Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 61

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 61 7. mynd. Kvendýr kláðamítilsins Microlichus avus safnað af snípuluddu. – Female Micro- lichus avus collected from an Ornithomya chloropus. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. Lífsferill snípuluddu Við fundum snípuluddur frá miðjum júní og fram í miðjan október og er það í samræmi við það sem þekkt var á Íslandi9 og Bretlandseyjum.1 Hutson1 tengir virknitíma lúsflugunnar við það skeið þegar mófuglsungar eru á kreiki. Í samræmi við það hafa rjúpnarann- sóknir á Íslandi sýnt að snípuluddur sækja frekar í ungfugla en fullorðna fugla.10 Breytingar á kynjahlutföllum snípuluddu eftir mánuðum (3. mynd) voru svipaðar því sem þekkt er frá Bret- landseyjum.1,4 Hlutföll voru nokkuð jöfn í júní til ágúst en í september snar- lækkaði hlutfall karlflugna og hélst eftir það mjög lágt. Sú skýring sem gefin hefur verið á þessu er að flestar karlflugurnar deyi þegar kemur fram í september.1 Miðað við það ætti mök- unartíminn að vera afstaðinn í byrjun september þar sem karlflugur eru þá að mestu horfnar úr stofninum. Gottími snípuluddu hér á landi virðist ekki hefj- ast að marki fyrr en komið er fram yfir mitt sumar, það er að segja í ágúst. Við fundum engar kvenflugur komnar að goti í júní og júlí en 20–30% flugnanna frá ágúst fram í október voru komnar að goti. Snípuluddur lifa veturinn á púpu- stigi.1 Miðað við hvenær flugurnar eru á ferðinni, kynjahlutföll og gottíma bendir allt til þess að aðeins sé um að ræða eina kynslóð á ári á Íslandi. Flugurnar skríða úr púpum fyrri hluta sumars ( júní og júlí), makast síðsumars ( júlí og ágúst) og gjóta á haustin (ágúst til október). Þessi mynd er í samræmi við niður- stöður Hutsons1 á Bretlandseyjum. Hýslar snípuluddu Á Bretlandseyjum finnst snípuludda helst á fuglum sem halda til á ber- svæði, einkum spörfuglum, vaðfuglum, orrafuglum og ránfuglum.1 Niðurstöður okkar voru á sömu nótum. Snípuludd- urnar fundust á mófuglum (rjúpu, vað- fuglum og spörfuglum) og ránfuglum (fálka og smyrli). Við höfum einnig fundið lúsflugur á lóuþræl (Calidris alp- ina), þúfutittlingi (Anthus pratensis) og branduglu (Asio flammeus), og Sverrir Thorstensen (munnl. uppl.) hefur að auki fundið þær á auðnutittlingi (Acant- his flammea) og snjótittlingi (Plect- rophenax nivalis). Við teljum líklegt að snípuludda sníki á öllum íslenskum mófuglum. Aftur á móti er greini- lega sjaldgæft að finna snípuluddur á vatnafuglum og sjófuglum, þótt við fyndum eintök af bæði grágæs og kríu. Halldór W. Stefánsson (munnl. uppl.) segir lúsflugur vera áberandi á heiða- gæs (Anser brachyrhynchus) síðsumars og hefur séð þær á helsingja (Branta leucopsis). Við höfum tekið þátt í merk- ingum á álft (Cygnus cygnus), öndum og ýmsum tegundum sjófugla og aldrei séð lúsflugur, og það sama segja nokkrir kollegar okkar með mun meiri reynslu af slíku starfi (Arnór Þ. Sigfús- son, Ólafur Einarsson, Ólafur Torfason, Sverrir Thorstensen, Ævar Petersen og Þorvaldur Þ. Björnsson, munnl. uppl.). Ekki er vitað hvort það gætir sér- hæfingar með tilliti til hýsla innan stofns snípuluddu á Íslandi. Athuganir frá Bretlandseyjum benda til þess að svo sé ekki þar og að einstakar flugur geti flakkað á milli hýsla af ólíkum tegundum.26 Á lúsflugum sem safnað var af rjúpum fundum við mítla sem ekki sníkja á rjúpum, tegundirnar P. pari og M. avus. Þetta er í samræmi við niðurstöður Corbets26 um að einstakar flugur flakki óhindrað á milli hýsla af ólíkum tegundum. Ásætur snípuluddu Við fundum þrjár tegundir mítla á snípuluddu, M. borealis, P. pari og M. avus. Það kom á óvart að finna ekki naglýs. Við fundum engar ásætur af tegundunum S. holoaspis og M. islandicus, sem eru algeng sníkjudýr á rjúpu á Íslandi, en meðalsmittíðni S. holoaspis er 44% og M. islandicus 23%.10 Það var vitað að tegundir innan þessara ættkvísla nýta lúsflugur til dreifingar.15 Þessar niðurstöður styrkja okkur í þeirri trú að bæði S. holoaspis og M. islandicus smitist beint á milli rjúpna og að þessar tvær tegundir séu hýsilsérhæfðar, og því hluti af uppruna- legri sníkjudýrafánu íslensku rjúpunnar (grænlenska arfleiðin). Sex ættkvíslir fiðurmítla eru innan ættarinnar Epidermoptidae. Flestar þessara tegunda valda kláða á fuglum og eru kallaðir húðmítlar.27 Full- trúar fjögurra þessara ættkvísla eru þekktir á Íslandi, Myialges, Promyial- ges, Microlichus og Metamicrolichus. Það er fróðlegt út frá þróun tegunda að bera saman tengsl þessara mítla við snípuluddu. Þeir ganga mislangt við að notfæra sér fluguna til dreifingar. Lengst gengur M. borealis. Frjóvguð kvendýr M. borealis eru sníkjudýr á snípuluddu og nýklaktar lirfur fara síðan yfir á fugla þar sem þær taka út sinn þroska. Frjóvguð kvendýr P. pari eru ásætur á snípuluddum en ekki sníkjudýr í þeirri merkingu að þau dragi til sín næringu úr flugunni. Þær verpa á fluguna og nýklaktar lirfurnar fara yfir á fugla og sníkja á þeim. Enn skemmur gengur M. avus en kvendýr þeirrar tegundar festa sig lauslega við snípuluddu til að kom- ast á milli hýsla. Fjórði húðmítillinn hér á landi er M. islandicus og virðist hann smitast beint á milli fugla líkt og að ofan greinir. M. borealis var fyrst lýst eftir ein- tökum sem fundust á snípuluddu af rjúpum á Íslandi.15 Í okkar rann- sókn fundust M. borealis-mítlar á snípuluddum sem safnað var af rjúpu, skógarþresti, smyrli og fálka. Við vitum að hann er sníkjudýr á rjúpu (smittíðni 16%)10 en hann fannst hins vegar ekki við nýlegar rannsóknir á sníkjudýrum fálka á Íslandi.11 Þessi tegund hefur síðan fundist á lúsflugunni O. anchine- uria í Kanada.28 M. borealis er því örugg- lega ósérhæfður með tilliti til hýsils. Það er augljóst að M. borealis-mítlar geta hamlað snípuluddum verulega. Í verstu tilvikum voru hátt í 50 mítlar fastir við afturbol flugunnar og hund- ruð eggja umhverfis þá. Afturbolur slíkra flugna var meira og minna þak-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.