þó
hjólreiðamenn geti nýtt sér hann.
Gunnar Atli segir að nokkrir
starfsmenn borgarinnar sem hjóla
til vinnu hafi einmitt farið um
téðan stíg og haft orð á ástandinu.
„Ég er búinn að hjóla stíginn sjálfur
og þetta er auðvitað ekki í lagi og
við munum laga hann. En hann er
ekki tilbúinn og við leyfum okkur
að hafa hann opinn.
Við erum meðvitaðir um þessar
skemmdir sem er leiðinlegt því það
er alltaf vont að bútalaga.“ n
Holóttur hjólastígur fær ekki
lokaúttekt fyrr en eftir lagfæringar
Stígurinn er, þrátt fyrir að vera nýr,
allur í holum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
kristinnhaukur@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Frumvarp Áslaugar
Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmála
ráðherra um breytingar á kosninga
lögum var samþykkt í gær með 51
atkvæði gegn engu. Samkvæmt því
getur fólk í sóttkví eða einangrun
kosið á dvalarstað í alþingiskosning
unum sem fram fara 25. september.
Frumvarpið laut einnig að raf
væðingu. Verður nú hægt að safna
meðmælum með framboðum raf
rænt, sem og meðmælum vegna
úthlutunar listabókstafs og fleiru.n
Fólk í sóttkví
getur kosið í haust
Hugsanlegt er að hópur fólks
komist ekki á kjörstað vegna farald-
ursins í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
2 Fréttir 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR