Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 84

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 84
Náttúrufræðingurinn 84 Jakob bíður eftir að torfa birtist á dýptarmælinum um borð í Ægi 1962. Ljósm. Jón Kristjánsson. Fyrsta vísindaritgerð Jakobs er byggð á lokaverkefni hans við háskólann. Hún fjallar um tengsl dýrasvifs og síldar undan suðvesturströnd Íslands og byggist á gögnum sem safnað var með svokölluðum átuvísum (e. Continuous Plankton Recorders) á árunum 1954–1955.2 Við námsverkefnið naut Jakob meðal annars leiðsagnar Robins S. Glovers, sem var yfirmaður skosku hafrannsóknastofnunarinnar í Edinborg og mikill brautryðjandi í rannsóknum þar sem átuvísum var beitt við sýnatöku. Glover kenndi Jakobi að þekkja helstu átutegundir og með þeim myndaðist langvarandi vinátta sem hélst meðan báðir lifðu.1 Í ritgerðinni sýnir Jakob fram á greinilega samsvörun milli útbreiðslu átu og síldar og færði sönnur á að dreifing síldveiða væri í samræmi við lóðningar sem dýptarmælar sýndu. Jakob hvetur í lokin til frekari rann- sókna á útbreiðslu rauðátu og ljósátu á síldarslóð í þeim til- gangi að skilja betur torfuhegðun síldarinnar. Á námsárunum kom Jakob heim á hverju sumri og stjórnaði þá síldarmerkingum á vélbátnum Auðbjörgu NK 66 sem var í eigu föður hans og leigður til verkefnisins. Að námi loknu tók Jakob við stjórn síldarrannsókna Atvinnu- deildarinnar. Rannsóknir úti á sjó fóru um árabil fram á varðskipinu Ægi en árið 1953 hafði verið sett í það nýtt fiskileitartæki (asdic) sem markaði tímamót í síldarrann- sóknum og síldveiðum Íslendinga. Í árlegum síldarleitar- leiðöngrum vann Jakob sér fljótt traust og virðingu sjó- manna sem ávallt biðu eftir nýjustu fréttum af útbreiðslu síldarinnar. Hann hélt einnig áfram síldarmerkingum og áttu þær þátt í að sanna tilgátur um göngur síldar milli Noregs og Íslands. Á árunum 1963–1987 birti Jakob árlega í einu af ritum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (Annales Biologiques) og í sjávarútvegsritinu Ægi yfirlit um lengdar- og aldurssamsetningu síldarstofnanna og þróun veiða við landið. Árið 1970 ritaði hann síðan yfirlitsgrein um fisk- merki og fiskmerkingar í Oceanography and Marine Biology: An Annual Review.3 Eftir sögulegan inngang er fjallað um hinar ýmsu gerðir fiskmerkja, aðferðir við merkingar, áhrif meðhöndlunar á endurheimtur merkja og notkun merkja við rannsóknir á göngum og vexti fiska. Undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar urðu miklar breytingar á umhverfisaðstæðum í hafinu við Ísland og reyndar í öllu Norður-Atlantshafi. Það dró úr innflæði At- lantssjávar norður fyrir land, hitastig lækkaði, frumfram- leiðni minnkaði og átustofnar hrundu. Göngur norsk-íslensku síldarinnar breyttust þessu samfara og stofninn hrundi vegna ofveiði alþjóðlegs flota á fullorðnum fiski og smásíldarveiða Norðmanna. Þá hrundi einnig íslenski sumargotssíldarstofn- inn um svipað leyti. Fram að þessu höfðu vísindamenn vart trúað því að unnt væri að veiða upp stóra stofna uppsjáv- arfiska eins og síldina. Jakob sagði að hrun síldarstofnanna hefði sett mark á störf hans og breytt viðhorfum hans á margan hátt. „Eins og brennt barn forðast eldinn fór ég mun varlegar í sakirnar eftir hrunið. Það liðu 20 ár áður en norsk- íslenski síldarstofninn náði sér á strik á ný. Það er því mjög alvarlegt þegar svona gerist.“4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.